Fréttablaðið - 29.09.2005, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 29. september 2005 13
Héraðsdómur Reykjavíkur:
D‡rt
bú›ahnupl
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur dæmdi í síðustu viku rúm-
lega fertugan karlmann fyrir
þjófnað úr Hagkaupum í Skeif-
unni.
Maðurinn var sakaður um að
hafa stolið fatnaði og búsáhöldum
að verðmæti 12.500 krónur. Við
réttarhöld hélt hann fram sakleysi
sínu og sagðist hafa ætlað að
bjarga barni sem var hætt komið á
bílastæði fyrir utan verslunina, og
hefði því farið út án þess að greiða
fyrir vörurnar. Dómara fannst
þessi útskýring hins vegar ólíkleg.
Manninum er gert að greiða
20.000 króna sekt í ríkissjóð, eða
sitja ella í fangelsi í tvo daga. Jafn-
framt þarf hann að greiða 100.000
krónur í sakarkostnað. - smk
Flutningur þjóðskrár:
fijó›skrá
ratar heim
STJÓRNMÁL Meðal þess sem rætt
var á ríkisstjórnarfundi á þriðju-
dag var flutningur þjóðskrár frá
Hagstofu til dómsmálaráðuneytis.
Það var Davíð Oddsson, sem
þangað til í gær gegndi embætti
hagstofuráðherra sem viðraði
málið.
„Það hefur verið lengi á dag-
skrá að gera þessa breytingu bæði
til hagræðis og til að styrkja
framkvæmd stjórnsýslureglna,“
segir Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra. Ef tillagan verður að
lögum flytur þjóðskráin aftur í
Skuggasund þar sem hún var áður
til húsa. - saj
LANDSPÍTALINN Atvikanefnd hefur tekið til
starfa.
Landspítalinn:
Öryggi sjúk-
linga auki›
HEILBRIGÐISMÁL Atvikanefnd hefur
verið skipuð á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi. Markmiðið með
starfi hennar er að auka öryggi
sjúklinga og starfsmanna. Hún
skal fjalla skilmerkilega um af-
brigðileg atvik í starfsemi spítal-
ans sem víkja frá því sem vænst
er og viðurkenndum starfsregl-
um, að því er segir á vefsíðu spít-
alans.
Nefndin skal eiga frumkvæði
að athugun einstakra mála en
jafnframt geta forstjóri og fram-
kvæmdastjórar lækninga og
hjúkrunar óskað eftir því að hún
skoði tiltekin málefni. Þá geta ein-
stakir starfsmenn komið ábend-
ingum til nefndarinnar. ■
Feminístafélag Íslands:
Fordæmir
vinnubrög›
LÖGREGLUMÁL Femínistafélag Ís-
lands átelur vinnubrögð lögregl-
unnar í Reykjavík sem urðu til
þess að saksóknari ákvað að láta
niður falla mál þriggja manna
sem sakaðir voru um hópnauðgun.
Konan leitaði strax til lögreglu,
sem flutti hana á neyðarmóttök-
una, og kærði hún nauðgunina í
framhaldi af því. Saksóknari féll
frá ákæru vegna skorts á sönnun-
um frá lögreglu.
„Málið er áfall fyrir fórnar-
lömb kynferðisafbrota, og sýnir
að réttaröryggi þeirra er ekki
tryggt,“ segir í tilkynningu frá fé-
laginu, sem óskar þess að vinnu-
brögð lögreglunnar verði bætt. ■
HVAÐ NÆST? 100 vísindamenn frá ýmsum
löndum spreyta sig nú í keppni um hæf-
asta vélmennið á sýningu sem fram fer í ll-
menau í Þýskalandi. Ekki er gott að segja í
hverju hæfileikar þessa vélmennis liggja.
BRETLAND, AP Jack Straw, utanríkis-
ráðherra Bretlands, varaði í ræðu á
flokksþingi breska Verkamanna-
flokksins í gær við því að framund-
an væru fleiri „myrk augnablik“ í
Írak. En hann ítrekaði yfirlýsingu
forsætisráðherrans Tonys Blair frá
því daginn áður um að útilokað
væri að breska herliðið í Írak yrði
kallað heim í bráð.
„Að byggja upp nýtt ríki hefur
aldrei verið auðvelt,“ sagði Straw
og tók þannig undir orð Blairs um
að það væri skylda Breta að verja
lýðræðið í Írak. Straw tók einnig
fram að það væri „óhugsandi“ að
beita hernaði gegn Íran til að fá
þarlend stjórnvöld til að hverfa frá
meintri kjarnorkuvígbúnaðaráætl-
un sinni.
Í ræðu sinni í fyrradag sýndi
Blair heldur ekkert fararsnið á sér,
það er hann gaf engar vísbending-
ar um hvenær hann hygðist víkja
úr forsætisráðherrastólnum. Blair
lýsti metnaðarfullri stefnuskrá rík-
isstjórnarinnar á þessu þriðja kjör-
tímabili hennar undir hans stjórn.
Virtist hann með þessu vonast til
að sá armur flokksins, sem þrýst
hefur á um að hann viki sæti fyrir
Gordon Brown innan tíðar, hefði
sig hægan. Blair er í mun að
tryggja að stjórnartíðar sinnar
verði minnst fyrir önnur og upp-
byggilegri mál en Íraksmálið. - aa
JACK STRAW Breski utanríkisráðherrann
brýndi áherslumál utanríkisstefnunnar fyrir
flokksmönnum.
Þing Verkamannaflokks:
Breski herinn áfram í Írak