Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2005, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 17.09.2005, Qupperneq 62
> haustsinfónía... Hönnuðurinn Marc Jacobs leggur áherslu á fjólubláa lit- inn í hönnun sinni fyrir haustið 2005. Hann blandar saman nokkrum tónum og útkoman verður stór- skemmti- leg. Spáir þú mikið í tískuna? Já, ég verð að gera það vegna vinnunnar. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Vala og Björg í Spaksmannsspjörum. Uppá- haldsbúðin mín er svo Urban Outfitters. Mér finnst hún alveg geðveik. Flottustu litirnir? Grænn og brúnn. Það er það nýjasta hjá mér núna. Hverju ertu veikust fyrir? Skóm. Ég er næstum farin að fela hvað ég á mikið af skóm, læt vinkonur mínar geyma nokkur pör og svona! Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér brúna Converse-skó sem ég er alveg í skýjunum yfir. Ég sef nánast í þeim. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Það er allt svo casual núna. Það má vera í rifnum gallabuxum og pallíettubol og allt þar á milli. Ég elska pallíettur. Hvað ætlar þú að kaupa fyrir veturinn? Djúsí peysu, einhverja brúna hlýja í stíl við brúnu Converse-skóna mína. Uppáhaldsverslun? Úti er það Urban Out- fitters. En á Íslandi eru það Spútnik og Spaksmannsspjarir. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Eins gott að pabbi lesi þetta ekki. Það getur verið voðalega misjafnt en yfir- leitt er lágmarkið um tíu þúsund krónur. Ég eyði aldrei neinum himinháum upphæð- um. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Ull- arhúfunnar minnar og kragans sem ég keypti mér í Spaksmannsspjörum. Ég not- aði það í allt sumar og á líka eftir að nota þetta í allan vetur. Uppáhaldsflík? Það eru nýju brúnu Con- verse-skórnir mínir sem ég var að kaupa mér. Hvert myndir þú fara í verslunar- ferð? Til London. Ég er einmitt að fara þangað eftir þrjár vikur. Þar er nóg af fötum. Er einmitt að hugsa um að taka með mér einhvern kall til að bera fyrir mig pokana. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Það eru græn-köflóttar buxur sem ég keypti mér í tíunda bekk. Þær þóttu mjög flottar á sínum tíma en mér finnst þær alveg hryllilegar núna. Ég geymi þær inni í skáp til að minna mig á þetta hræðilega tímabil. RÚLLUKRAGABOLUR Sætur röndóttur bolur úr Zöru. PILS Þetta prjónapils fæst í Vero Moda og passar einkar vel við svartan rúllukragabol og há stígvél. RÖNDÓTTUR BOLUR Svartur og hvítur þverröndóttur bolur er algjörlega nauðsynlegur í bítnikkastílnum. Fæst í Topshop. STÍGVÉL Al- gjört möst í bítnikkastílnum eru há stígvél í svörtum eða dökkum lit. Þessi fást í Bossanova. Bítnikkastíllinn hefur haft gríð-arlega mikil áhrif á tísku nú-tímans þrátt fyrir að fæstir viti hvað „bítnikki“ er. Bítnikkar voru töffararnir sem voru uppi seint á sjötta áratugnum og snemma á þeim sjöunda. Þeir gáfu sig út fyrir að af- neita efnishyggju, hegðunarreglum og gildismati samfélagsins. Þótt efn- ishyggjunni væri afneitað var þetta fólk skrambi töff í klæðaburði. Bítnikkalúkkið einkenndist af flötum skóm – helst háum stígvélum, alpa- húfum, þröngum svörtum gallabux- um sem aldeilis eru heitar í dag, dökkum jökkum, svörtum og hvítum þverröndóttum flíkum, breiðum belt- um, síðum og stórum peysum og svörtum sokkabuxum. Reyndar var svarti liturinn allsráðandi í klæðnað- inum. Þessi föt voru svo sannarlega ekki frá einhverjum dýrum hönnuð- um. Bítnikka-kúltúrinn kom upphaf- lega frá hópi rithöfunda og lista- manna sem hlustuðu á djasstónlist eða Woody Guthrie og Pete Seeger. Slangrið samanstóð af orðum eins og „hip“, „cool“, og „groovy“. John Galli- ano setti bítnikkatískuna af stað aft- ur þegar hann kynnti sumarlínuna sína fyrir 2005. Línuna hannaði hann með bítnikkastelpuna og vinkonu Andy Warhols, Edie Sedgwick, í huga en hún er nú orðin þekkt tísku- fyrirmynd. Eitt af því góða við þennan stíl er að í honum leynast alls konar afar klæðileg- ar flíkur. Röndóttar peysur ganga við hvað sem er, sem og þröngar svartar gallabuxur, há stígvél og alpa- húfur. Alls ekki er nauðsynlegt að nota þetta allt saman. Meðal þeirra sem sjást oft í fötum í bítnikkastíl eru til dæmis leikkonan Kirsten Dunst, fyrirsætan Erin O’Connor og Tara Subkoff sem hannar fyrir Imitation of Christ. hilda@frettabladid.is SMEKKURINN STEINUNN ÓSK BRYNJARSDÓTTIR KLIPPARI HJÁ MOJO/MONROE Ég elska pallíettur 46 17. september 2005 LAUGARDAGUR Blessa›ir bítnikkarnir PRJÓNA- PEYSA Þessi peysa er úr Vero Moda og fer einkar vel með breiðu belti. KIRSTEN DUNST Hún er ein af tískufyrirmynd- um okkar tíma og þekkt fyrir skemmtilegan stíl. Hér er hún í svörtum rúllu- kragabol og gamaldags kjól, alveg í anda bítnikkanna. STUTTBUXUR Á tímum bítnikkanna var stutt svart pils óskaplega töff en á okkar tím- um eru stuttbuxurnar mun heitari og ganga alveg jafn vel við há stígvél og svartar sokka- buxur. Fást í Topshop. HÚFAN ÓMISSANDI Úr nýjustu línu Marc by Marc Jacobs. Lykilat- riði í stílnum og röndótt peysa um mittið fer vel við þröngar leggings. CHRISTIAN DIOR Í sumarlínunni fyrir 2005 sýndi John Galliano fyrstur áhrif frá bítnikkunum í sinni hönnun. ERIN O’CONNOR Ís- landsvinkonan er ekki þekkt fyrir annað en frumlegan stíl. Hér er hún í bítnikkafíling Skæri geta komi› a› gó›um notum Ég er búin að vera í miklum tískupælingum þessa vikuna. Ekki þó að spá í hvað ég ætti að kaupa mér næst heldur rann það upp fyrir mér að tískan væri krydd í tilveruna en ekki lífið sjálft. En það er þó alltaf þannig að kryddið gerir tilveruna skemmtilega og fjöl- breytilega. Hnébuxur eru eitt af tískukryddunum þetta haustið. Þær eru fallegar og klæðilegar og gera heilmikið fyrir heildar- myndina, alveg sama hvort mannveran er feit eða mjó, há- eða smá- vaxin. Þegar nýtt krydd kemur inn í tilveruna er auðvelt að taka það með svo miklu trompi að við blasi gríðarlegur fjármálahalli. Til þess að forða því mæli ég með því að þið takið gömlu bux- urnar sem þið eruð löngu hættar að nota og breytið þeim í hnébuxur. Það er auðvelt í framkvæmd því ein- ungis þarf að stytta gömlu buxurnar svo út komi hnébuxur. Það verður þó að gefa sér góðan tíma svo skálmarnar verði ekki missíð- ar. Þó tíminn hafi ekki verið besti vinur minn upp á síðkastið hef ég náð að stytta nokkrar gamlar buxur. Saumavélin var þó hvergi ná- læg en með skæri að vopni er hægt að fram- kvæma ýmislegt. Það er reyndar smekksatriði hvort það sé fallegt eða ekki að vera í klipptum hné- buxum. Mér finnst það vel ganga, að minnsta kosti á meðan maður finnur tíma til að setjast niður og falda bux- urnar. Ömmur og aðrir virðulegir þjóðfélagsþegnar gefa þó ekki mikið út á þetta svo kannski er farsælast að mæta í einhverju öðru þegar ömmur landsins eru heimsóttar. Með því að gefa gömlu buxunum nýtt líf samtvinnast þetta í fínt sparnaðartískuráð. Þó gæti þetta kallað á smá fjárútlát þar sem skórnir verða óneitanlega meira áberandi. Vönduð og vegleg stígvél sóma sér vel við hnébux- urnar. Kúrekastígvél eða „Fryboots“ koma sterk inn. Um helgar má reima á sig dans- skóna og leggja áherslu á fallega sokka eða sokkabuxur. Heildarútlitið verður þar af leiðandi útpælt, hvert smáatriði verð- ur sýnilegt og þá er eins gott að klúðra engu eða þannig! MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN MJÓR RÖNDÓTTUR TREFILL Geng- ur við nánast hvað sem er. Þessi hér fæst í Topshop.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.