Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 10

Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 10
ÞÝSKALAND, AP Aðstoðarmenn Gerhards Schröder, fráfarandi kanslara Þýskalands úr Jafnaðar- mannaflokknum, og Angelu Mer- kel, formanns Kristilegra demó- krata, sýndu engin merki um vilja til málamiðlunar í deilunni um það hvort þeirra ætti að verða kanslari er forystumenn beggja flokka settust niður í Berlín í gær til að halda áfram þreifingum um hugs- anlegt stjórnarsamstarf. Talsmenn flokkanna sögðu við- ræðurnar að svo komnu máli að- eins myndu snúast um frekari þreifingar um stefnulega snertifleti, einkum og sér í lagi að því er varðar ríkisfjármálin. Ekki liggur fyrir enn nein ákvörðun um að flokkarnir fari út í formlegar stjórnarmyndunarvið- ræður. Merkel sagði í gær að „mörg skref“ yrði að stíga enn áður en til slíks kæmi. Meðal skil- yrða sem hún hefur sett fyrir því er að Schröder og hans menn sætti sig við að hún, sem leiðtogi stærsta þingflokksins, hefði tilkall til þess að leiða slíka ríkisstjórn. Í þýskum fjölmiðlum eru kenn- ingar um að hugsanleg lausn á „kanslaraspurningunni“ kunni að felast í því að bæði Schröder og Merkel víki fyrir þriðja manni. Sá gæti orðið Christian Wulff, vin- sæll forsætisráðherra Neðra- Saxlands úr flokki Merkel. Önnur lausn er sögð geta falist í því að Schröder og Franz Müntefering, formaður SPD, hefðu stólaskipti og Müntefering yrði varakanslari í stjórn sem einhver annar CDU- maður en Merkel færi fyrir. Þessi síðarnefnda tilgáta var tíunduð í dagblaðinu Süddeutsche Zeitung í gær, en Klaus-Uwe Benneter, framkvæmdastjóri SPD, vísaði henni á bug sem „hreinum getgát- um“. „Stefnumál okkar eru sam- tvinnuð leiðtoga okkar, Gerhard Schröder – það er ekki hægt að skilja þau að,“ sagði hann. Báðir aðilar hafa sagst eiga von á því að þreifingaviðræður haldi áfram í næstu viku, en þá verða loks endanleg úrslit þingkosning- anna ljós, þar sem á sunnudag verður kosið í því eina kjördæmi þar sem fresta þurfti kosningun- um vegna andláts eins frambjóð- andans. Skoðanakannanir benda þó ekki til að úrslitin úr þessu kjördæmi í Dresden breyti neinu um valdahlutföllin milli stóru flokkanna á þingi, þar sem CDU hefur þremur fulltrúum fleiri en SPD. audunn@frettabladid.is REYKT Í ÁRÓÐURSSKYNI Á þingi Verka- mannaflokksins sem nú stendur yfir í Brighton vakti það athygli þegar lista- maðurinn David Hockney kveikti sér í sí- garettu til að knýja á um réttindi til handa reykingamönnum. 10 29. september 2005 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vest- mannaeyjum aðfaranótt sunnu- dags eftir að hafa kvartað undan hávaða hjá nágrönnum. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum er atburðarásin óljós, en konan virðist hafa bank- að upp á í íbúðinni fyrir ofan hennar og gert athugasemdir við gleðskapinn. Það vakti ekki mikla lukku og svo fór að nokkrir gest- anna réðust að konunni og veittu henni áverka. Húsráðandi er ekki talinn hafa tekið þátt í árásinni. Málið er enn í rannsókn. Konan var lögð inn á sjúkra- hús eftir árásina og er talið að hún sé með sprungur í tveimur hryggjarliðum eftir árásina, en hún hefur nú verið útskrifuð. Lögreglan í Vestmannaeyjum vildi koma því á framfæri að fólk hefði frekar samband við lög- regluna en húsráðendur á þess- um tíma sólarhringsins, þegar allur gangur er á því hvort fólk sé þá í ástandi til að jafna ágrein- ing og óvíst hverjir séu gestir húsráðanda. - grs Félagsmálaráðherra um nýgert samkomulag: Mikil flörf fyrir leiguíbú›ir FÉLAGSMÁL „Það er mikil þörf fyrir íbúðir af þessu tagi,“ segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra um nýgert samkomulag stjórn- valda þess efnis að veitt verði lán á sérstökum kjörum til bygginga allt að 40 leiguíbúða á ári í fjögur ár. Samkvæmt samkomulaginu mun Íbúðalánasjóður veita sér- stök lán á 3,5 prósenta vöxtum til byggingar íbúðanna. Vextir af lánunum verða niðurgreiddir úr ríkissjóði, um 33 miljónir króna á ári. Lánin verða veitt þeim er leigja íbúðirnar til einstaklinga eða fjölskyldna er uppfylla skil- yrði um tiltekin tekju- og eigna- mörk. Gert er ráð fyrir að sveit- arfélög, félög fatlaðra, öryrkja og aldraðra auk námsmanna njóti forgangs innan þessa lánaflokks. Félagsmálaráðherra segir að viðlíka samkomulag hafi verið gert fyrir fimm árum. Það sé nú að renna út. „Okkur þótti árangurinn af því vera þess eðlis að ástæða væri til að framlengja það,“ segir ráð- herra og bætir við að það hafi ekki síst komið sér vel fyrir bygg- ingafélög námsmanna og fleiri slík. Vitað sé um mikil áform um fjölgun íbúða af þessu tagi. - jss Halda áfram flreifingum Forystumenn stóru flokkanna tveggja í fi‡skalandi, CDU og SPD, héldu í gær áfram vi›ræ›um um hugs- anlegt stjórnarsamstarf. Deilan um fla› hverjum beri a› lei›a slíka stjórn er enn óleyst. BURT MEÐ KARLREMBUNA Maria Rauch- Kallat, kvennamálaráðherra Austurríkis. Jafnrétti í Austurríki: fijó›söngnum breytt AUSTURRÍKI Austurríkismenn hafa ákveðið að uppræta karlrembuna í þjóðsöng landsins. Að frum- kvæði kvennamálaráðherrans Maríu Rauch-Kallat verður texta þjóðsöngsins nú breytt þannig, að línan „Ættjörð ert þú mikilla sona“ verður „Ættjörð mikilla dætra, sona“. Þá verður á öðrum stað í söngnum „bræðrakór“ breytt í „gleðikór“ og „föðurland“ í „ættjörð“. Þjóðsöngurinn var saminn fyr- ir samkeppni eftir að Austurríki varð aftur sjálfstætt ríki í kjölfar Síðari heimsstyrjaldar. Höfundur vinningstextans var kona, Paula von Preradovic, en lagið er eftir Mozart. -aa VESTMANNAEYJAR Partígestir kunnu ekki að meta kvartanir vegna hávaða. Dæmdur morðingi: Gefin banvæn eitursprauta BANDARÍKIN Yfirvöld í Indiana tóku í fyrrinótt Alan Matheney af lífi með eitursprautu en hann var dæmdur til dauða fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni árið 1989. Matheney framdi morðið þegar hann fékk átta klukku- stunda langt leyfi úr fangelsi en hann sat þá inni fyrir að hafa ráð- ist á eiginkonuna fyrrverandi, nauðgað henni og skilið eftir nær dauða en lífi. Matheney er 41. maðurinn sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum í ár og sá fimmti í Indiana en þar hafa ekki fleiri verið teknir af lífi á einu ári síðan 1938. ■ ÁRNI MAGNÚSSON Segir samkomulag um lánveitingar til byggingar leiguíbúða hafa borið góðan árangur. Ráðist á konu á sjötugsaldri í Vestmannaeyjum: Kvarta›i undan nágrönnum STENDUR FAST Á FORYSTUTILKALLI Angela Merkel, formaður CDU, setur þingflokksfund í gær, en eftir hann gekk hún til viðræðna við SPD.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.