Fréttablaðið - 17.09.2005, Side 44

Fréttablaðið - 17.09.2005, Side 44
16 Vissir þú ... ... að yngsta manneskjan til að fara á norðurskautið hét Alicia Hemplean-Adams og var 8 ára og 173 daga þegar hún kom þangað? ... að yngsti maður til að heim- sækja báða pólana hét Jonathan Silverman? Hann var 9 ára gamall þegar hann kom á suðurskautið og 11 ára þegar hann kom á norð- urskautið. ... að 937 manns tóku þátt í fjöl- mennasta hópjóðli heims árið 2002 og var jóðlað í meira en eina mínútu? ... að fjórir bifvélavirkjar frá Þýska- landi tóku einu sinni vél úr Volkswagenbjöllu, komu henni fyr- ir í annari og óku svo bílnum fimm metra leið á einni mínútu og 37 sekúndum? ... að Omar Hanapiev frá Rússlandi dró 576 tonna olíuflutningaskip 15 metra vegalengd með tönnunum? ... að mesta þyngd sem hefur verið lyft með litla fingri er 89,6 kíló? ... að mesta þyngd sem hefur verið lyft með geirvörtum er 21,9 kíló? Þyngdinni var haldið í fimm sek- úndur. ... að Om Prakash Singh frá Ind- landi stóð hreyfingarlaus, fyrir utan að depla ósjálfrátt augunum, í 20 klukkustundir, tíu mínútur og sex sekúndur? ... að Wim Hof frá Hollandi stóð í keri fullu af ísmolum, íklæddur sundskýlu einni fata í eina klukku- stund og sjö mínútur? 17. september LAUGARDAGUR Boyd litli leikur sér með laufblöðin í Reykjavík. LJÓSMYND: VILHELM GUNNARSSON SJÓNARHORN Vill hafa það rólegt á afskekktum stað Ragnar Sólberg Rafnsson tónlistarmaður „Garðseyri í Skötufirði er uppáhaldsstaðurinn minn,“ segir Ragnar þegar hann er spurður um uppáhaldsstaðinn. „Það er vegna þess að þar er svo ótrúlega friðsælt og gott og öðruvísi. Þar eru fjöll og sjór og svolítill sveitafílingur sem er ótrúlega gott fyrir borgarbarn eins og mig. Ég væri líka alveg til í að vera einhvern tímann á mánudagskvöldi uppi í fjöllum í Tíbet,“ segir Ragnar. UPPÁHALDSSTAÐURINN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ O RV AL D U R Ö . K R IS TM U N D SS O N Allt um heilsu á þriðjudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P R E 28 04 9 0 4/ 20 05

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.