Fréttablaðið - 17.09.2005, Síða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
50x50 smýmsir litir
púðiGRANAT
490,-
POLARVIDE teppi
130x170 sm
490,-
INDOR
vasi fyrir fjarstýringar
Hagnýt hönnun
sem munar um
5.900,-
Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 20:00 | www.IKEA.is
Breyttur afgreiðslutími
50 02 .V .B s
met sy S
AEKI re tn I
©
490,-
145x39x145 sm
BRATTBY
hillueining birkiáferð
Gerbera
79.900,-SANDHEM 2ja sæta sófi 160x95x85 sm
1.290,-
LEKMAN box
33x37 sm
Sænskar kjötbollur
með kartöflum, týtuberjasultu
og rjómasósu (10 stk.)
390,-
FLIT bókastoðir
1.990,-
EMMABO
ruggustóll
70 sm
190,-
150,-
PARODI vasi
SMYCKA gerviblóm
140x200 sm 7.900,-
HELLUM flosmotta
110x26 sm 1.990,-
LACK vegghilla
2.990,-
SAMTID
gólf-/leslampi
Launafólk
Nú nú. Þá er hafinn enn á ný söngur-inn um að ekki megi hækka laun
svokallaðs launafólks, því að ef laun
launafólks verði hækkuð muni allt fara
til fjandans út af svokallaðri þenslu. Al-
veg er þetta dæmigert. Nú eru allir
verðbréfamiðlararnir og kaupsýslu-
mennirnir og bankamennirnir búnir að
maka krókinn um nokkurt skeið og
græða þúsund trilljónir og kaupa sér
tuttugu og fimm bíla hver, auk húsa og
sumarbústaða í fimm heimsálfum, og
hlaða heimilin sín með plasmasjónvörp-
um og tölvustýrðum nuddpottum, og á
meðan þeir voru að þessu öllu saman,
þá talaði enginn um þenslu.
SEMSAGT: Þegar fólk græðir á tá og
fingri með alls konar fiffi og eyðir
peningunum meira og minna í vit-
leysu, þá er það ekki beinlínis kallað
þensla. En þegar launafólk fer fram á
launahækkun fyrir störf sín, enda
enginn auður án launafólksins, svo ég
tali eins og hófsamur marxisti, þá er
það þensla.
ÞETTA er náttúrlega bara samsæri,
enda eru þeir sem tala hvað hæst um
þenslu á mjög háum launum sjálfir og
örugglega ekki tilbúnir til þess að
fórna krónu af sínum launum í þágu
minni þenslu, sem þeir ættu auðvitað
að gera ef þeir hafa svona miklar
áhyggjur af þessu. Og svo er það líka
meira en lítið grunsamlegt að það
skuli bara alls ekki kallast þensla,
heldur nauðsynleg leiðrétting, að sum-
ir fá 26% launahækkun á silfurfati
fyrir tóma tilviljun (je sjör right) um
leið og þeir hætta í stjórnmálum.
SVO láta menn eins og það hafi ekki
verið vitað fyrir að verðbólga gæti
farið af stað í landinu. Ekki einungis
er verið að reisa stærstu virkjun
landsins fyrr og síðar fyrir austan, auk
risaálvers með fjársummum að hand-
an (gott fyrir verktakabransann), held-
ur er einnig verið að stækka álver í
grennd við Reykjavík, byggja ný hver-
fi upp við hvern einasta hól á höfuð-
borgarsvæðinu og bora göng í gegnum
hvert einasta fjall sem einhverjum
dettur í hug að einhverjum gæti ein-
hvern tímann þótt skemmtilegt að
keyra í gegnum á Hummernum sínum.
Sautján manna.
NÚNA svitna menn allt í einu á efri
vörinni í þykjustunni vegna þess að
samningar eru að verða lausir. Svaka
panikk. Fyrir enga muni má launa-
fólkið mögulega sjá til botns í skulda-
súpunni. Fyrir enga muni má minnka
gróða fyrirtækjanna úr tíu skrilljörð-
um í níu. Það yrði megaslys ef þorri
almennings ætti allt í einu smá pening
aflögu fyrir sjálfan sig eftir að hafa
greitt bönkunum sína summu upp í
kostnað fyrir að gera nákvæmlega
ekki neitt, en það kallast öðru nafni
vextir.
SEM er eitt: Lánaafborganir fara
alltaf stighækkandi, eins og menn
haldi að þar sé um guðs orð að ræða
ellegar náttúruöfl sem ekki megi
hrófla við. Munur væri ef laun færu
hækkandi líka á svipaðan hátt. Pening-
ar færu þar með ekki bara í eina átt-
ina, eins og þeir hafa reyndar alltaf
gert, semsagt undir rassinn á þeim
sem eiga þá fyrir.
BAKÞANKAR
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR
Ískaldur
Léttur öllari ROYAL
Nýr konunglegur!