Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 35

Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 35
7FIMMTUDAGUR 29. september 2005 Hamraborg 1-3 200 Kópavogi Gsm: 894 8404 Sænska fyrirtækið Lamm- hulst kynnir nýja framleiðslu stóla sem nefnast Imprint og eru framleiddir úr umhverfis- vænu efni sem kallast Cellu- press. Þeir fást í Epal. Cellupress nefnast pressaðar viðar- og plöntutrefjar. Þetta efni hefur aldrei verið notað áður í húsgagnaframleiðslu og er því algjör bylting á sínu sviði. Imprint-stólarnir eru því athyglisverðir enda sameinast í þeim náttúrulegt efni og hátækni- framleiðsluaðferðir. Liturinn og áferðin eru náttúruleg en lagið gefur til kynna að stólarnir hafa verið steyptir líkt og plaststólar. Hugmyndina að þeim eiga dönsku hönnuðirnir Peter Hiort- Lorenzen og Johannes Foersom sem vildu stuðla að endurnýtingu. Mismunandi plöntutrefjar gefa stólunum fjölbreytilegan lit, frá ljósum upp í dökkan. Hönnuðirnir völdu að nota furu og sellulósa sem grunn í stólskeljarnar og bættu síðan út í plöntutrefjum, til dæmis venjulegum trjáberki, kókoshnotu og eik svo hver stóll fær sinn sérstaka svip. ■ Imprint-stólarnir fást bæði með viðar- og krómfótum og þeir eru bæði með ávölum og hvössum hornum. Kosta 48.910 kr. og 38.566 krónur. Hver stóll fær sinn svip Sumir vilja marga kodda Þegar haustkuldinn klípur í tærnar á kvöldin er góð sæng gulli betri. Ekki spillir að hafa hana inni í vönduðu veri. Fatabúðin á Skólavörðustíg hefur verslað með slíka vöru í áratugi. „Góðar dúnsængur seljast alltaf vel á haustin,“ segir Karólína Sveinbjörnsdóttir sem er öllum hnútum kunnug í Fatabúðinni enda hefur hún rekið hana frá 1998 og er búin að vera þar við- loðandi miklu lengur því faðir hennar eignaðist verslunina 1958. Hún tínir til danskar sængur stoppaðar með hvítum gæsadúni og kodda í stíl. Bendir líka á ullar- sængur og ullarkodda sem hún mælir sérstaklega með fyrir þá sem eru með liðverki og gigt. „Þessar sængur eru frá Hefel í Austurríki sem er stórt fyrirtæki þar og þær eru úr fyrstu ull sem klippt er af lömbum sem ganga úti. Ytra byrðið er úr bómull og þetta eru sængur sem anda vel og þola þvott á 60 gráðum. Mjög vönduð vara,“ segir Karólína s a n n - f æ r - andi. Frá Hefel á hún líka góðar gervisængur og kodda sem hún segir þó seljast betur á sumrin. Tvíbreiðar sængur á hún líka og fyrir utan einstaklingssængur í hefðbundinni tveggja metra lengd á hún bæði styttri og lengri gerðir. Þær styttri eru 1,40 m og þær löngu 2,20 m. Sængurverin og koddaverin eru til í hundraðavís, einlit í ýms- um litum, mynstruð og rósótt. Mörg þeirra eru saumuð hjá Fata- búðinni. „Yfirleitt flytjum við öll efnin inn sjálf og látum sauma úr þeim hér, einkum gæðaefni eins og damask, bómullarsatín og lyocell sem er náttúruvænt efni með marga góða eiginleika,“ segir Karólína og bætir við að saumað sé eftir pöntunum líka. „Þá er hægt að fá aukakoddaver úr sama efni því sumir vilja hafa marga kodda,“ segir hún. Einnig má geta þess að í Fatabúðinni er rúmfatn- aður merktur með útsaumuðum stöfum ef óskað er. gun@frettabladid.is Þetta svart/hvíta sængurverasett er með kínverskum útsaumi. Haustlitirnir fara vel í sængurfötum líka. Glæsilegt bómullarsatínsett í rauðu og svörtu. Ljós og fínleg rúmföt í ýmsum tónum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.