Fréttablaðið - 26.09.2005, Side 59

Fréttablaðið - 26.09.2005, Side 59
Þótt aðalhlutverk brúa sé að bæta samgöngur með því að brúa bil milli tveggja áfangastaða geta þær líka verið hin mestu lista- verk. Oft eru þær snilldarlega hannaðar og arkítektar leggja oft mikinn metnað í að hanna framúr- stefnulegar og glæsilegar brýr. Víða um heim eru til frægar brýr sem allir þekkja og margar þeirra hafa staðið árum saman. Þær bera vitni um góða verkfræði- kunnáttu og hæfileika hönnuða sinna sem hafa margir hverjir fyrir löngu kvatt þennan heim. Hér eru nokkrar heimsfrægar brýr sem eru í hópi frægustu mannvirkja heims. 41MÁNUDAGUR 26. september 2005 Br‡r yfir bo›aföllin Golden Gate-brúin við San Francisco í Bandaríkjunum er ein frægasta brú veraldar. Hún var reist árið 1937 og er 2,7 kílómetrar á lengd. Tower-brúin í London er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Hún var reist árið 1894. Brúin við höfnina í Sydney í Ástralíu. Brúin er 134 metrar á hæð og rúmlega kílómetri á lengd. Hún var reist árið 1932. Akashi Kaiko-brúin í Japan tengir Awaji-eyjuna við meginlandið. Brúin er tæpir fjórir kílómetrar að lengd og er lengsta hengibrú veraldar. Hún var byggð árið 1998. Brooklyn-brúin í New York er tæpir tveir kílómetrar á lengd. Hún er mikið mannvirki og teygir sig 83 metra til himins. Brúin var byggð í áföngum og var lokið árið 1883.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.