Fréttablaðið - 26.09.2005, Page 42

Fréttablaðið - 26.09.2005, Page 42
24 26. september 2005 MÁNUDAGUR Haustið er komið með alla sína liti og borgin skartar sínu fegursta. Haustlitirnir stalda stutt við og það er um að gera að njóta þeirra áður en veturinn hrifsar þá í burt. Græni liturinn þarf nú að víkja. Haustið er komið og öll litaflóran er stigin niður í gróðurinn sem ævintýra- legur prýðir umhverfi okkar um þessar mundir. Á meðan veður er gott er að sjálfsögðu kjörið að ganga um skógarstíga og njóta náttúrunnar. Haustlitirnir eru hverfulir og geta þeir fokið út í veður og vind á einni nóttu. Stoltir garðeigendur ættu að gefa sér tíma til að sitja í garðinum, þó ekki væri nema til þess eins að stara á trén og fylgjast með þeim óhjákvæmilegu breytingum sem tíminn leiðir þau í gegnum. Eða grípa fallandi lauf og gera úr þeim listaverk, í sam- vinnu við yngstu meðlimi fjölskyldunnar. Reyniberin af trjánum er tilvalið að klippa af og búa til úr þeim kransa, eða jafnvel geyma í frysti til jóla – og leika þannig á tímann. Haustið kemur og fer og besta leiðin til að hægja á því er að standa kyrr og fylgjast með. Forvitin auglýsingaskilti kíkja í gegnum trén. Gráleit háhýsin svífa yfir fallegum trjátoppum.Rauðbrúnn runni undir bláum himni. Litríkur runni við gömlu rafstöðina í Elliðaárdalnum. Haustið í allri sinni dýrð. Enginn hundur liggur þarna í leyni. Björt laufblöð kíkja upp yfir grindverkið. Myndir: E.Ól. fiegar regnboginn dansar í trjánum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.