Fréttablaðið - 17.09.2005, Side 30
Fiat Panda Climbing 4x4
kominn á markaðinn.
Margir Íslendingar muna eftir
Fiat Panda 4x4 sem var þekktur á
Íslandi fyrir 20 árum sem mikið
og ódrepandi hörkutól. Nú hefur
Fiat aftur hafið framleiðslu á
Panda 4x4 og er hann boðinn á Ís-
landi í dugmikilli Climbing út-
gáfu. Þessi útfærsla bílsins hefur
mikla veghæð, sterka stálhlíf
undir vél og stóra og belgmikla
hjólbarða auk sérstakra hlífa að
framan og aftan. Panda Climbing
4x4 er fjórhjóladrifsbíll sem ætl-
ast er til að látið sé reyna á. Bíll-
inn var frumsýndur á Íslandi nú í
byrjun september og fékk hann
góðar viðtökur en dísilútfærslan
er frumsýnd um þessar mundir í
Frankfurt og er væntanleg til Ís-
lands síðar í haust.
Svefn er mikill áhættuþáttur í umferðinni og getur þreyttur ökumaður auð-
veldlega orðið valdur að alvarlegum slysum. Ef þreytan sækir á þig í akstri
skaltu fara út í kant og láta aðeins líða úr þér áður en þú heldur aftur af stað.[ ]
Öryggi, gæði og stíll
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
Y
A
M
2
94
96
7/
20
05
FATNAÐUR
www.yamaha.is
Full búð af Nazran
mótorhjólafatnaði á
ótrúlega hagstæðu
verði.
Yamaha-búðin, Nýbýlavegi 2,
200 Kópavogi, s. 570 5300.
Xtra, Njarðarbraut 19,
260 Reykjanesbæ, s. 421 1888.
Toyota, Baldursnesi 1,
603 Akureyri, s. 460 4300.
Almenn smurþjónusta
Hjólbarðaþjónusta
Sjálfskiptingaþjónusta
Rafgeymaþjónusta
Ísetning bremsuklossa
Dempara – ísetningar o.fl.
Vegmúli 4 • Sími 553 0440
Ný námskeið vikulega, staðsetning Mjódd
Simi. 894 2737 www.ovs.is
Ný Suzuki Grand Vitara er
kominn á markað verulega
breyttur. Hann hefur meðal
annars bæði lengst og breikk-
að. Verðið á bílnum er áfram
mjög hagstætt.
Nýr Grand
Vitara er alló-
líkur fyrir-
rennara sín-
um, svo ekki
sé meira sagt.
Bíllinn hefur
lengst um
heila 27 cm og
vantar þá ekki
nema um 20
cm í lengdina
á stórabróður,
XL7. Hann
hefur einnig
breikkað um 3
cm. Þessi
stækkun gerir
að verkum að tilfinningin fyrir
rýminu í bílnum er öll önnur en í
fyrirrennaranum og sömuleiðis
eru aksturseiginleikar mun betri
og kemur þar einnig til sjálfstæð
fjöðrun að aftan. Þessi bíll svín-
liggur á veginum með allt öðrum
hætti en eldri bíllinn enda munar
um minni stækkun. Útlitið er
einnig mun nútímalegra og sterk-
ur fjölskyldusvipur er raunar
með Grand Vitörunni og nýja
Swiftinum sem kynntur var fyrir
nokkrum mánuðum. Hreinar og
beinar línur hafa leyst ávalari lín-
ur af hólmi.
Enn sem komið er fæst Grand
Vitaran eingöngu með tveggja
lítra bensínvél sem skilar 140
hestöflum. Seinna er bíllinn
væntanlegur með 2,7 lítra bensín-
vél og einnig með dísilvél. Bens-
íneyðslan er hófleg eða undir 10
lítrum á hundraðið í blönduðum
akstri. Bíllinn er með sítengdu
læsanlegu fjórhjóladrifi og lágu
drifi.
Meðal staðalbúnaðar í bílnum
má nefna vökvastýri, loftkælingu
og frjókornasíu og hita í framsæt-
um. Bíllinn er vel búinn geymslu-
hólfum, til dæmis er geymsluhólf
í toppi yfir framrúðu, geymslu-
bakki undir farþegasæti og vasar
á sætisbökum. Glasahaldarar eru
bæði fyrir framsæti og aftursæti
og auk þess flöskustandari í
framhurðum.
Reynsluekið var sjálfskiptum
Luxury bíl en búnaður í honum
umfram sportgerðinni er lykil-
laus ræsing og hurðaopnun,
hraðastillir, leðursæti, leðurklætt
stýri, topplúga og 17 tommu
álfelgur.
Í Suzuki Grand Vitara samein-
ast prýðilegur borgarbíll og góð-
ur ferðabíll, ekki bara fyrir þjóð-
vegi heldur á grófari vegum líka
eftir því sem stærðin leyfir. Þetta
er traustlegur og skemmtilegur
bíll með vandað yfirbragð.
Driflæsingin og lága drifið gera
að verkum að ferðamöguleikarnir
á Grand Vitara eru óneitanlega
meiri en á venjulegum jepplingi.
Loks hlýtur verðið á Suzuki
Grand Vitara að teljast afar hag-
stætt.
Suzuki Grand Vitara verður
frumsýndur hjá Suzuki bílum í
Skeifunni og hjá umboðsaðilum
um allt land í dag og á morgun
milli kl. 14 og 17.
steinunn@frettabladid.is
Ódrepandi hörkutól
Framendi bílsins er svipsterkur.
Aðgengi að farangursými er gott.
Nýja Grand Vitaran hefur talsvert breyst í útliti og hefur sterkan ættarsvip með litla bróður sínum nýja Suzuki Swift-inum.
Hér er öllu vel fyrir
komið.
Vinnurými bílstjórans er rúmgott og allir
hlutir aðgengilegir.
Driflæsingin og skipting milli háa og lága
drifsins er í hnappi eins og algengt er að
verða.
REYNSLUAKSTUR
Suzuki Grand Vitara
Sport
Beinskiptur 2.690.000
Sjálfskiptur 2.890.000
Luxury
Beinskiptur 2.990.000
Sjálfskiptur 3.190.000
Uppgefin meðaleyðsla í blönduð-
um akstri
Beinskiptur 9,1
Sjálfskiptur 9,4
Eftir 20 ára bið stendur Íslendingum aftur
til boða fjórhjóladrifsútgáfa af Fiat Panda.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Grand Grand Vitara