Fréttablaðið - 26.09.2005, Side 87

Fréttablaðið - 26.09.2005, Side 87
MÁNUDAGUR 26. september 2005 27 410 4000 | landsbanki.is Launavernd Hvað treysta margir á þig? Ertu búinn að tryggja þér og fjölskyldunni áframhaldandi laun komi til tekjumissis vegna fráfalls, sjúkdóma eða starfsloka vegna aldurs? Skynsemin segir þér hvað er rétt að gera. Ekki hugsa málið – kláraðu það! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 28 24 9 0 9/ 20 05 Hilmir Snær Guðnason fer á kost- um sem Charlotte von Mahlsdorf í nýju bandarísku leikriti, sem frumsýnt verður í Iðnó á föstu- daginn kemur. Hann leikur þar að auki 34 önnur hlutverk í einleikn- um, sem heitir Ég er mín eigin kona og er eftir Doug Wright. Leikritið hefur hlotið fjölda verðlauna vestra, þar á meðal bæði Pulitzer-verðlaunin og Tony- verðlaunin sem besta leikrit árs- ins 2004. Leikritið byggir á sann- sögulegum atburðum og er aðal- persónan hin þýska Charlotte von Mahlsdorf, sem fæddist drengur en ákvað að lifa lífi sínu sem kona. Höfundur verksins, Doug Wright, er jafnframt ein af aðal- persónum verksins en alls birtast á sviðinu 35 persónur, allar leikn- ar af Hilmi Snæ. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Baldursson og er þetta fyrsta sýningin sem nýtt leikhús þeirra Stefáns og Hilmis, leikhús- ið Skámáni, stendur fyrir. Þýðandi er Guðni Kolbeinsson, leikmynd gerir Gretar Reynisson, lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson og búninga gera Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og Mar- grét Einarsdóttir. Sýningin er unnin í samvinnu við Menningar- og listastofnun Kormáks og Skjaldar og verður sýnd í Iðnó fram eftir hausti. Ég er mín eigin kona HILMIR SNÆR Leikur Charlotte von Mahlsdorf í einleiknum Ég er mín eigin kona, sem frumsýndur verður í Iðnó á föstudagskvöld. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Ítalski harmonikuleikarinn Renzo Ruggieri heldur tónleika í Salnum í Kópavogi ásamt Eyþóri Gunnarssyni, Róbert Þórhallssyni og Erik Ovick. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.30 Hrafnkell Sigurðsson mynd- listarmaður flytur fyrirlestur um eigin verk í Listaháskólanum í Laugarnesi, stofu 024.  17.15 Doktor Leó Kristjánsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísinda- stofnun Háskólans, flytja erindi sem hann nefnir "Silfurberg, raunvísindi og Albert Einstein" á fræðslfundi Hins íslenska náttúrufræðifélags í Öskju. ■ ■ SAMKOMUR  20.00 Á evrópska tungumáladag- inn verður ljóðakvöld í Alþjóðahús- inu á 1. hæð. Yfirskriftin er "Uppá- halds ljóðið mitt". Öllum er velkomið að flytja ljóð á hvaða tungumáli sem er og segja frá því. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Mánudagur SEPTEMBER

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.