Fréttablaðið - 29.09.2005, Page 1

Fréttablaðið - 29.09.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 ÞYKKNAR UPP sunnan og vestan til þegar líður á daginn og fer að rigna í kvöld. Skúrir eða slydduél á Norður- og Austur- landi. Hvassviðri í kvöld sunnan og vestan til. Hlýnandi veður. VEÐUR 4 FIMMTUDAGUR 29. september 2005 - 262. tölublað – 5. árgangur Flugvöllinn áfram Ólafur F. Magnúson borgarfulltrúi seg- ir að í stað þess að flytja innanlands- flugið frá Reykjavík sé skynsamlegra að haga málum þannig að hófleg upp- bygging eigi sér stað í norðurhluta Vatns- mýrarinnar og halda eftir flugvelli í suður- hlutanum. UMRÆÐAN 26 Ástarfleyið trekkir að Um 400 manns sóttust eftir því að komast að sem farþegar á Ástar- fleyinu. Verið er að velja keppendur. FÓLK 54 Fékk hrærivél í sjötugsafmælisgjöf GUÐRÚN HELGADÓTTIR Í MIÐJU BLAÐSINS • tíska • heilsa • heimili ▲ Matargúru ritst‡rir n‡rri heimasí›u Gestgjafans NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR MATUR 46 ▲ VEÐRIÐ Í DAG ískaldur Léttur öllari ROYAL Nýr Faxe Fjölmiðlar skipta um andlit Mannabreytingar á fjölmiðlum landsins, þar sem RÚV og Stöð 2 berjast um bestu bitanna, minna helst á félagaskipti knattspyrnumanna. FÓLK 48 Dýraverndunarsinnar: Gruna›ir um líkfljófna› BRETLAND Lögregla í Bretlandi hefur handtekið fimm manns í tengslum við rán á líki hinnar 82 ára gömlu Gladys Hammond. Líkinu var rænt úr kirkju í Staf- fordskíri í október 2004. Þrír karlar og kona eru grunuð um samsæri og önnur kona er sökuð um að hafa ráðist á lögreglu- menn. Hammond var ættingi fólks sem rak eldisstöð fyrir naggrísi sem seldir voru til tilraunastofa víðs vegar um Bretland. Mikla athygli vakti þegar lík- inu var stolið og voru þá dýraverndunarsinnar strax grunaðir. Enda kom fljótlega í ljós til að tilgangurinn með því að stela líkinu var tilraun til að kúga eigendur eldisstöðvarinn- ar til að hætta rekstrinum. Eldisstöðinni var svo lokað í ágúst síðastliðnum eftir að eigendunum hafði borist fjöl- margar hótanir frá öfgasinnuð- um dýraverndunarhópum. ■ Sigurjón Sighvatsson í viðræðum um meirihlutakaup á dönsku fasteignafélagi: Átta milljar›a fasteignafélag VIÐSKIPTI Fasteignafélag í eigu Sig- urjóns Sighvatssonar mun, ef samningar nást þar um, kaupa meirihluta í dönsku fasteignafélagi sem á um 150 íbúðir, verslunar- og skrifstofuhúsnæði og byggingar- land í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Sigur- jón nú í Kaupmannahöfn þar sem viðræður vegna kaupanna eru á lokastigi en gert er ráð fyrir því að gengið verði endanlega frá þeim um helgina. Danska félagið, sem er í eigu einstaklinga, er metið á um átta milljarða íslenskra króna og er ekki skráð á markað. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru það Íslandsbanki í Lúx- emborg og Íslandsbanki hér heima sem vinna að fjárfestingunni með Sigurjóni en félag Sigurjóns og fjöl- skyldu hans, Heimiliskaup ehf., mun fjárfesta í danska félaginu. Eignir danska félagsins eru einkum í hjarta Kaupmannahafnar. Íslendingar hafa að undan- förnu verið umsvifamiklir í Kaup- mannahöfn og er skemmst að minnast kaupanna á verslunar- miðstöðvunum Magasin Du Nord og Illums auk raftækjaverslan- anna Merlin. - hb FRÁ KAUPMANNAHÖFN Sigurjón Sighvatsson vill kaupa danskt fasteignafélag með eignir í Kaupmannahöfn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN S . LEIKSKÓLAMÁL „Vandamál við að manna leikskólana okkar eru óþekkt og enginn þeirra hefur staðið frammi fyrir því að þurfa að loka deildum,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Sam- taka sjálfstæðra skóla. Samtök sjálfstæðra skóla eru regnhlífar- samtök sjálfstætt rekinna leik- og grunnskóla. Innan þeirra starfa 26 leikskólar á höfuðborgarsvæðinu sem sinna um 1500 nemendum. Margrét Pála telur að ekki sé um teljandi launamun að ræða milli starfsmanna á leikskólum samtakanna og leikskólum sem reknir eru af Reykjavíkurborg. „Við búum við ákveðið rekstrar- legt sjálfstæði sem gerir okkur kleift að hafa frumkvæði í starfs- mannahaldinu,“ segir Margrét. Hún telur að nútímaleg starfs- mannastjórnun sé lykillinn að vel- gengni skóla innan samtakanna. „Borgaryfirvöld og leikskólastjór- ar hjá borginni hafa góðan vilja til þess að leita lausna en búa ekki við sama frjálsræði og við,“ bætir Margrét við. Hún segir að reynt sé að veita starfsfólki umbun sem ekki sé þó alltaf í formi peninga. Viðvarandi vandi blasir við á mörgum leikskólum á höfuðborg- arsvæðinu. Dæmi eru um að ein- staka leikskóla vanti sjö starfs- menn til þess að geta sinnt eðli- legu starfi. Fundur var í fyrra- kvöld í leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi þar sem foreldrar, kennarar og borgarfulltrúar hitt- ust til þess að ræða stöðu mála. Guðlaugur Þór Þórðarson borgar- fulltrúi sat fundinn. „Það er aug- ljóst að hér er um neyðarástand að ræða sem við verðum að vinna bug á hið fyrsta,“ segir Guðlaug- ur. Hann segir stjórnmálamenn hafa gert of lítið úr vandanum og brugðist of seint við. Hann ítrekar að þessi gagnrýni beinist ekki að starfsfólki skólanna, sem nú um stundir vinni gott starf undir erf- iðum kringumstæðum. - saj Sjálfstæ›ir leikskólar eru fullmanna›ir Leikskólar Reykjavíkurborgar búa vi› skort á starfsfólki og lokanir á deildum. Á sama tíma hefur sjálfstætt reknum leikskólum tekist a› halda sínu starfs- fólki og ekki hafa or›i› truflanir á starfi fleirra. Þingforseti brýtur lög: Sekur um samsæri WASHINGTON, AP „Ég hef ekkert gert af mér. Ég er saklaus,“ sagði repúblikaninn og þingmaðurinn Tom DeLay á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Washington í gær. DeLay þurfti að yfirgefa stöðu sína sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær eftir að kviðdómur í Texas úrskurðaði hann sekan um samsæri og lög- brot í fjármögnun kosninga- baráttu sinnar. DeLay gagnrýndi saksóknar- ann Ronnie Earle harðlega og kallaði hann meðal annars öfga- mann. „Okkar verk í Texas er að ákæra þá sem gerast brotlegir um misnotkun á valdi sínu og upplýsa almenning um þess hátt- ar mál,“ var svar Earles við gagn- rýninni. Delay er fyrsti deildar- forseti sem þarf að segja af sér í meira en hundrað ár. - saj TOM DELAY FYRRVERANDI ÞINGFORSETI DeLay gengur til fundar við flokksfélaga sína í Repúblikanaflokknum í Washington í gærkvöld eftir að hafa tilkynnt afsögn sína á blaðamannafundi. Kviðdómur í Texas úrskurðaði DeLay sekan um samsæri og lögbrot við fjármögnun kosningabaráttu. M YN D /A P Svona á að spila vörn Fylkismenn, undir stjórn Sigurðar Vals Sveinssonar, eru að spila bestu vörnina í DHL-deild karla ef marka má stöðu mála eftir þriðju umferðina sem fór fram í gær. Fram er eina taplausa liðið. ÍÞRÓTTIR 35

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.