Fréttablaðið - 26.09.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 26.09.2005, Síða 12
SVISS, AP Svisslendingar sam- þykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að borgurum hinna tíu nýju aðildarríkja Evrópusambandsins yrði heimilt að leita sér að vinnu í Sviss, samkvæmt sömu skilmál- um og öðrum borgurum Evrópska efnahagssvæðisins. Um 56 af hundraði svissneskra kjósenda greiddu atkvæði með til- lögu ríkisstjórnarinnar um að opna fyrir frjálsa för vinnuafls milli Sviss og ríkjanna tíu sem gengu í Evrópusambandið og EES hinn 1. maí í fyrra, átta fyrrverandi aust- antjaldslanda og Miðjarðarhafs- eyríkjanna Kýpur og Möltu. Í Sviss var málið mjög umdeilt og því þykir samþykkt tillögunnar mikilvægur áfangi að því að tengja Sviss Evrópusamrunanum nánar. Fyrir fjórum mánuðum sam- þykktu Svisslendingar aðild lands- ins að Schengen-vegabréfasam- starfinu. Sviss er hvorki aðili að Evrópusambandinu né Evrópska efnahagssvæðinu en er nátengt því með tvíhliða samningum við ESB. Samningarnir um Schengen- aðildina og frjálsa för vinnuafls eru nýjustu viðbæturnar við þessa tvíhliða samninga. - aa FRÖNSK BÖRN Franska ríkisstjórnin hvetur Frakka til að eignast fleiri börn. STRÍÐI MÓTMÆLT Tugþúsundir manna tóku um helgina þátt í fjöldamótmælum í Washington gegn stríðsrekstri Bandaríkj- anna í Írak. Hér er mótmælendagangan við Hvíta húsið. 12 26. september 2005 MÁNUDAGUR Borgarar hinna tíu nýju aðildarríkja Evrópusambandsins mega leita sér að vinnu í Sviss: Opna› fyrir frjálsa för vinnuafls Mánudagstilboð stærstu fiskbúða landsins, þar sem úrvalið er mest. Aðeins eitt verð 890,kr/kg Allur fiskur á sama verði!! Skötuselur, lúðusneiðar, lúðuflök, fiskréttir, marineraður fiskur, siginn fiskur, reyktur fiskur, rauðspretta, steinbítur, ýsuflök o.fl. Gildir aðeins um nýjan og ferskan fisk. Gildir aðeins í dag mánudag. SÝSLUMENN Lárus Bjarnason lætur af embætti sýslumanns á Seyðis- firði í næsta mánuði og tekur hann við starfi hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður í Ólafsfirði, verður sett í embætti sýslumanns á Seyð- isfirði í stað Lárusar 15. október næstkomandi og mun Ástríður flytjast búferlum austur. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins verður nýr sýslumaður ekki skip- aður í hennar stað í Ólafsfirði, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, heldur mun sýslumannsembættið í Ólafsfirði falla undir Björn Jósef Arnviðarsson, sýslumann á Akur- eyri. Þrjú sýslumannsembætti eru nú á Eyjafjarðarsvæðinu: Á Akur- eyri, Siglufirði og í Ólafsfirði. Sameinist þessi þrjú sveitarfélög, í kjölfar sameiningarkosninganna 8. október, er ljóst að sýslumanns- embættin á Siglufirði og í Ólafs- firði verða lögð niður með sama hætti og sýslumannsembættið í Neskaupstað var lagt niður með sameiningu Eskifjarðar, Reyðar- fjarðar og Neskaupstaðar. - kk Hrókeringar innan sýslumannsembættanna: Ólafsfir›ingar missa s‡slumann SÝSLUMAÐURINN Á AKUREYRI Björn Jósef Arnviðarson mun sinna embættiskyldum í Ólafsfirði og á Akureyri. Frönsk stjórnvöld sporna gegn fólksfækkun: Frakkar hvattir til a› eignast flrjú börn FRAKKLAND, AP Franska ríkis- stjórnin hvetur landa sína til að eignast þriðja barnið, en láta ekki staðar numið eftir tvö eins og flestar franskar fjölskyldur gera nú. Hefur stjórnin ákveðið að bjóða aukna fjárhagslega að- stoð fyrir fjölskyldufólk. Foreldrum sem taka sér launa- laust leyfi eftir fæðingu þriðja barnsins mun bjóðast 750 evrur, eða rúmar 56.000 krónur, á mánuði í eitt ár, tilkynnti Dominique de Villepin forsætisráðherra í gær. Foreldrar geta átt von á þess- ari fjárhagsaðstoð frá og með júlí 2006. „Við verðum að gera meira til að gera frönskum fjölskyldum kleift að eiga eins mörg börn og þær vilja,“ sagði forsætisráðherrann. Að meðaltali eignast hver frönsk kona 1,9 börn á ævinni. Hver kona þarf að eiga 2,07 börn til að ekki verði fólksfækkun í landinu. Sérfræðingar segja að fólksfækkun geti leitt til þjóð- félags- og fjárhagslegra vand- ræða vegna of margra ellilífeyris- þega. - smk VELKOMIÐ VINNUAFL Verkafólk af ýmsu þjóðerni vinnur að melónu- uppskeru í Seegräben í Sviss.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.