Fréttablaðið - 26.09.2005, Side 25

Fréttablaðið - 26.09.2005, Side 25
7MÁNUDAGUR 26. september 2005 220 Hafnarfj.: Verönd úti af stofu með hitalögn Klettahraun 21: Þriggja herb. einbýlishús á einni hæð með bílskúr og fallegum garði. Lýsing: Gengið er inn í flísalagða forstofu og inni af henni er flísalögð gestasnyrting. Innangengt er í flísalagt þvottahús með sturtu. Þvottahúsið er með sérinngangi og einnig útgangi á baklóð. Inni af þvottahúsi er búr. Hol er flísalagt og einnig eldhús sem er með snyrtilegri eldri innréttingu og borðkróki. Stofa og borðstofa eru flísalagðar og útgangur er út á verönd. Sjónvarpsholið er parkettlagt. Herbergjagangur er parkettlagður með útgangi í garð. Rúmgott hjónaherbergi og barnaherbergi eru parkettlögð. Baðherbergi er flísalagt með innréttingu og glugga. Úti: Við húsið er hellulögð innkeyrsla og 40,9 fm bílskúr með hurðaopnara, rafmagni og geymslu- lofti. Úti af stofunni er falleg steypt verönd með hitalögn. Garðurinn er fallegur og í góðri rækt. 112 Reykjavík: Raðhúsaíbúð á góðum stað Fífurimi 48: Fjögurra til fimm herbergja íbúð á tveimur hæðum og með risi. Lýsing: Komið er inn í forstofu með ljósum flísum og fatahengi, þaðan er gengið inn í parkettlagt hol og inn á stuttan gang. Á ganginum er snyrtilegt gestasalerni og gegnt því er þvottahús með dúk á gólfi, hvítri innréttingu og vaski. Vinstra megin við holið er borðkrókur og inni af honum er gott eld- hús. Ljós innrétting er í eldhúsinu og gólfið er flísa- lagt. Á hæðinni er einnig rúmgóð stofa með park- etti á gólfum og stórum gluggum í skála. Úr stof- unni er gengið út í garðinn. Milli borðstofu og stofu er stór viðarstigi upp á aðra hæð. Á efri hæðinni eru þrjú góð svefnherbergi, öll með dúkum á gólf- um og fataskápum. Á hæðinni er einnig stórt flísa- lagt baðherbergi með baði og sturtuklefa. Af stiga- pallinum er fellistigi upp í rúmgott risherbergi með parketti og glugga. Í öllum svefnherbergjunum, nema einu, er tengi fyrir sjónvarp. Úti: Garður er við húsið bæði að norðan og sunn- an. Annað: Stutt er í skóla og alla þjónustu. Verð 29,9 milljónir Fermetrar 131,2 Fasteignasala: DraumahúsVerð: 42,9 milljónir Fermetrar: 192,8 Fasteignasala: Höfði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.