Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 27
Styrmir minn! Eins og þú veist, þá hef ég keypt Moggann minn daglega í áratugi. Segja má að sérhver brún liðinna daga hafi verið nátengd Mogganum. Mogginn hefur því gefið mér dagsnesti undanfarinna áratuga – með aðskildum mynd- um – bæði tímanna og mannanna. Mogginn hefur líka gefið mér pólitískar myndir – myndir, sem ýmist hafa fallið að mínum – eða ekki. Ég hef brugðist við þeim bæði í hljóði og skrifum. Oftast í hjóði. Og eitt hefur mér ávallt fundist vera á hreinu – hingað til: Með eða á móti Mogganum, þá hef ég alltaf getað treyst honum. Svo hefur mér fundist. Stundum hef ég mátt þola Mogganum óþægi- legustu andhverfu skoðana minna, eins og til dæmis varðandi ESB-aðild, gagnagrunns- og fjöl- miðlamálið. En oftar hef ég þó fundið klára samleið með kratísk- um viðhorfum Moggans í grund- vallar velferðar- og öðrum mann- úðarmálum. En nú sýnast mér komin óvænt tímamót. Tímamót tilfinninga og trúnaðar. Tímamót söknuðar og jafnvel sorgar. Því mér finnst ég hafa misst vin. Mér finnst ég hafa misst Moggann minn. Og þú, Styrmir minn, þú átt þarna sök í máli. Þú hefur sýni- lega átt þátt í því að nota Mogg- ann minn til að leggja fólk og fyrirtæki í einelti. Það er mér al- gjörlega óskiljanlegt. Þú, sem prédikar svo oft gott siðferði handa okkur hinum. Þú, sem hefur viljað vera góði tóngjafinn í íslensku þjóðlífi. En misnotar svo sjálfur Moggann minn á norna- fundum með frænda mínum og Kjartani, til að fá útrás fyrir illan ásetning ad modum Jónínu Ben. Hvað hefur eiginlega komið fyrir ykkur? Og eigendur Mogg- ans blessa svo ósómann í stað þess að syrgja með þér. Mér hefur þótt afskaplega vænt um Moggann minn – allt frá bernsku. Og því hef ég getað fyrirgefið honum margt. En Mogginn minn er nú kominn í hlutverk, sem ég sætti mig ekki við. Og því neyðist ég nú til að láta leiðir okkar skilja. Ég get ekki styrkt ykkur og Moggann í ljótri aðför að fólki og félögum, sem þið flokkið sem óvini ykkar. Þess vegna segi ég hér með upp áskrift minni að Morgunblaðinu – frá og með dagsetningu þessa bréfs.Með þökk fyrir allt gamalt og gott, Gunnar Ingi Gunnarsson. Opi› bréf til ritstjóra Morgunbla›sins 27FIMMTUDAGUR 29. september 2005 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. GUNNAR INGI GUNNARSSON LÆKNIR UMRÆÐAN BAUGSMÁL edda.is Sýning á myndum Kristínar Rögnu og ljóðum Þórarins Eldjárns úr bókinni: Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 7, 17. sept. – 7. okt. Börn sérstaklega velkomin! Ekki villast! Skemmtileg bók sem hægt er að liggja yfir tímunum saman. Þú velur þér persónu, til dæmis Kleópötru Egyptalandsdrottningu eða tunglfarann Neil Armstrong, og kemur þeim á sinn rétta stað í sögunni eftir óútreiknanlegum brautum völundarhússins. Góða skemmtun! Fullt af óvæntum uppákomum Enn ein bráðfyndin bók eftir írska rithöfundinn Roddy Doyle. Þegar Herra Mack er stungið í fangelsi fyrir vopnað rán – sem hann ætlaði sér náttúrlega aldrei að fremja – og konan hans er í óða önn að slá háleynilegt heimsmet þurfa krakkarnir að bjarga sér sjálf ... með dyggri aðstoð hundsins Hróa. Nýjar og skemmtilegar barnabækur Fornt og frægt kvæði Í Völuspá segir völva frá því hvernig heimurinn var skapaður. Hér gera Þórarinn Eldjárn og Kristín Ragna Gunnarsdóttir þetta forna og fræga kvæði aðgengilegt fyrir börn á öllum aldri í leikandi vísum og litríkum myndum. Í fuglabjarginu Rissa skríður úr egginu sínu í stóru fuglabjargi á Íslandi. Þegar líður á sumarið fljúga ungarnir hver af öðrum. Allir nema Rissa sem vill ekki læra að fljúga. Ný og stórglæsileg bók eftir Kristínu Steinsdóttur og Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur, höfunda verðlaunabókarinnar Engill í vesturbænum. 1. sæti Barnabækur 21. – 27. sept. Heilagt strí› Þá er langþráður draumur Palestínuaraba í höfn. Gasa- svæðið er nú í þeirra höndum. Mikill var fögnuðurinn; ein sneiðin enn af pínulitlu land- svæði Ísraelsmanna, svörtum fánum veifað, hleypt af byssum í sigurvímu og bænahús g y ð i n g a brennd. Þeir hafa heitið því að láta ekki staðar n u m i ð þarna. Við tökum Ísra- el „piece by piece“, það er sneið fyr- ir sneið, fyrst við gátum ekki gleypt það í heilu lagi í upphafi. Við viljum Vesturbakkann (Júdeu og Samaríu), svo viljum við Jerúsalem og eftir það Ísra- el allt. Arabar vilja enga gyð- inga fyrir botni Miðjarðarhafs það er augljóst mál. Þetta er heilagt stríð. Burt með gyðing- ana, burt með krossfarana. Það er nóg til af heilaþvegnu ungu fólki sem er tilbúið að fórna sér fyrir allah í þeirri sælu trú að þeirra bíði eilíf sæluvist á himn- um. Því fleiri sem þeim tekst að myrða því meiri sæla bíður þeirra. Já þetta er heilagt stríð! Hvenær ætlar heimurinn að sjá það og taka arabana alvarlega. Hver vill ekki láta taka sig al- varlega? Þeir eru ekki neitt að grínast, 21. öldin er öld islams segja þeir. Þeir eru bara svo tvöfaldir í roðinu allflestir að það er ekki von að krossfarar átti sig á því. Skil ekkert í Sharon að láta undan þrýstingi araba þó svo að þeir séu margfalt fleiri og eigi samanlagt um það bil 1000 sinn- um meira land en gyðingar svo ekki sé nú minnst á olíugróðann. Óþarfi fyrir hann að vera með einhverja minnimáttarkennd. Mér finnst hann standa sig eins og sönn hetja. Það er bara að átta sig á að arabar meina ekki frið; þeir meina HEILAGT STRÍÐ. Já þetta er sko ekkert grín! Höfundur er áhugamaður um málefni Ísraels. ÓLÍNA JÓHANNSDÓTTIR Ekki hægt a› réttlæta Alla jafna finnst mér mér DV vera hressilegt og vel skrifað dag- blað. Það hefur fjallað um ýmis brýn þjóðfé- lagsmál sem aðrir fjöl- miðlar þögðu um. DV sýn- ist því komið til að vera. Ég hef þó ekki alltaf verið sáttur við nærgöngulan og óvæginn fréttaflutning blaðsins. Það kann að vera vandasamt að draga mörkin á milli þess sem telst eiga erindi við lesendur og hins sem á það ekki. Við komu mína til landsins á þriðjudaginn sá ég forsíðufrétt DV 26. september. Mér finnst hún vera langt utan við það sem rétt- lætanlegt er. Um leið og ég lýsi sárum von- brigðum mínum með „fréttina“ þá vona ég að hér hafi verið um mis- tök að ræða. JÓHANNES JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.