Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 61,61 61,91 110,03 110,57 74,66 75,08 10,004 10,062 9,582 9,638 7,97 8,016 0,5524 0,5556 89,74 90,28 GENGI GJALDMIÐLA 23.09.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 104,9294 4 26. september 2005 MÁNUDAGUR Fjárfestingarfélag Hannesar Smárasonar kaupir í auglýsingastofu: Prímus kaupir helmingshlut í Fíton VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Prímus í eigu Hannesar Smára- sonar hefur keypt helmingshlut í Grafít sem á auglýsingaskrifstof- una Fíton, Máttinn og Dýrðina auglýsingastofu og Auglýsinga- miðlun. Með þessum kaupum hefur Prímus eignast helmings- hlut í Fíton. Þormóður Jónsson, einn af eigendum Fítons, segist ekki geta gefið upplýsingar um söluverð að svo stöddu. Upphaf- legir eigendur Fítons skipta jafnt með sér helmingshlut á Prímus. Þormóður segir söluna ekki vera vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. „Kaupin eru ekki til að bjarga fjárhagsstöðu fyrir- tækisins heldur til að styrkja stöðu þess,“ segir Þormóður, sem er bjartsýnn á framhaldið. Hann segir það kost að hafa svo stóran fjárfesti í auglýsingabransanum. Þormóður segir enn fremur að engar breytingar séu fyrirhugað- ar á rekstri stofunnar í kjölfarið á sölunni. Hann segir fyrirtækið dafna vel og áfram verði haldið á sömu braut. - jóa Hægriflokkar fá öruggan meirihluta Tveir hægriflokkar voru afgerandi sigurvegarar flingkosninga sem fram fóru í Póllandi í gær. Samkvæmt fyrstu tölum í gær höf›u fleir fengi› rúmt 51 prósent atkvæ›a. Fráfarandi stjórnarflokkur vinstrimanna bei› afhro›. PÓLLAND, AP Fyrstu tölur í þing- kosningunum sem fram fóru í Pól- landi í gær bentu til að spár gengju eftir um afgerandi sigur tveggja hægriflokka, sem hafa boðað stjórnarsamstarf. Vinstri- flokkarnir, sem sigruðu stórt í síð- ustu þingkosningum fyrir fjórum árum, biðu afhroð. Samkvæmt útgönguspá pólska ríkissjónvarpsins fékk íhalds- flokkurinn Lög og réttlæti 27,6 prósent atkvæða en flokkur frjálshyggjumanna, Borgaravett- vangur, fékk 24,1 prósent. Fylgi Lýðræðislega vinstribandalags- ins, arftaka pólska kommúnista- flokksins sem fékk um 41 prósent atkvæða í kosningunum fyrir fjórum árum, hrapaði niður í rúm ellefu prósent nú, samkvæmt út- gönguspánni. Kjörsókn var lítil eins og reynar í flestum kosning- um sem fram hafa farið í Póllandi frá því kommúnisminn féll. Úrslitin sýna afgerandi vilja pólskra kjósenda til stjórnar- skipta. Báðir hægriflokkarnir eiga rætur í Samstöðu, verkalýðs- hreyfingunni sem gegndi burðar- hlutverki í að steypa kommúnista- stjórninni á níunda áratugnum. En líkt og þýskir kjósendur gerðu í þingkosningunum þar í landi fyrir viku heyktust pólskir kjósendur á því að veita þeim sem lengst vildu ganga í efna- hagsumbótum umboð til að hrinda þeim í framkvæmd, með því að veita íhaldsflokknum for- skot á frjálshyggjuflokkinn, en í skoðanakönnunum höfðu hlutföll- in verið alveg á hinn veginn. Laga- og regluflokkurinn leggur meiri áherslu á að standa vörð um velferðarkerfið, þrátt fyrir að boða efnahagsumbætur með minni ríkisafskiptum, en í landi þar sem atvinnuleysi er sam- kvæmt opinberum tölum tæp átján prósent eru margir áhyggjufullir yfir því hvernig sparnaðaraðgerðir í ríkisrekstr- inum muni snerta þá sjálfa. Samkvæmt útgönguspánum var gert ráð fyrir að hægriflokk- arnir fengju 303 af 460 þing- sætum. Það er öruggur meirihluti, en fjórum þingsætum undir þeim tveimur þriðju þingsæta sem þeir þyrftu að ráða yfir til að geta komið stjórnarskrárbreytingum í gegn. Miðað við að þessi úrslit gengju eftir var líklegast að leið- togi Laga og réttlætis, Jaroslaw Kaczinsky, yrði forsætisráðherra. En hann hefur sagt að hann myndi ekki gefa kost á sér í embættið ef svo skyldi fara að eineggja tví- burabróðir hans, Lech Kaczynski, yrði kjörinn forseti lýðveldisins. Forsetakosningar fara fram í október og Kaczynski er sá fram- bjóðandi sem mests fylgis nýtur samkvæmd skoðanakönnunum. audunn@frettabladid.is Aron Pálmi Ágústsson: Í ney›arsk‡li í Dallas ÓVEÐUR Aron Pálmi Ágústsson er nú staddur í neyðarskýli í Dallas en hann var færður þangað vegna fellibylsins Ritu. „Mér líður ágæt- lega en ástandið er ekki svo gott. Það eru þúsundir manns hér í einu skýli og þetta er mjög erfitt,“ sagði Aron niðurdreg- inn. „Ég hef ekki enn fengið færi á að hitta fjölskyldu mína og fæ það ekki í bráð því þau þurftu að fara aftur til Houston. Þau senda mér hins vegar peninga og ég er þeim afar þakklátur.“ Aron segir veðr- inu hafa slotað en að skemmdirn- ar séu jafnframt gífurlegar. „Ég veit ekki hvenær ég kemst heim og hef enga hugmynd hvort heim- ili mitt sé óskaddað,“ segir Aron, sem að eigin sögn lætur sig dreyma um að komast bráðum til Íslands. - bog FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN Dagur B. Egg- ertsson notaði 25 tonna beltagröfu við skóflustungu að nýrri bensínstöð. Skóflustunga að bensínstöð: Sjötta stö› Atlantsolíu BENSÍNSTÖÐ Skóflustunga var tekin að nýrri bensínstöð Atlantsolíu í gær. Þetta verður sjötta bensín- stöð Atlantsolíu og er áætlað að hún verði opnuð innan þriggja mánaða. Stöðin verður með svip- uðu sniði og þær fyrri. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir þetta vera hluta af auknu samkeppnisafli sem fyrirtækið vilji veita neytendum og að forsvarsmenn Atlantsolíu sæki í að styrkja sig enn frekar á samkeppnismarkaði. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi og formaður skipulags- ráðs Reykjavíkurborgar, tók fyrstu skóflustunguna að nýju stöðinni, sem meðal annars er ætl- að að þjóna íbúum Grafarvogs, Grafarholts og Mosfellsbæjar. Stöðin mun rísa að Bíldshöfða á lóð Húsgagnahallarinnar. - jóa Öryggi, gæði og stíll ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S Y A M 2 94 96 7/ 20 05 FATNAÐUR www.yamaha.is Full búð af Nazran mótorhjólafatnaði á ótrúlega hagstæðu verði. Yamaha-búðin, Nýbýlavegi 2, 200 Kópavogi, s. 570 5300. Xtra, Njarðarbraut 19, 260 Reykjanesbæ, s. 421 1888. Toyota, Baldursnesi 1, 603 Akureyri, s. 460 4300. ARON PÁLMI Hann hefur ekki fengið að hitta fjölskyldu sína. Viðskiptaháskólinn á Bifröst: N‡tt rann- sóknarsetur HÁSKÓLI Fyrsti fundur stjórnar Rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála var haldinn á laug- ardag. Setrið starfar á grundvelli samstarfssamnings á milli félags- málaráðherra og Viðskiptaháskól- ans og er ætlað að vera miðstöð fræðilegra rannsókna hér á landi á sviði vinnuréttar og jafnrétt- islöggjafar. Þá mun rannsóknar- setrið efla tengsl rannsókna og kennslu í vinnurétti og veita nem- endum við Viðskiptaháskólann faglegan stuðning við eigin rann- sóknir. Forstöðumaður er Elín Blön- dal, dósent við skólann. - jóa SIGRI FAGNAÐ Kátt var á kosningavöku íhaldsflokksins Lög og réttlæti í Varsjá í gærkvöld. M YN D /A P HANNES SMÁRASON Prímus fjárfestir í auglýsingastofu. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR BENEDIKT VILL 7. SÆTIÐ Benedikt Geirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar. Benedikt starfar hjá Ístaki en starfaði um langt bil hjá SPRON. Benedikt hyggst leggja áherslu á íþrótta- og tómstunda- mál auk velferðarmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.