Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 29.09.2005, Qupperneq 18
Rétt sameining en röng tímasetning Sameining Fjar›abygg›ar, Austurbygg›ar, Fáskrú›sfjar›arhrepps og Mjóafjar›arhrepps er rökréttur og vænlegur sameiningarkostur. Flest bendir hins vegar til a› sameining nái ekki fram a› ganga a› flessu sinni flar sem florri íbúanna hefur takmarka›an áhuga á sameiningu nú. Önnur tveggja sameiningar- kosninga á Austurlandi 8. októ- ber snýst um sameiningu Fjarðabyggðar, Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps. Fjórir kynningarfundir hafa verið haldnir og dræm aðsókn á þá endurspeglar almennt áhuga- leysi íbúa byggðarlaganna fjög- urra á kosningunum eftir níu daga. Með tilliti til íbúafjölda mættu flestir á kynningarfund- inn í Mjóafirði, eða 15 af 38 íbú- um fjarðarins. Einungis 18 mættu á fundinn á Stöðvarfirði, 16 á Reyðarfirði og 40 voru á kynningarfundinum sem hald- inn var á Fáskrúðsfirði síðast- liðinn mánudag. Sameining sveitarfélaga er nauðsynlegur undanfari þess að hægt sé að efla sveitarstjórnar- stigið, ná fram hagræðingu í rekstri og gera sveitarfélögun- um kleift að standa undir vax- andi kröfu íbúanna um aukna þjónustu. Í því ljósi er samein- ing sveitarfélaganna fjögurra fýsilegur kostur enda ásteyting- arsteinar bæði fáir og smáir. Mikinn samhljóm má finna í samfélagsgerðum Fjarðabyggð- ar og Austurbyggðar og fram- tíðarsýn íbúanna er af svipuðum toga. Þann 1. desember í fyrra bjuggu 3.175 manns í Fjarða- byggð og 873 í Austurbyggð en einungis 51 í Fáskrúðsfjarðar- hreppi og 38 í Mjóðafjarðar- hreppi. Líklegt verður að telja að sveitarstjórnarlögum verði breytt innan fárra ára í þá ver- una að fámenn sveitarfélög neyðist til að sameinast stærri sveitarfélögum. Sameiningar Mjóafjarðarhrepps og Fjarðar- byggðar annars vegar og Fá- skrúðsfjarðarhrepps og Austur- byggðar hins vegar eru því í raun fyrirsjáanlegar, hver sem niðurstaða kosninganna um aðra helgi verður. Nánast öruggt má telja að á einhverjum tímapunkti renni Fjarðabyggð, Austurbyggð, Fá- skrúðsfjarðarhreppur og Mjóa- fjarðarhreppur í eina sæng, nauðug eða viljug. En það er hins vegar afar ólíklegt að það gerist í kjölfar kosninganna eftir níu daga. Oft er deilt um skuldir og eignir sveitarfélaga í aðdraganda sameiningar en því er ekki til að dreifa eystra að þessu sinni. Tímasetningin er einfaldlega röng. Íbúar Fjarðabyggðar gengu í gegnum sameiningu fyrir sjö árum þegar Eskifjarðarkaup- staður, Neskaupstaður og Reyðarfjarðarhreppur samein- uðust og Austurbyggð varð til fyrir tveimur árum við samein- ingu Búðahrepps og Stöðvar- hrepps. Í kjölfar allra sameininga má búast við óánægju af ýmsum toga á meðal íbúanna á meðan verið er að móta nýtt samfélag þar sem kasta þarf fyrir róða gömlum hefðum og festa ný vinnubrögð í sessi. Íbúar Fjarðabyggðar eru að komast yfir þann þröskuld en vaxtar- verkirnir eru enn í Austur- byggð. Slíkar óánægjuraddir dofna og hverfa með tímanum en lengri tími þarf að líða áður en þeir óánægðu kjósa frekari sam- einingu yfir sig. Ekkert sveitarfélag á Íslandi hefur gengið í gegnum jafnmikl- ar breytingar, á jafn stuttum tíma, og Fjarðabyggð nú vegna byggingar álvers í Reyðarfirði. Álagið á stjórnsýsluna er við þolmörk og íbúarnir fullir bjart- sýni á eigin hag og sveitar- félagsins. Sameining sveitar- félaga er ekki það sem íbúar Fjarðabyggðar eru að hugsa um á þessu hausti. Þó svo að Fjarðabyggð verði afar skuldsett sveitarfélag um hríð, þá munu tekjurnar af ál- verinu og auknar tekjur í kjöl- far íbúafjölgunar, leiða til þess að Fjarðabyggð verður eitt stöndugasta sveitarfélag lands- ins í framtíðinni. Hví skyldu íbúar Fjarðabyggðar leyfa ná- grönnum sínum að sitja við kjöt- katlana þegar suðan er rétt að byrja að koma upp? Góðar samgöngur innan sveitarfélags eru einar af höfuð- forsendum þess að sameining verði ekki til þess að draga úr þjónustu við íbúanna. Með Fá- skrúðsfjarðargöngum var einu ljóni hrint úr vegi sameiningar sveitarfélaganna fjögurra en ný og betri göng á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, og göng á milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar, eru enn utan seilingar. Sameining Fjarðabyggðar, Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarð- arhrepps og Mjóafjarðarhrepps mun því að líkindum ekki ná fram að ganga að þessu sinni. Það gæti hins vegar orðið væn- legt til árangurs að bjóða upp á þennan sameiningarkost að fengnum betri samgöngum og eftir að álversævintýrið nær jafnvægi. ÓLAFUR EGGERTSSON FORMAÐUR LANDSSAMBANDS KORNBÆNDA OG BÓNDI Á ÞORVALDSEYRI. Bændur uggandi KORNUPPSKERA Í HÆTTU SPURT & SVARAÐ 18 29. september 2005 FIMMTUDAGUR Umboðsmaður Alþingis tilkynnti í gær þingflokkum stjórnarandstöðunnar að hann teldi ekki að for- sendur væru fyrir því að hann tæki til sérstakrar at- hugunar hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráð- herra til aðkomu að sölu á hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum til S-hópsins svokallaða. Stjórnarand- stöðuflokkarnir höfðu óskað eftir því að hann tæki þessi mál til umfjöllunar. Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis. Hvert er hlutverk umboðsmanns Alþingis? Í lögum um umboðsmann Alþingis segir að hann eigi að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitar- félaga. Hann eigi að tryggja rétt borgaranna gagn- vart stjórnvöldum landsins og gæta þess að jafn- ræðis sé gætt og stjórnsýslan vönduð. Í lögunum segir líka að í störfum sínum eigi umboðsmaður Alþingis að vera óháður fyrirmælum frá öðrum, þar með töldu sjálfu Alþingi. Umboðsmaðurinn hefur víðtækar heimildir til þess að rannsaka mál. Hann getur krafið stjórnvöld um upplýsingar og skriflegar skýringar og getur jafnframt óskað þess að menn séu kvaddir fyrir dómara til þess að bera vitni eftir þörfum. Hvað verður um niðurstöður umboðs- mannsins? Ef umboðsmaður Alþingis hefur tekið mál til athug- unar er honum skylt að ljúka því formlega. Hann getur ekki kveðið upp lögformlegan úrskurð, en hann getur hins vegar látið í ljós álit sitt á því hvort athöfn stjórnvalda brjóti í bága við lög eða sé að öðru leyti óvönduð. Ef hann gagnrýnir stjórnvalds- athöfn verður hann einnig að gefa leiðbeiningar um úrbætur. Ef hann telur að um lögbrot sé að ræða getur hann jafnframt gert viðeigandi yfirvöld- um viðvart. Álitsgerðir umboðsmanns Alþingis hafa leitt til þess að lög hafa verið endurskoðuð. Tryggir rétt borgaranna FBL GREINING: UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI GRUNNSKÓLANEMA SEM LÆRIR DÖNSKU Heimild: HAGSTOFAN 16 .0 69 17 .0 21 17 .7 84 18 .0 52 18 .1 59 2000 - 2001 2001 - 2002 2002 - 2003 2003 - 2004 2004 - 2005 „Vona að þessar gömlu syndir verði mér ekki að falli” DÆMDUR DÓPSALI Í BACHELOR Um þriðjungur kornuppskeru bænda á Eyjafjarðarsvæðinu er í hættu vegna snjókomu norðanlands um síðustu helgi. Hversu mikil verðmæti eru þetta sem liggja undir skemmdum? Við getum gert ráð fyrir 630 til 720 tonnum. Uppskeruverðmætið er þá á milli tólf og fimmtán milljónir króna. Er þetta stór hluti af heildarrekstr- arafkomu bændanna? Nei, en kornræktun hefur farið vax- andi og þetta hefur auðvitað töluverð mikil áhrif því menn hafa verið að spara fóðurkaup á móti þessari upp- hæð. Ef þetta skemmist þurfa bænd- ur að kaupa fóður fyrir svipaða upp- hæð. Eru bændurnir tryggðir? Nei. Það eru engar tryggingar. Trygg- ingafélögin hafa ekki boðið upp á tryggingu á uppskeru úti á velli. En svo hefur, aftur á móti, Bjargráða- sjóður stundum komið til hjálpar í svona tilfellum, en ég veit ekki hvernig það verður. KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON kk@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA UPPGANGUR Á AUSTURLANDI Vegna álversframkvæmda og skorts á vegaframkvæmdum er líklegt að sameining Fjarðabyggðar, Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóa- fjarðarhrepps verði ekki að veruleika eftir kosningarnar 8. október.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.