Fréttablaðið - 17.09.2005, Page 32

Fréttablaðið - 17.09.2005, Page 32
Koddinn ætti að vera ómissandi ferðafélagi allra. Góður koddi gerir fólki kleift að sofna nánast hvar sem er og sofa vært hvort sem það er í óþægilegu hótelrúmi eða þröngri flugvél.[ ] Sex rétta máltí›ir, rau›ir dreglar og draumagolfvellir Fallegt útsýni var við 6. holu golfvallarins í Sydney. Hulda Birna fór á ævintýra- legt golfmót í Ástralíu í fyrra. Henni leið eins og hún væri konungborin og það var dekrað við hana hvert sem hún fór. Hulda Birna Baldursdóttir kennir í Borgarholtsskóla dagsdaglega en í frístundum spilar hún golf. Í fyrra bauðst henni að fara til Ástralíu þar sem hún keppti á mjög eftir- minnilegu móti. „BMW heldur opið golfmót árlega úti um allan heim sem ætluð eru áhugamönnum. Undankeppnin hefur verið haldin hér á landi þrjú ár í röð og í fyrra vann ég í kvennaflokknum. Vinn- ingshafar landanna koma síðan saman og keppa á lokamótinu sem að þessu sinni var haldið í Sydney í Ástralíu,“ segir Hulda og bætir við að hún hafi raunar líka unnið í ár en ekki mátt fara aftur. Ferðalangarnir voru tvo sólar- hringa að komast frá Íslandi til Ástralíu enda tók flugið samtals 34 klukkustundir. „Mótið sjálft stóð í þrjá daga en ferðin var tíu dagar í það heila. Við fórum þrír keppendur héðan, ég ásamt tveim- ur strákum, og svo tók ég karlinn minn með.“ Ferðin til Ástralíu var eitt af því besta sem Hulda hefur komist í. „Golfvöllurinn var æðis- legur og síðasta daginn fengum við að fylgjast með sýnikennslu Nicks Faldo sem er frægur golf- kappi.“ Ferðalagið virðist hafa verið ævintýri líkast enda komu frétta- menn alls staðar að til að mynda herlegheitin. „Þetta er eitt glæsi- legasta áhugamannamótið sem haldið er og það var komið fram við okkur eins og kóngafólk. BMW- limósínur sóttu okkur hvert sem var og við gengum á rauðum dregl- um. Það var alltaf eitthvað að ger- ast á kvöldin, fimm, sex rétta kvöldverðir á hverju einasta kvöldi og besta mögulega þjónusta sem hægt var að fá.“ Huldu fannst Sydney frábær borg, bæði falleg og hreinleg. „Hvergi var rusl sjáanlegt og um- hverfið einhvern veginn allt í stíl. Fólkið var vinalegt og maturinn æðislegur. Tala nú ekki um golfvell- ina sem eru alveg hreint frábærir.“ Blaðamaður gleymir næstum því að spyrja hvernig Huldu hafi gengið á mótinu. „Ég lenti í 6. sæti af 43 og er bara mjög sátt við það. Strákunum gekk aðeins verr,“ bæt- ir hún við hlæjandi. mariathora@frettabladid.is Bandaríkin hafa gengið í bandalag gegn malaríu með Angóla, Tansaníu og Úganda. Fulltrúar ríkjanna fjögurra, þar á meðal Laura Bush, eiginkona Bush Bandaríkjaforseta, skrifuðu undir áætlun í þremur hlutum sem á að sporna gegn útbreiðslu þessa erfiða sjúkdóms. Skrefin þrjú felast í innleiðingu frekari lyfjameðferða gegn malaríu, dreifingu á moskítóflugnanetum og að eitra fyrir flugunum á svæðum sem eru sérstak- lega viðkvæm. Við undirritun áætlun- innar sagði Laura Bush: „Við höfum þekkingu og tækni til að minnka sýk- ingahættu og meðhöndla þá sem fá malaríu. Með þekkingunni kemur skylda til athafna.“ Úrval Útsýn býður upp á jólaferðir í sól og hita. Þeir sem eru leiðir á kulda og snjó um jólin geta glatt sig við það að nú býður Úrval-Útsýn jólaþreytt- um að halda jól og áramót í hinu sólríka og hlýja Taílandi. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á skipulagða ferð þangað á þessum árstíma. Dvalið verður á Pattaya, sem er einn vinsælasti ferða- mannastaður Taílands, en þaðan verður farið í ýmsar ferðir, til dæmis dagsferð til Bangkok, tveggja daga ferð til Kwai-árinn- ar, ferð út í Kóraleyju og ýmislegt fleira verður á boðstólum. Golfá- hugamenn geta glaðst yfir því að fjölmargir fyrsta flokks vellir eru í næsta nágrenni. Lagt verður af stað 20. desem- ber og haldið heim aftur 6. janú- ar. Verðið er frá um 200 þúsund krónum og er innifalið í því flug, gisting með morgunverði, akstur til og frá flugvelli erlendis, hátíð- armatur á hótelinu um jól eða ára- mót og íslensk fararstjórn. Ríkisstjórnir gegn moskítóflugum ÞRJÚ AFRÍKURÍKI OG BANDARÍKIN ÆTLA Í HERFERÐ GEGN MALARÍU. Jólin í Taílandi Taíland er vinsæll ferðamannastaður og nú geta Íslendingar eytt jólunum þar. Hulda Birna ásamt golfstjörnunni Nick Faldo. Fánar þeirra 43 þjóða sem tóku þátt í mótinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.