Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 6

Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 6
6 29. september 2005 FIMMTUDAGUR Skrifstofum góðgerðafélaga á Vesturbakkanum lokað í aðgerðum Ísraelsmanna: Enn fljarma Ísraelar a› Hamas GAZA-BORG, AP Ísraelsher hélt áfram hernaðaraðgerðum sínum í gær gegn herskáum Palestínumönnum. Ísraelar segja hörkuna nauðsynlega en Hamas telur að verið sé að veikja samtökin í pólitísku tilliti. Frá því að eldflaugum var skotið á sunnudaginn frá Gaza yfir landa- mærin að Ísrael hefur Ísraelsher ráðist gegn uppreisnarmönnum með oddi og egg, enda þótt samtök- in Heilagt stríð og Hamas hafi þeg- ar sagst ætla að láta af árásum. Síð- ustu daga hefur eldflaugum verið skotið á valin skotmörk í Gaza-borg þannig að rafmagnslaust hefur verið í borginni og í gær var skotið úr fallbyssum á hús uppreisnar- manna. Á sama tíma var skrifstof- um ýmissa samtaka lokað á Vestur- bakkanum en þau eru sökuð um að styrkja fjölskyldur sjálfsmorðs- sprengjumanna. Ísraelsk stjórnvöld segja aðgerð- irnar séu nauðsynlegar til að koma á reglu í landinu. Í fyrradag gekk Shaul Mofaz varnarmálaráðherra svo langt að hóta leiðtogum Hamas að þeir gætu orðið næstu skotmörk hersins. Hamas-liðar telja að Ísrael- ar séu að nota tækifærið og ganga milli bols og höfuðs á samtökunum fyrir kosningarnar á palestínsku heimastjórnarsvæðunum í janúar en þar er Hamas spáð góðu gengi. - shg Álftnesingar deila um leigu húsnæðis fyrir bæjarskrifstofu: Bæjarskrifstofa á hjúkrunarheimili SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar Álfta- ness greinir á um þá fyrirætlan að leigja húsnæði af hjúkrunar- heimilinu Eir til fjörtíu ára fyrir bæjarskrifstofu og bókasafn. Eir er nú að fara að byggja ör- yggisíbúðir og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara. „Grundvallaratriðið er að með í þessari vinnu er sam- nýting húsnæðis með Eir,“ segir Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi. Með þessum samningi sér hann fram á að fundaraðstaða, símakerfi, tölvukerfi og geymslur nýtist báðum aðilum og því sé þetta hagkvæmur kostur. Kristján Sveinbjörnsson, fulltrúi minnihluta sveitar- stjórnar á Álftanesi, segir þetta ekki vera rétt, heldur muni það kosta bæjarfélagið 240 milljónir næstu fjörutíu ár að leigja frek- ar en að byggja sjálft sambæri- legt húsnæði. „Miðað við samningsdrögin er ekki hægt að segja upp þess- um leigusamningi,“ segir Krist- ján. Sveitarstjórnin mun taka ákvörðun um hvort leigt verði á fundi sveitarstjórnar 11. októ- ber. - grs Umbo›sma›ur spyr forsætisrá›herra Umbo›sma›ur Alflingis ætlar ekki a› taka fyrir hugsanlegt vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar vi› einkavæ›ingu Búna›arbankans. Engu a› sí›ur hefur hann sent forsætisrá›herra bréf og vill fá svör vi› nokkrum spurningum. EINKAVÆÐING Umboðsmaður Al- þingis hefur ritað forsætisráð- herra bréf og spurt hann tiltek- inna spurninga um verklag og lagaumgjörð einkavæðingar ríkis- fyrirtækja. Bréfið er ritað í kjölfar ábend- inga þingflokksformanna Sam- fylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins til umboðs- manns í sumar, en þær varða fyrst og fremst hæfi Halldórs Ás- grímssonar forsætisráðherra til þátttöku í söluferli Búnaðarbank- ans á sínum tíma. Umboðsmaður telur ekki til- efni til þess að taka hæfi forsætis- ráðherra til sérstakrar athugunar en spyr forsætisráðherra engu að síður nokkurra almennra spurn- inga um einkavæðingaferlið. Umboðsmaður telur að lög- formleg staða bæði ráðherra- nefndar og Framkvæmdanefndar um einkavæðingu sé óljós og spyr hvort áform séu um að bæta þar úr með lagasetningu. Í öðru lagi vísar umboðsmaður til stjórnsýslulaga og óskar eftir upplýsingum um það hvort ráð- gert sé að endurskoða efni þeirra reglna sem gilda um útboð og sölu ríkisfyrirtækja þannig að staða þeirra sem að sölunni koma verði gerð skýrari. Í þriðja lagi spyr umboðsmað- ur um mögulegt vanhæfi við einkavæðinguna og hvort fylgt hafi verið einhverju verklagi við upplýsingagjöf um vanhæfis- ástæður af hálfu þeirra sem undirbúið hafi einkavæðinguna og tekið um hana ákvarðanir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að umboðsmaður bendi á að aðeins séu í gildi verk- lagsreglur um einkavæðingu frá árinu 1996. „Það tíðkast varla í nokkru siðmenntuðu landi að ekki skuli vera lögfest eitthvað um verksvið, vald og ábyrgð ráð- herranefndarinnar annars vegar og Framkvæmdanefndar um einkavæðingu hins vegar. Það hefði verið betra að geta fylgt lög- festum reglum um verklag og gegnsæi.“ johannh@frettabladid.is Sjálfsmorðsárás konu: Sex manns bi›u bana BAGDAD, AP Ung kona, dulbúin sem karlmaður, framdi sjálfsmorðs- sprengjuárás í borginni Tal Afar í norðanverðu Írak í gær. Árásin var gerð fyrir utan ráðningarskrifstofu íraska hersins og biðu sex verðandi hermenn bana í sprengingunni. Svo virðist sem konan hafi íklæðst karl- mannsfötum þegar hún nálgaðist skrifstofuna til að blandast betur inn í hópinn. Al-Kaída í Írak hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Þetta er í fyrsta sinn sem kona fremur sjálfsmorðsárás eftir að Írak féll í hendur hernámsliðsins. Vopna er síður leitað á konum en körlum og því eiga þær auðveldara með að komast fram hjá eftirlits- stöðvum. ■ MANNSKÆTT ÓVEÐUR Rúmlega 70 hafa farist vegna Damrey. Fellibylurinn Damrey: Farinn yfir til Laos HANOI, AP 33 lágu í valnum eftir að fellibylurinn Damrey fór yfir Víetnam í gær. Alls hafa ríflega sjötíu manns látist af völdum óveð- ursins í Suðaustur-Asíu. Til viðbótar við þá 33 sem létust slasaðist fjöldi fólks þegar Damrey gekk á land í Víetnam. Gífurleg úr- koma fylgdi storminum og kom víða til flóða í kjölfarið. Varnar- garðar gáfu sig og hús fóru á bólakaf. Á meðal þeirra sem létust var tveggja ára gömul telpa. Damrey hefur undanfarna daga farið yfir Filippseyjar og suður- hluta Kína en í gær hélt hann til Laos. ■ Stjórnarmyndun í Póllandi: Vilja hra›a vi›ræ›um PÓLLAND, AP Kazimierz Marcinki- ewicz, sem væntanlega verður næsti forsætis- ráðherra Pól- lands, hét því í gær að mynda „sterka og stöðuga“ ríkis- stjórn, er hægri- flokkarnir tveir sem unnu nýaf- staðnar þing- kosningar settu sig í stellingar til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Marcinkiewicz er með yngri forystumönnum íhaldsflokksins Lög og réttlæti og er þekktur sem sérfræðingur í efnahagsmálum. Hann var óvænt tilnefndur sem forsætisráðherraefni flokksins í fyrradag. Ákvörðunin virtist miða að því að flýta fyrir stjórnar- myndunarviðræðunum við Borg- aravettvang, flokk frjálshyggju- manna. Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veit- ir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 Ertu sátt(ur) við að Davíð sé hættur í ríkisstjórn? SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt að gera parkódín lyf- seðilsskylt? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 23,4% 76,6% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Heimdallarkosningar: Bolli áfram forma›ur STJÓRNMÁL Bolli Thoroddsen var á þriðjudaginn endurkjörinn for- maður Heimdallar á aðalfundi fé- lagsins. Yfir þús- und manns greiddu atkvæði á fundinum, sem mun vera sá fjöl- mennasti í sögu félagsins. Bolli fékk 528 atkvæði í for- mannskjöri en Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson 458 atkvæði. 66 at- kvæðaseðlar voru auðir og ógildir. Tvær fylkingar tókust á í kjöri til stjórnar og náðu tíu stuðnings- menn Bolla kjöri en einn stuðn- ingsmaður Vilhjálms. - saj Bolli Thoroddsen KAZIMIERZ MARCINKIEWICZ Væntanlegur for- sætisráðherra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI GUÐMUNDUR G. GUNNARSSON Hugmyndir hans um að samnýta elliheimili og bæjarskrif- stofur eru umdeildar. GÍNANDI BYSSUKJAFTUR Eldflauga- og fallbyssuskothríð hefur dunið á Gaza-ströndinni undanfarna daga. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, FOR- MAÐUR SAMFYLKINGARINNAR Hún bendir á mikilvægi þess að umboðsmaður spyrjist fyrir um lög og reglur varðandi verklag við sölu fyrirtækja í eigu almennings. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Hæfi Halldórs hefur verið véfengt vegna vensla við einstaklinga og félög sem tengjast kaupendum Búnaðarbankans.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.