Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 17. september 2005 33
„Á Freeport var mikið lesið
yfir okkur um alkóhólisma og Tólf
spora kerfið. Þar lærði ég að
hugsa um einn dag í einu, sem var
geysileg uppgötvun, því það
hljómaði öðruvísi að hætta að
drekka í einn dag en að ákveða
slíkt til lengri tíma,“ segir Kristín,
sem leist illa á blikuna framan af
dvölinni á Freeport.
„Ég var langyngst sjúkling-
anna og hugsaði: „Guð minn al-
máttugur! Hér eru bara rónar og
alveg hræðilega illa statt fólk!“
Ég sá ekki sjálfa mig. Hafði kom-
ið með þá von að geta lært eitt-
hvað um tilveruna, en í eyrum
mér glumdu skilaboðin að ég yrði
að hætta að drekka. Slíkt jafngilti
dauðadómi og einkennileg líðan
þegar enginn hlustaði á hvað ég
átti bágt og var búin að eiga erfitt
líf. Aðrir skildu ekki þann sjálf-
sagða hlut að ég reyndi inni á milli
að vera hress og kát í lífinu, með
allt þetta á bakinu,“ segir Kristín,
sem kom því strax til skila að hún
væri á kolröngum spítala.
„Þá var mér sagt að drífa mig
heim og eftir sat ég, meira ein-
mana og verr á mig komin en
nokkru sinni, en ákveðin í að
þrauka. Þegar ég hætti innri mót-
spyrnu og fór að taka eftir því
sem fram fór virkaði það einungis
hvetjandi. Alveg nýtt forrit fór
inn í hausinn á mér eftir að ég
ákvað að taka bómullina úr eyrun-
um. Ég er hjátrúarfull og eitthvað
hafði hjálpað mér að komast á
þennan stað. Því hlaut hjálpin að
eiga heima þarna.“
Aumingjaskapur og geðveiki
Heimsóknir þurra alkóhólista var
það sem hvatti alkóhólistana á
Freeport hvað mest. Fólk sem átti
að baki áratuga edrúmennsku,
auk þess sem stærstur hluti
starfsfólksins var alkóhólistar og
það telur Kristín að hafi fengið
fólk til að hlusta. Sjálf vildi hún
reyna að vera edrú en eftir því
sem hún var þurr lengur, því verri
var líðanin.
„Ég komst ekki áfram með líf
mitt því draugar fortíðar voru svo
margir og ljótir. Sama hvað ég
reyndi að breyta, bæta og fyrir-
gefa; ég var alltaf jafn dáin inni í
mér. Því sat ég föst í fortíðinni og
gat ekki séð hvernig ég átti að
taka á móti framtíðinni,“ segir
Kristín sem var aftur komin á
Freeport rúmu ári eftir fyrstu
meðferðina.
„Eftir þá meðferð náði ég að-
eins mánuði í edrúmennsku og fór
því aftur út um áramótin
1978/1979. Tveimur árum síðar
fór ég á Silungapoll og þaðan í
langtímameðferð á Hazelden, sem
var meðferðarstöð fyrir þá sem
ekki pössuðu lengur á Freeport en
byggði á sömu aðferðafræði, en
þá vildu stjórnarmenn SÁÁ senda
mig sem lengst í burtu og eins
lengi og hægt var,“ segir Kristín,
en þegar þarna var komið höfðu
þeir Hilmar, Hendrik og Edwald
hafið það frumkvöðlastarf að
heimfæra aðferðafræði Freeport
að íslenskum aðstæðum, en það
starf hefur verið í stöðugri þróun
allt til dagsins í dag undir merkj-
um SÁÁ.
„Þótt Freeport-spítalinn hafi
verið ljótur útlits hætti það fljót-
lega að skipta máli og okkur
fannst við vera á fimm stjörnu
hóteli. Samhugurinn var óskap-
legur og starfsfólkið einstakt,
sem var nýtt því drykkjunni
fylgdi hrikaleg skömm: „Þú ættir
að skammast þín að geta ekki
hætt að drekka og hagað þér eins
og almennileg manneskja!“ Flest-
ir halda að þeir séu alvarlega geð-
veikir og fyrir stóran hóp fólks
var léttirinn mikill að finna að
þeir væru kannski ekki geðveikir
eftir allt og áttu einhverja von.
Þegar fólk hefur brugðist sjálfu
sér svo oft finnst því það ekki eiga
neitt gott skilið. Þannig breytti
Freeport lífi mínu því ég komst
fljótt að raun um að ég væri ekki
ein í þessu basli. Ég lærði og að
alkóhólismi væri sjúkdómur, sem
voru ný tíðindi, því drykkja hafði
áður verið álitin aumingjaskapur.
Og þegar ég heyrði að alkóhólismi
hefði ekkert með viljastyrk né
gáfur að gera, þá fór ég virkilega
að hlusta,“ segir Kristín glöð í
bragði, ævinlega þakklát fyrir
fyrstu skrefin í áttina að betra lífi
á Freeport. Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skífan Smáralind • Skífan Kringlunni • www.skifan.is
...skemmtir þér ; )
ÚTSALAN
ER HAFIN Í VERSLUNUM SKÍFUNNAR
GEISLAPLÖTUR FRÁ
99,- kr.
DVD MYNDIR FRÁ
699,- kr.
TÖLVULEIKIR FRÁ
799,- kr.
REM-In Time, Best Of REM
Black Eyed Peas
–Monkey Busin
ess
1.499 k r.
Green Day-American Idiot
1.499 kr.
Mariza-Transparente
999 kr.
Reservoir Dogs
Warcraft
Tenchu Fatal Shadows
The Rolling Stones-Bigger Bang
1.699 kr.
999 kr.
999 kr.
Leaves – The Angela Test DigiPak
1.499 kr.
Kill Bill Vol 1
Gralli Gormur
1.999 kr.999 kr.
1.299 kr.
CD
CD
CD
CD
CD
DVD
DVD
PC
PS2
999 kr.
CD
PC
Ég á kærustu sem nennir aldrei að
djamma og ef ég vil fara út að
skemmta mér þá fer hún í fýlu í heil-
an dag. Ég má aldrei gera neitt annað
en að vera með henni. Stundum lang-
ar mig út á lífið. Það er ekki eins og
ég bjóði henni aldrei með. Hún bara
vill ekki fara. Við erum alltaf að rífast
yfir þessu. Ég fór síðast út fyrir mán-
uði síðan. Hún drekkur ekki þannig
að ég skil það alveg að henni finnist
kannski ekkert gaman að djamma, en
ég er aftur á móti meiri partíkall.
Hvernig getum við komist að sam-
komulagi svo allir séu ánægðir?
HMS Í REYKJAVÍK
Þið verðið að búa til helgarplan. Eina
helgina getið þið starað í augu hvors
annars alla nóttina og hina helgina get-
ur þú fengið að djúsa með félögunum.
Mig grunar að þið séuð í yngri kantin-
um. Segðu henni að hætta að láta eins
og þið séuð háöldruð hjón sem getið
ykkur hvergi hreyft. Ef hún vill ekki fara
út að skemmta sér getur hún ekki ætl-
ast til þess að þú farir heldur ekki. Er
hún algjörlega dauð úr öllum æðum
stelpan? Kannski þú fáir að fara út einu
sinni í mánuði framvegis vinur.
Kæra Fröken Freyja. Ég á enga vini. Ég
hef alltaf talið það nóg að eiga eina
vinkonu, en það er stelpa sem ég ólst
upp með. Nú er hún flutt til Noregs og
ég er alltaf ein. Ég á kunningja í vinn-
unni en ég er ekki alveg að fíla það
fólk. Það virðist ekki eiga neitt sam-
eiginlegt með mér og ég sakna vin-
konu minnar. Finnst enginn geta kom-
ið í hennar stað. Það eina sem ég geri
er að vinna, vinna og vinna. Fer aldrei
í bíó eða út að skemmta mér lengur.
Mér finnst eins og ég verði alltaf ein.
Hvað á ég að gera?
BK Á NESKAUPSSTAÐ
Annaðhvort verðurðu ein og sættir þig
við það eða ferð að leita eftir nýrri vin-
konu. Hresstu þig við. Það leitar enginn
til þín ef þú ert alltaf í fýlu. Kannski er
einhver í nákvæmlega sömu sporum og
þú. Nú er bara að setja upp brosið og
kveikja á góða skapinu. Þú átt eftir að
finna þig fyrr en seinna. Ekki örvænta.
Þangað til ný vinkona er fundin þá er
alltaf hægt að fara einn í bíó. Þú þarft
ekki vinkonu í allt. Lífið er langt frá því
að vera búið.
Allar mínar vinkonur eru búnar að fá
sér silikon. Ég er með langminnstu
brjóstin sem gerir það að verkum að
mér líður eins og spýtu við hliðina á
þeim. Ég hafði aldrei hugsað mér að
fá mér silikon. Ég hef aldrei liðið fyrir
það að vera brjóstalítil en nú er ég
alltaf að heyra eitthvað um það. Ég
þyki greinilega ekki jafn spennandi og
vinkonurnar lengur og mér finnst ég
hálf útundan í samræðum
sem eru orðnar á ansi
lágu plani. Ég finn að
ég er farin að kúpla
mig frá hópnum og
þeim virðist vera al-
veg sama.
AA Á AKUREYRI
Það er ekkert annað. Ert þú semsagt
ekki jafn flott og vinkonurnar. Segja
brjóstin allt í þínum vinahópi? Huggaðu
þig við það að þú ert þó enn með til-
finningu í þínum geirvörtum. Þú ert enn
náttúruleg. Vertu bara stolt af þínu
stelli. Sumir strákar eru ekki einu sinni
hrifnir af þessum gervibrjóstum. Þetta er
allt saman á yfirborðinu, mundu það.
Ekki láta vinkonurnar draga úr þér með
endalausu silikon tali. Reyndu bara að
snúa umræðununum á annan veg. Lík-
lega hefur þú eitthvað sem þær hafa
ekki. Dragðu frekar athyglina að því.
FRÖKEN FREYJA LEYSIR VANDANN >