Fréttablaðið - 17.09.2005, Page 45

Fréttablaðið - 17.09.2005, Page 45
LAUGARDAGUR 17. september 2005 29 HVAÐ ER FELLIBYLUR OG VIÐ HVAÐA AÐSTÆÐUR MYNDAST FELLIBYLJIR? AF HVERJU ER FELLIBYLJUM GEFIN NÖFN? Fellibyljir eru djúpar og krappar lægðir sem myndast yfir hafi í hitabeltinu. Lægðir þessar valda oft miklu tjóni þegar þær ganga á land, ýmist vegna fárviðris, úr- fellis eða sjávarflóða sem oft fylgja. Hlýtt og rakt loft nálægt yfir- borði jarðar Ólíkt lægðum sem fara um Ísland og myndast og dýpka á mörkum kaldra og hlýrra loftmassa sækja fellibyljir orku sína í varma sem losnar úr læðingi við það að raki í lofti þéttist í skýjadropa. Slík þétting á sér stað í risavöxnum skúraklökkum þar sem upp- streymi er mikið. Nauðsynlegt skilyrði þess að uppstreymi með rakaþéttingu eigi sér stað í stór- um stíl er hlýtt og rakt loft nálægt yfirborði jarðar. Þær aðstæður má finna yfir úthöfum í hitabelt- inu, þar sem fellibyljir verða til og eflast. Kraftar og hröðun Skúraklakkarnir sem eru undan- farar fellibyljanna myndast og raðast einkum saman í lægðar- drögum í staðvindabeltinu. Þegar komið er nokkur hundruð kíló- metra frá miðbaug er svigkraftur jarðar nægilega sterkur til að sveigja loft af leið þess inn að miðju lægðar. Kemst þannig á hringstreymi sem er haldið við af jafnvægi þrýstikrafts, svigkrafts jarðar og miðflóttakrafti. Deila má um hvort nefna eigi síðast- nefndu þættina krafta, því hér er um að ræða hröðun sem er til komin vegna snúnings jarðar og vegna hringhreyfingar loftsins umhverfis fellibylinn. Þrýsti- krafturinn togar loftið inn að miðju lægðarinnar, en svigkraft- urinn og miðflóttakrafturinn leit- ast í grófum dráttum við að toga loftið út frá miðju lægðarinnar. Sjórinn við Ísland ekki nógu heitur Oft er miðað við að yfirborðshiti sjávar þurfi að vera 26˚C hið minnsta til þess að fellibylur geti myndast. Við suðurströnd Íslands fer sjávarhiti ekki mikið yfir 10˚C og má á því sjá að sjórinn þyrfti að hlýna mikið til að fellibyljir gætu myndast á okkar slóðum. Á hinn bóginn verða stundum til smáar en krappar lægðir á norð- urslóðum sem svipar nokkuð til fellibylja, en eru víðáttuminni og hvergi nærri eins djúpar. Eru það svokallaðar heimskautalægðir, en þær myndast í ísköldu lofti sem streymir yfir tiltölulega hlýjan sjó. Líkt og fellibyljir sækja lægð- ir þessar orku sína að verulegu leyti í losun dulvarma við þétt- ingu raka. Óveður á Íslandi Árlega berast nokkrir fellibyljir á norðurhveli jarðar inn á norðan- vert Atlantshaf og þar geta þeir stuðlað að myndun krappra lægða af þeirri gerð sem myndast í vest- anvindabeltinu og fer oft um Ís- land. Leifar af fellibyl orsökuðu mikið óveður á Íslandi 24. septem- ber 1973. Tjón varð töluvert og er veðrið meðal annars minnisstætt vegna þess hve mörg tré féllu í Reykjavík. Óveður þetta hefur verið kennt við fellibylinn Ellen. Nafngiftir fellibylja Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðl- un viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð. Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heim- ildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hóf Bandaríska veðurstofan að gefa fellibyljum kvenmannsnöfn og síðar tók Al- þjóða veðurfræðistofnunin við út- gáfu nafnalista fyrir fellibylji. Á 8. áratugnum þótti ekki lengur viðeigandi að nefna fellibylji ein- ungis eftir konum og 1978-1979 voru karlmannsnöfn tekin upp til jafns við kvenmannsnöfn. Sömu nöfnin notuð á 7 ára fresti Í gangi eru 6 listar með nöfnum yfir fellibylji á Atlants- hafinu sem notaðir eru til skiptis. Þannig er listinn sem notaður er árið 2005 sá sami og not- aður var árið 1999 og verður notaður aftur 2011. Nöfnum á þessum listum er aðeins breytt ef fellibylur hefur valdið stórfelldu eignartjóni eða mannskaða þannig að ekki þyki við hæfi að nota það aftur. Dæmi um nöfn sem lögð hafa verið af eru „Andrew“ en hann gekk yfir Bahamaeyjar, Suður-Flórída og Louisíana árið 1992, og „Mitch“ sem gekk yfir Mið-Ameríku árið 1998. Ólíklegt verður að telja að nafnið „Katrina“ verði haft áfram á listanum eftir það mikla tjón sem hún olli í lok ágúst 2005. Á heimasíðu Bandarísku fellibylja- stofnunarinnar á slóðinni http://www.nhc.noaa.gov/aboutna mes.shtml er hægt að skoða þessa lista. Nafngiftir íslenskra óveðra Vísir er að nafngift á óveðrum á Íslandi. Jafnan er talað um „Hala- veðrið“ þegar átt er við mann- skaðaveðrið á Halamiðum út af Vestfjörðum í febrúar 1925. „Engihjallaveðrið“ hefur verið notað um óveður 16.-17. febrúar 1981 en það olli meðal annars tölu- verðu tjóni á bílum við Engihjalla í Kópavogi. Í „Flóðaveðrinu“ þann 9. janúar 1990 gekk sjór á land við suðvesturströndina og olli miklu tjóni. Ein krappasta lægð síðustu aldar fór norður með vestanverðu landinu 3. febrúar 1991 og olli geysilegu tjóni, meðal annars á gróðurhúsum í Hveragerði. Hefur sú lægð stundum verið nefnd „Gróðurhúsalægðin“. Haraldur Ólafsson, veðurfræðing- ur, prófessor í veðurfræði við HÍ. Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Að jafn- aði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Skólanemar nota vefinn mikið og má merkja það meðal annars á því að aðsóknin vex nú dag frá degi eftir að skólastarf haustsins hófst. Gestir eru nú yfir 2.000 á dag um miðja vikuna. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hvernig eru kívíávextir ræktaðir, hvað er siðferði, getur þú sagt mér frá stökklum, hver fann upp stafrófið, af hverju ganga sumir í svefni og hvaða dýrategundir eru með stærstu heilana? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS FELLIBYLUR edda.is Í Völuspá segir völva frá því hvernig heimurinn var skapaður, og síðan norrænu goðin og fyrstu mennirnir. Hér gera Þórarinn Eldjárn og Kristín Ragna Gunnarsdóttir þetta forna og fræga kvæði aðgengilegt fyrir börn á öllum aldri í leikandi vísum og litríkum myndum. KEMUR ÚT Í DAG! Leikandi vísur og litríkar myndir Fornt og frægt kvæði Sýning á myndum Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur og ljóðum Þórarins Eldjárns úr bókinni: Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 7, 17. sept. - 7. okt. Börn sérstaklega velkomin! Kosningaskrifstofan opnar í dag kl. 14 gamla moggahúsinu - aðalstræti 6 www.gislimarteinn.is Það verður skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Aðalstrætinu í dag. Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson taka meðal annars góða syrpu, Lilli klifurmús og Mikki refur skemmta börnunum. Boðið verður upp á kaffi og með því. Allir velkomnir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.