Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 36
8 29. september 2005 FIMMTUDAGUR Rau› lilja í fiverholti Steinunn Marínósdóttir, eigandi blómaverslunarinnar Rauð lilja. Svo virðist sem fáar hverfis- búðir séu eftir í Reykjavík á tímum stórkaupmanna. Þannig er það í það minnsta við fyrstu sýn en stundum þarf einfaldlega að opna aug- un aðeins betur. Blómaversl- unin Rauð lilja er í Þverholti og vilja eigendur hennar endurvekja rómað andrúms- loft smáverslana. Lítil blómabúð hefur nú litið dagsins ljós í Þverholti. Þetta er blóma- og gjafavöruverslun og leggja eigendur hennar mikið upp úr persónulegum samskipt- um við viðskiptavini sína. Steinunn Marinósdóttir á búð- ina ásamt eiginmanni sínum Pétri Gunnarssyni og hefur búðin verið opin frá því í ágúst. „Okkur fannst skorta litlar notalegar búðir í þessum hverfisanda og við vildum ná þeim anda upp,“ segir Steinunn og bætir við að markmið þeirra sé að koma til móts við þarfir kúnnanna með því að halda verðlaginu í lægri kantinum. Rauð lilja er í raun andstæða við það framúrstefnu- lega sem má finna svo víða, „við erum ekki alveg laus við nýjung- arnar en viljum leggja meira upp úr því persónulega,“ segir Stein- unn og segja þau hjón að verslun- in sé skapandi verslun. Í búðinni eru seldar skreyting- ar, bæði blóma- og þurrskreyt- ingar og silkiblómaskreytingar. Einnig má finna þar hefðbundnar gjafavörur, kerti, engla, innpakk- aðar smágjafir, gjafakörfur, myndir, litlar pakkaskreytingar og fleira. Steinunn býr mikið til skreytingarnar sjálf og tekur við sérpöntunum, stórum sem smá- um, fyrir hvaða tilefni sem er. Fyrir jólin ætlar Rauð lilja að bjóða upp á hráefni í jólaskreyt- ingar fyrir þá sem óska eftir að föndra sínar eigin skreytingar. Nú standa yfir tilboðsdagar í versluninni. Fram yfir helgi er helmingsafsláttur af þurrskreyt- ingum og blómvöndum. ■ Þú verður bara líka… Sturtuklefar og baðker í úrvali! Ótrúleg verð!!!! Símaþjónusta frá 10-19: 899-4567 Öll viðgerða/varahluta og uppsetningaþjónusta fyrir hendi www.sturta.is allan sólarhringinn! IL TUCANO Tryggvagata 11, 101 Reykjavík Sími: 534 6100 Sérverslun með húsgögn og gjafavörulífstílsverslun í miðbænum Útsala frá 40% afsláttu r RÝMIN GARSA LA Glæný aðferð í korta og myndagerð ! Hvernig væri að breyta til og gera Jólakortin eða myndir með nýju efnisaðferðinni okkar! www.fondurstofan.is Síðumúli 15 Opið mán. til fös. 13 -18 og laug. 10 -14 s. 553 1800 Rósaskreyting með reyniberjum. Fjólublá og falleg skreyting sem er prýðilegt stofustáss. Silkiblómaskreyting með engli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.