Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 28
28 17. september LAUGARDAGUR
ÍRússlandi búa 143 milljónirmanna. Af þeim eru aðeins66,5 milljónir karlar sem þýð-
ir að kynjahlutfallið í landinu er í
miklu ójafnvægi. Konur eru tíu
milljónum fleiri en karlar. Þetta
ásamt ýmsum félagslegum að-
stæðum hefur valdið því að rúss-
neskar konur sækja í auknum
mæli eftir því að kynnast körlum
frá öðrum löndum.
Á netinu hafa sprottið upp
heimasíður þar sem rússneskar
konur óska eftir því að komast í
samband við karlmenn með gift-
ingu í huga. Þegar slegin eru inn
orðin „russian bride“ (rússnesk
brúður) á leitarvélinni Google
koma upp tæplega sjö hundruð
þúsund síður og leitarvélin finnur
1,5 milljónir síðna þegar slegin
eru inn orðin „russian dating“.
Þorri þessara síðna er hjóna-
bandsmiðlanir.
Þrjú til fjögur mál á dag
Vissulega eru dæmi um að kynni
þessara kvenna við menn sem
þær hafa komist í samband við á
netinu hafi endað með hamingju-
sömum hjónaböndum. Hins vegar
eru líka fjölmörg dæmi um svik
og pretti.
James Pettit, starfsmaður
bandaríska sendiráðsins í
Moskvu, sagði í viðtali við sjón-
varpsstöðina CBS að daglega bær-
ust sendiráðinu þrjár til fjórar
fyrirspurnir frá mönnum sem
teldu sig hafa verið svikna. Í
bandaríska utanríkisráðuneytinu
ganga þessi svik undir nafninu
Natasha- eða Boris-svindl.
Svikin ganga út á það að karl-
menn komast í kynni við rúss-
neskar konur eða konur frá fyrr-
um Sovétlýðveldunum. Eftir að
hafa skrifast á í smá tíma kemur
að því að stúlkan óskar eftir því
að maðurinn sendi sér peninga
fyrir flugfarmiða, vegabréfi,
tryggingu og ýmsu öðru.
Myndir af fyrirsætum
CBS ræddi nýlega við einkaspæj-
ara sem sérhæfir sig í þessum
málum og sagði hann að oft sendu
trúgjarnir vonbiðlar frá 100 þús-
und krónum upp í 300 þúsund og
stundum meira. Síðan þegar búið
væri að senda peningana hyrfi
konan – líklega af því að hún hefði
aldrei verið til. Líklega af því að
það var Boris en ekki Natasha
sem var að tæla vonbiðilinn.
Rússneska mafían hefur upp-
götvað þessa tekjulind. Settar
hafa verið upp netsíður sem líta
út eins og alvöru hjónabandsmiðl-
anir en eru það ekki. Algengast er
þó að svikararnir setji inn
platauglýsingar á löglegar síður.
Dæmi eru um að settar hafa verið
myndir af rússneskum fyrirsæt-
um, án þeirra vitneskju, og skáld-
aður einhver texti um að viðkom-
andi stúlka vilji kynnast karl-
manni. Einnig eru dæmi um að
svikararnir borgi rússneskum
stúlkum fyrir myndir af þeim sem
þeir síðan nota í svikamyllu sinni.
Pútín fór í málið
Eitt fyrsta svikamálið af þessu
tagi kom upp árið 2001. Þá lenti
ástralskur maður sem
aðeins er þekktur und-
ir nafninu Terry í klóm
svikara. Terry, sem
tapaði talsverðum pen-
ingum á viðskiptum
sínum, setti á laggirnar
vefsíðu þar sem varað
er við þessari hættu.
Hann lét ekki þar við
sitja heldur sendi hann
rússneskum stjórn-
völdum bréf sem, svo
ótrúlega sem það kann
að hljóma, rataði inn á
borð Vladimírs Pútín,
forseta Rússlands. Í
kjölfarið skar rúss-
neska lögreglan upp
herör gegn þessari
starfsemi.
Gengið sem sveik
Terry náðist fljótlega í
borginni Chelyabinsk, sem er
austan Úralfjalla skammt frá
Kasakstan. Við rannsókn málsins
kom í ljós að gengið hafði sam-
band við hundruð karlmanna á
hverjum degi. Talið er að á tveim-
ur árum hafi það svikið um 100
milljónir króna af 1.500 karl-
mönnum. Aðferðin var eins og
lýst er að ofan. Settar voru inn
auglýsingar frá konu sem sagðist
vera 27 ára. Eftir bréfaskriftir
bað hún um peninga og þegar hún
hafði fengið þá heyrðist ekki
meira frá henni. Mennirnir sem
stóðu að svikunum voru dæmdir í
nokkurra ára fangelsi fyrir fjár-
svik.
Rændir á flugvellinum
Dæmin um karlmenn sem hafa
verið sviknir líkt og Terry eru
fjölmörg en það er ekki alltaf sem
svikararnir láta sér nægja að fá
senda peninga. Bandaríska alrík-
islögreglan hefur fengið inn á
borð til sín annars konar mál. Það
eru mál sem tengjast því að von-
biðlar hafi farið til Rússlands eða
einhverra af fyrrverandi
Sovétlýðveldunum, eins og til
dæmis Úkraínu, til að hitta konu
sem þeir kynntust í gegnum
hjónabandsmiðlun á netinu. Þegar
þeir hafa komið á staðinn hefur
verið setið fyrir þeim á flugvellin-
um og þeir rændir öllum sínum
peningum, greiðslukortum og
skilríkjum, þar með talið vega-
bréfum.
Trúgjarnir vonbiðlar í klóm svikara
Á netinu hefur fjöldi hjónabandsmi›lana sprotti›
upp. fiar eru rússneskar konur a› óska eftir flví a›
kynnast vestrænum mönnum. Svik sem bandaríska
utanríkisrá›uneyti› kallar Natasha- e›a Boris-svindl
eru a› ver›a sífellt algengari. fiá eru vongó›ir von-
bi›lar sviknir um hundru› flúsunda króna. Trausti
Hafli›ason skyggndist inn í vef svika og pretta
rússnesku mafíunnar.
RÚSSNESKA LÖGREGLAN Í MOSKVU
Rússneska lögreglan rannsakar nú fjölda
mála sem komið hafa upp í tengslum við
svik á netinu.
HJÓNABANDSMIÐLANIR Á NETINU Hjónabandsmiðlunum á netinu hefur vaxið fiskur um hrygg á
síðustu árum. Rússneska mafían hefur uppgötvað þessa tekjulind og sífellt færist í vöxt að vongóðir von-
biðlar séu sviknir um tugi eða hundruð þúsunda króna.
Á netinu er hægt að finna lista yfir
heimasíður sem taldar eru varasamar
og myndir og nöfn af svikurum. Slóðin
er: http://www.women-
russia.com/blacklist.htm
CHELYABINSK Í RÚSSLANDI Glæpagengið í Chelyabinsk sveik samtals ríflega hundrað milljónir króna af um 1.500 karlmönnum.
VLADIMÍR PÚTÍN Eftir að hafa fengið
bréf frá sviknum áströlskum vonbiðli skar
forseti Rússlands upp herör gegn svikur-
um.