Fréttablaðið - 29.09.2005, Qupperneq 51
35
Óvissa me› flátttöku Árna
Gauts í leiknum gegn Svíum
Sölvi Geir Ottesen er eini n‡li›inn í íslenska landsli›inu fyrir leikina gegn Pólverjum og Svíum. Samb‡lis-
kona Árna Gauts á von á barni daginn eftir Svíaleikinn og flví óvissa um hvort hann leiki gegn Svíum.
FÓTBOLTI Óvíst er hvort Árni Gautur
Arason landsliðsmarkvörður geti
leikið gegn Pólverjum og/eða Sví-
um 7. og 12. október næstkomandi
þar sem sambýliskona hans á von á
barni og er skrifuð á fæðingar-
deildina daginn eftir Svíaleikinn.
„Ég ræddi við Árna Gaut í dag [í
gær] og við fórum yfir málin. Lík-
lega verður hann með gegn Pól-
verjum en við verðum að sjá til
með Svíaleikinn,“ sagði Ásgeir Sig-
urvinsson landsliðsþjálfari við
Fréttablaðið eftir að hann og Logi
Ólafsson völdu íslenska landsliðið
fyrir vináttuleik gegn Pólverjum
og leik gegn Svíum í undankeppni
HM. Báðir leikirnir eru ytra.
Ásgeir sagði að tveir mark-
menn væru efstir á listanum til að
kalla inn í landsliðshópinn ef Árni
Gautur verður fjarri góðu gamni,
þeir Daði Lárusson hjá FH og
Fjalar Þorgeirsson hjá Þrótti.
Tveir af okkur bestu leikmönn-
um, Eiður Smári Guðjohnsen og
Hermann Hreiðarsson, eru í leik-
banni gegn Svíum. Ásgeir segir að
hvorugur þeirra hafi beðið um frí í
Póllandsleikinn og hann og Logi líti
á þann leik sem hreinan undirbún-
ing gegn Svíaleiknum og því hafi
verið ákveðið að gefa Eiði og Her-
manni alveg frí.
Einn nýliði er í íslenska lands-
liðinu, Sölvi Geir Ottesen, varnar-
maður Djurgården í Svíþjóð. Sölvi
Geir er fastamaður í U21 árs
landsliðinu sem mætir Svíum dag-
inn fyrir A-landsleik þjóðanna.
„Sölvi Geir nýtist okkur í leik-
inn gegn Pólverjum og svo er
alltaf möguleiki að nýta hann á
bekknum gegn Svíum þótt hann
hafi spilað daginn áður með ung-
mennaliðinu. Við höfum fylgst
með honum í síðustu leikjum hjá
U21 árs liðinu og hann hefur staðið
sig virkilega vel. Við vitum að
hann hefur lítið fengið að spreyta
sig hjá Djurgården en hann er leik-
maður framtíðarinnar og við vilj-
um prófa hann. Það eru stór skörð
höggvin í vörnina. Auk Hermanns
vantar þrjá tvo menn vegna
meiðsla, þá Pétur Marteinsson og
Ólaf Örn Bjarnason,“ segir Ásgeir.
Aðspurður um Harald Guð-
mundsson, leikmann Aalesund,
sagði Ásgeir að hann hefði fengið
sitt tækifæri en nú væri komið að
Sölva Geir að spreyta sig.
Að sögn Ásgeirs hefur ekki
verið tekin ákvörðun um hver
verður fyrirliði í leikjunum í fjar-
veru Eiðs Smára og Hermanns. Ás-
geir viðurkenndi að Árni Gautur
væri sterkur kandídat enda hefði
hann áður gegnt þeirri stöðu.
En hafa Ásgeir og Logi gert það
upp við sig hvort þeir gefa kost á
sér áfram sem landsliðsþjálfarar
þegar undankeppni HM lýkur
eftir leikinn í Svíþjóð?
„Þetta hefur ekkert verið rætt
og við höfum alltaf sagt að við
klárum þessa tvo leiki og þá kem-
ur í ljós hvað verður,“ sagði
Ásgeir.
Leikurinn gegn Pólverjum fer
fram á heimavelli Legia, Wojska
Polskiego-leikvanginum í Varsjá,
sem var upphaflega byggður árið
1916 og tekur rúmlega 15.000
manns í sæti.
Allt stefnir í að uppselt verði á
leik Svíþjóðar og Íslands á
Råsunda-leikvanginum í Stokk-
hólmi. Þegar hafa selst 31.000 mið-
ar en leikvangurinn tekur 37.000.
Þetta gæti verið úrslitaleikur fyrir
Svía að komast á HM í Þýskalandi
næsta sumar.
thorsteinngunn@frettabladid.is
FIMMTUDAGUR 29. september 2005
Stuðningsmannaklúbbur LeedsUnited á Íslandi ætlar sér að fara
í hópferð hinn 20. október til þess
að sjá tvo leiki í
enska boltanum,
Leeds United
gegn Sheffield
United og
Manchester
United gegn
Tottenham
Hotspur. Athygli
vekur að einung-
is er hægt að kaupa miða á leik
Manchester United og Tottenham
fyrir fram en klúbbmeðlimir verða
að kaupa miða á staðnum til þess
að sjá Leeds spila. Sennilega er
ástæðan sú að Leeds leikur þessa
stundina í 1. deild á Englandi en
Manchester United og Tottenham
eru vitanlega í úrvalsdeildinni. Stjórn
Leedsklúbbsins getur þó útvegað
miða á hagstæðum kjörum.
Knattspyrnusamband Íslands varsektað um 500 þúsund íslenskar
krónur vegna fjölda áminninga sem
A-landslið karla fékk í tveimur síð-
ustu leikjum í undankeppni heims-
meistaramótsins
í knattspyrnu.
Fjórir leikmenn
íslenska liðsins
fengu að líta gula
spjaldið í leikn-
um gegn Króatíu
á Laugardalsvelli
og í leiknum
gegn Búlgaríu
voru fimm leikmenn áminntir. Fyrir
þessar níu áminningar var KSÍ
sektað um 500 þúsund krónur. Eið-
ur Smári Guðjohnsen landsliðsfyrir-
liði og Hermann Hreiðarsson voru
meðal þeirra fimm sem áminntir
voru í leiknum gegn Búlgaríu og
verða þeir tveir því í banni í leiknum
gegn Svíþjóð í næsta mánuði.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóriManchester United, var æfur út í
fjölmiðla eftir leikinn gegn Benfica í
Meistaradeild Evrópu en þá gagn-
rýndu nokkrir blaðamenn leikskipu-
lag liðsins. Ferguson sagðist ekki
ætla að reyna að
fræða blaða-
mennina um fót-
bolta, hann væri
einfaldlega bú-
inn að gefast
upp á því. „Það
er alltaf sama
sagan með ykkur
blaðamenn. Þið
teljið mig vera
að stjórna liðinu illa og viljið breyta
leikskipulaginu. Mér finnst breskir
fjölmiðlar vera á villigötum. Þið viljið
alltaf breyta öllu, sama hvernig
gengur. Látið mig um að stjórna lið-
inu. Ég hef náð ágætis árangri með
því að treysta á mína eigin vitneskju
um fótbolta. Ekki vera að skipta ykk-
ur af mínum störfum því ég held að
það muni engu breyta um hverni ég
sé hlutina fyrir mér,“ sagði reiður
Alex Ferguson.
Matthías E. Sigvaldason hefurskrifað undir samning við Fjölni
um að þjálfa meistaraflokk kvenna í
knattspyrnu hjá félaginu næstu tvö
árin. Matthías hefur lengi þjálfað
yngri flokka en hann hefur starfað
sem þjálfari hjá Leiftri og Fjölni.
Matthías lék á sínum tíma með
Fjölni, Leiftri og Dalvík og þjálfaði
meðal annars meistaraflokk kvenna
hjá Leiftri árið 1999. Matthías hefur
einnig þjálfað meistaraflokk karla
hjá Fjölni en það var árið 2001. Gott
unglingastarf í Grafarvoginum á
vafalaust eftir að styrkja meistarflokk
Fjölnis á næstu árum.
Fabio Capello, knattspyrnustjóriJuventus, er ekki hrifinn af hugs-
unarhætti Svíans Zlatan Ibra-
himovic, sem er á mála hjá Juvent-
us. Capello gagnrýndi Zlatan nokk-
uð eftir leikinn á móti Rapid Vín, þó
hann hafi skorað eitt mark og lagt
upp annað fyrir David Trezeguet
þar að auki. „Zlatan er vissulega frá-
bær knattspyrnumaður, en hugarfar
hans verður að breytast. Hann hugs-
ar ekki nógu mikið um liðsfélaga
sína. Hann vill alltaf
vera með boltann
sjálfur og spilar
ekki nægilega mik-
ið. Þetta er nokkuð
sem ég verð að
vinna í með
honum en
forsendan
fyrir því að ná
árangri er að
hann breyti um
hugarfar.“
ÚR SPORTINU
LANDSLIÐSHÓPUR ÍSLANDS
Markverðir:
Árni Gautur Arason Vålerenga
Kristján Finnbogason KR
Aðrir leikmenn:
Brynjar Björn Gunnarsson Reading
Arnar Þór Viðarsson Lokeren
Tryggvi Guðmundsson FH
Heiðar Helguson Fulham
Auðun Helgason FH
Indriði Sigurðsson Genk
Gylfi Einarsson Leeds
Kristján Örn Sigurðsson Brann
Veigar Páll Gunnarsson Stabæk
Stefán Gíslason Lyn
Grétar Rafn Steinsson AZ Alkmaar
Kári Árnason Djurgården
Gunnar Heiðar Þorvaldsson Halmstad
Jóhannes Þór Harðarson Start
Bjarni Ólafur Eiríksson Valur
Sölvi Geir Ottesen Djurgården
Landslið Svía valið:
Sterkur hópur
FÓTBOLTI Lars Lagerbäck, þjálfari
sænska landsliðsins í knatt-
spyrnu, hefur valið leikmannahóp
Svía sem mætir Króatíu og Ís-
landi í undankeppni HM í næsta
mánuði. Hópur sænska liðsins er
mjög sterkur enda liðið í toppsæti
riðilsins.
Markverðir: Andreas Isaksson
(Rennes), Eddie Gustafsson
(Ham-Kam).
Varnarmenn: Christoffer And-
ersson (Lilleström), Mikael Nils-
son (Panathinaikos), Erik Edman
(Rennes), Petter Hansson (Heer-
enveen), Teddy Lucic (Häcken),
Olof Mellberg (Aston Villa), Alex-
ander Ostlund (Feyenoord).
Miðjumenn: Niclas Alexand-
ersson (IFK Gautaborg), Daniel
Andersson (Malmö), Kim Käll-
ström (Rennes), Tobias Linderoth
(FC Kaupmannahöfn), Fredrik Lj-
ungberg (Arsenal), Anders Svens-
son (Elfsborg), Christian Wil-
helmsson (Anderlecht).
Framherjar: Marcus Allbäck
(FC Kaupmannahöfn), Johan
Elmander (Bröndby), Zlatan Ibra-
himovic (Juventus), Mattias Jöns-
son (Djurgärden), Henrik Larsson
(Barcelona), Markus Rosenberg
(Ajax).
Tite Kalandadze:
Frá í 4-6 vikur?
HANDBOLTI Georgíumaðurinn Tite
Kalandadze, stórskytta Stjörn-
unnar, er fingurbrotinn og gæti
misst af næstu 4-6 vikum.
„Það sem hrjáir hann er brotið
bein í handarbakinu, held að það
sé kallað miðbein. Það gæti farið
svo að hann verði ekki með okkur
næstu fjórar til sex vikurnar en á
mánudaginn er hann að fara í nýja
röntgenmyndatöku og vonandi að
þá komi þetta betur í ljós,“ sagði
Sigurður Bjarnason, þjálfari
Stjörnunnar.
Logi Ólafsson landsliðsþjálfari prísar sig sælan að fá bara tvö göt á hausinn:
FÓTBOLTI Logi Ólafsson, landsliðs-
þjálfari í knattspyrnu, lenti í gær
í alvarlegum árekstri við 17
tonna malarflutningabíl fyrir
utan höfuðstöðvar KSÍ. Bíll Loga
er líklega ónýtur en betur fór en
á horfðist því hann slapp með
minniháttar meiðsli.
Logi sagði í samtali við
íþróttadeildina að hann hefði
verið að keyra frá Laugardals-
vellinum þegar malarflutninga-
bíllinn keyrði á vinstra fram-
brettið. Malarflutningabíllinn
var að keyra efni vegna fram-
kvæmda við stækkun stúkunnar
í Laugardalnum. Logi var fluttur
á slysadeild þar sem gert var að
sárum hans.
„Ég prísa mig sælan að vera
þó ekki með meira en tvö göt á
hausnum og sokkið auga. Hefði
malarflutningabílinn lent hálfum
metra innar og á bílstjórahurðina
værum við ekki að ræða málin
núna. Það má segja að þetta hafi
verið lán í óláni,“ sagði Logi, sem
hafði nýlokið við að velja ís-
lenska landsliðið fyrir leikina
gegn Pólverjum og Svíum þegar
hann ók frá höfuðstöðvum KSÍ.
Logi átti að lýsa stórleik
Liverpool og Chelsea í Meistara-
deildinni í gær en var fjarri góðu
gamni vegna árekstrarins. Hann
verður hins vegar tilbúinn til
starfa fyrir landsleikina 7. og 12.
október næstkomandi.
- þg
Lenti í árekstri vi› 17 tonna trukk
Sigurður Valur Sveinsson, þjálfari Fylkis, eftir sigur á FH í Árbænum í gær:
Erum a› s‡na li›unum hvernig á a› spila vörn
HANDBOLTI „Við erum að sýna lið-
unum hvernig á að spila vörn.
Þetta hefur ekki sést í mörg ár,“
sagði Sigurður Sveinsson, þjálf-
ari Fylkis, eftir að lærisveinar
hans sigruðu FH-inga 27-22 í Ár-
bænum í gær.
Gestirnir komust aldrei yfir í
leiknum en voru skammt undan í
fyrri hálfleik. Í þeim síðari hafði
Fylkir síðan yfirhöndina algjör-
lega. Heimir Örn Árnason var
markahæstur með átta mörk en
öll nema eitt skoraði hann í fyrri
hálfleiknum. „Við ætlum ekki að
gefa neitt eftir á heimavelli. Við
náðum góðri vörn og fækkuðum
tæknivitleysunum og þar með
fengum við fleiri hraðaupphlaup-
um en venjulega, það er stígandi
í sókninni hjá okkur,“ sagði Sig-
urður en Fylkismenn hafa aðeins
fengið á sig 62 mörk í fyrstu
þremur leikjum sínum á mótinu,
þrettán færri en næsta lið fyrir
ofan og aðeins 20,7 í leik.
Atli Hilmarsson, þjálfari FH,
var ekki jafn hress. „Við vorum
að spila mjög illa og sóknarleik-
urinn heldur áfram að vera
vandamál hjá okkur, hann þurf-
um við að skerpa. Þá var mark-
varslan óvenjuslök. Fylkir hefur
skemmtilegt lið sem berst vel og
átti skilið að sigra,“ sagði Atli
Hilmarsson en FH-liðið hefur
tapað þremur fyrstu leikjunum
undir hans stjórn. FH tapaði
einnig leikjum sínum fyrir
Aftureldingu (21–22) og Fram
(21–26) en þeir voru báðir á
heimavelli. - egm
VERÐUR HANN MEÐ? Árni Gautur
Arason gæti misst af landsleikjunum
gegn Póllandi og Svíþjóð.
GETTYIMAGES
SVONA Á AÐ SPILA VÖRNINA Sigurður Valur Sveinsson, þjálfari Fylkismanna sem hafa
spilað bestu vörnina í DHL-deild karla til þessa. FRÉTTABLAÐIÐ/ATNON BRINK