Fréttablaðið - 26.09.2005, Síða 91

Fréttablaðið - 26.09.2005, Síða 91
Glæpamyndin Sin City vakti verð- skuldaða athygli þegar hún kom fyrir sjónir bíógesta í sumar. Gagnrýnendur kepptust við að hlaða myndina lofi enda hafði hún allt til að bera sem góð glæpa- mynd þarf að hafa; flottar persón- ur, stílfært útlit, ruddalegt ofbeldi og svalan söguþráð. Um 20.000 manns sáu Sin City í kvikmyndahúsum á Íslandi en of- beldið í henni og hátt aldurstak- mark kom í veg fyrir að hún gæti keppt við vinsælustu myndir sum- arsins. Sin City kemur út á mynd- bandi og DVD í dag, aðdáendum myndarinnar til mikillar ánægju. Aukaefni er að vísu skorið niður við nögl en myndinni fylgja bíótreilerar og stutt mynd um gerð Sin City þar sem leikstjór- arnir Robert Rodriguez og Frank Miller leggja orð í belg ásamt helstu leikurum, þeim Jessicu Alba, Mickey Rourke, Bruce Will- is og Clive Owen. Þá fer gestaleik- stjórinn Quentin Tarantino einnig mikinn en hann leikstýrði einu atriði í myndinni. Sin City er byggð á þremur myndasögum Franks Millers um líf og dauða glæpamanna, vændis- kvenna og hjartahreinna töffara í lastabælinu Basin City. Leikstjór- arnir völdu þann kostinn að breyta kvikmyndinni í mynda- sögu frekar en öfugt. Árangurinn er hreint út sagt stórkostlegur og það er almennt talið að aldrei hafi myndasaga verið færð yfir á hvíta tjaldið með jafn mikilli virðingu fyrir efniviðnum. ■ Mörgæsirnar missa af Óskarnum Það hefur vakið nokkra undrun og jafnvel reiði í Frakklandi að heimildarmyndin The March of the Penguins verði ekki tilnefnd sem framlag Frakklands til Ósk- arsverðlaunanna í flokki bestu er- lendu myndarinnar. The March of the Penguins er heimildarmynd um líf mörgæsa sem hefur farið sigurför um heiminn, ekki síst þar sem mörgæsirnar þykja ótrú- lega mannlegar og heillandi í sínu náttúrulega umhverfi. Engin frönsk mynd hefur gengið betur í miðasölu í Bandaríkjunum en myndin hefur þegar skilað sjötíu milljónum dollara í kassann þar í landi. Það sem vekur enn meiri undrun er að myndin Joyeux Noel, eða Gleðileg jól, sem Frakk- ar ætla að tilnefna til Óskarsverð- launa, er ekki enn komin í al- menna dreifingu. Myndin fjallar um frægt vopnahlé á milli Breta og Þjóðverja í fyrri heimstyrjöld- inni en þá lögðu menn niður vopn, stigu upp úr skotgröfunum og spiluðu fótbolta á jólunum. Gleðileg jól var sýnd í Cannes í vor og vakti nokkra athygli en með eitt aðalhlutverkanna í henni fer Íslandsvinurinn Gary Lewis sem fór á kostum í Niceland eftir Friðrik Þór Friðriksson. Mörgæsamyndin er þó ekki með öllu úr leik þar sem talið er nær öruggt að hún muni í það minnsta keppa um Óskarinn sem besta heimildarmyndin. ■ Tímalaus snilld Þrjátíu ár eru síðan taugaveiklaði hótelstjór- inn Basil Fawlty birtist sjónvarpsáhorfendum í gamanþáttunum Fawlty Towers, eða Hótel Tinda- stóli eins og þættirnir nefndust þegar þeir voru sýndir í íslensku sjón- varpi. Þættirnir eru enn í endursýningum og þykja með því allra besta sem hefur verið gert í bresku sjónvarpsgríni. Fyrsti þátturinn í Fawlty Towers seríunni var frumsýndur hjá BBC 2 hinn 19. september árið 1975 og þættirnir eiga því þrjátíu ára af- mæli um þessar mundir. Þættirnir áttu sér stað á litlu hóteli í Torqay og hverfðust um taugaveiklaða eig- andann og hótelstjórann Basil Fawlty sem barðist við að halda rekstrinum gangandi í stöðugu stríði við óþolandi eiginkonu sína, Sybil, sem virtist þrátt fyrir alla sína vankanta yfirleitt geta greitt úr verstu flækjunum sem Basil kom sér í. Það auðveldaði ekki líf Basils að þjónninn og hans helsta hjálpar- hella, Spánverjinn Manuel, kunni litla ensku og tókst að misskilja flest og klúðra hinu. Herbergis- þernan Polly var svo eina sæmilega heilbrigða manneskjan á hótelinu og gerði allt sem í sínu valdi stóð til að halda Basil frá hörmungum. Afsprengi Monty Python Persóna Basils er runnin undan rifjum leikarans John Cleese sem gerði hann svo algerlega ódauð- legan í frábærri túlkun sinni. Sagan segir að árið 1971 hafi Cleese dvalið á hóteli í Devon ásamt hinum félögum sínum úr Monty Python’s Flying Circus sjónvarpsþáttunum. Hótelstjór- inn þar var geðstirður og leiðin- legur og Cleese sá strax spaugi- legu hliðarnar á honum þannig að þegar BBC fór þess á leit við hann að hann skrifaði nýja gamanþætti fyrir sjónvarp varð Basil Fawlty til. Cleese skrifaði handritið að Fawlty Towers ásamt þáverandi eiginkonu sinni Connie Booth sem tók svo að sér hlutverk hinn- ar ráðagóðu Pollyar. „Þegar við byrjuðum bjó Connie til persónur Sybil og Pollyar en við skópum Basil sam- an,“ sagði Cleese í nýlegu viðtali. „Við áttum það til að tryllast úr hlátri yfir því hversu ömurlega tilveru við vorum að skapa honum.“ Prunela Scales, sem fór með hlutverk eiginkonunnar Sybil, segir tökurnar hafa verið erfiðar en ánægjulegar en Cleese hafi verið mjög upptekinn af því að leikararnir kæmu texta sínum rétt til skila. „Hver þáttur var tekinn upp á einni viku, þannig að þetta var þrælavinna en það var frábært að vinna með John og Connie,“ segir Scales. „Þau skrifuðu tólf þætti um tólf hluti sem fóru í taugarnar á þeim við hótelrekstur. Þetta var skrifað af svo mikilli ástríðu vegna þess að þau voru í raun öskureið yfir þessum hlutum.“ Basil eldist vel Fawlty Towers hefur staðist tím- ans tönn og þættirnir eru enn jafn fyndnir nú og þeir voru fyrir þremur áratugum. Sjónvarpssér- fræðingar segja skýringuna liggja í gæðum handritsins, það sé ekki einu einasta orði ofaukið í Fawlty Towers og persónur eins og Basil Fawlty endist einfald- lega von úr viti. „Fawlty Towers gæti átt sér stað hvenær sem er og ekkert endilega fyrir þrjátíu árum,“ segir Alison Graham hjá Radio Times. „Þetta er eins með One Foot in the Grave og The Office. Þessir þættir hefðu getað slegið í gegn bæði fyrir þrjátíu árum eða í síðustu viku.“ Það þykir heldur ekki hafa skemmt fyrir þáttunum að Cleese ákvað að hætta á toppnum eftir tólf þætti. „Ég held að þættirnir væru ekki jafn sérstak- ir ef þeir gengju enn þann dag í dag,“ segir Graham. „Við vorum ekki orðin þreytt á þeim og þegar þættirnir hættu vildi fólk fá að sjá meira.“ En hvað væri Basil að gera í dag, þrjátíu árum eftir að hann opnaði Hótel Tindastól almenn- ingi? „Enn að reyna að reka hótel og klúðra því algerlega,“ segir skapari hans, John Cleese. ■ BASIL OG MANUEL Hótelstjórinn geð- stirði tók yfirleitt reiði sína og vonbrigði út á hinum lánlausa Manuel sem var oft- ar en ekki sleginn leiftursnöggt í höfuðið. Sin City á DVD MÖRGÆSIRNAR Þykja ákaflega mannlegar og hafa slegið í gegn í nýrri heimildarmynd. SIN CITY Þetta tæknilega meistarastykki kemur út á DVD í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.