Fréttablaðið - 29.09.2005, Síða 52

Fréttablaðið - 29.09.2005, Síða 52
36 Magnús Gylfason tekur væntanlega vi› Víkingi af Sigur›i Jónssyni sem er me› tilbo› frá sænsku li›i en segist spenntur fyrir flví a› taka vi› U21 árs landsli›i Íslands. Magnús verður líklega næsti þjálfari Víkings FÓTBOLTI Magnús Gylfason verður að öllum líkindum næsti þjálfari Víkinga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og leysir Sigurð Jónsson af hólmi. Magnús var sem kunnugt er leystur undan störfum hjá KR í sumar. Víkingar settu sig strax í samband við Magnús þegar samningar náðust ekki við Sigurð og er vilji beggja aðila að ganga til samninga. „Magnús kemur alveg eins til greina og aðrir. Hann er í golfi á Spáni. Ég neita því ekki að við höfum rætt við Magnús og reynd- ar fleiri þjálfara. Það verður gengið frá þjálfaramálunum síðar í vikunni, hver sem það verður,“ sagði Ágúst Friðrik Hafberg, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, við Fréttablaðið. Ekki náðist í Magnús í gær. Tvö tilboð Sigurður, sem er í fríi í San Marinó, sagði við Fréttablaðið að því miður hefði ekki náðst sam- komulag við Víking um áfram- haldandi samstarf. „Þetta er eins og hjónaband, stundum eru aðilar bara ekki sammala og þá gengur dæmið ekki upp. Annars er ég mjög sátt- ur við aðskilnað minn hjá Víkingi. Ég skilaði liðinu aftur upp í Landsbankadeildina.“ Sigurður sagðist vera með tvö tilboð í höndunum um þjálfun, annað þeirra er frá Svíþjóð sem aðstoðarþjálfari í góðu liði og hitt er hér heima. Sigurður vildi ekk- ert tjá sig frekar um það. Sigurður hefur aðstoðað Eyjólf Sverrisson hjá U-21 árs landsliði Íslands í sumar. Þrálátur orðróm- ur er á kreiki að Eyjólfur taki við íslenska A-landsliðinu í haust og Sigurður hefur verið orðaður sem næsti þjálfari U-21 árs landsliðs- ins. „Ég neita því ekki að mér finnst það spennandi kostur. Það hentar mér vel að þjálfa efnilega knattspyrnumenn,“ sagði Sigurð- ur sem ætlar að leggjast undir feld þegar hann kemur heim úr sumarfríi. thorsteinngunn@frettabladid.is 29. september 2005 FIMMTUDAGUR Körfuboltahreyfingin horfir fram á hvimleitt vandamál: Dómaraskortur í körfuboltanum KÖRFUBOLTI „Það hefur vantað körfuboltadómara undanfarin ár. Dómarar hafa verið yfirhlaðnir verkefnum og hver einasta helgi frá október og fram í apríl hefur verið undirlögð. Við þurfum að manna leiki í meistaraflokkum og yngri flokkum og alls eru þetta 1500 leikir,“ sagði Hannes Þ. Jóns- son, formaður dómaranefndar Körfuboltasambandsins við Fréttablaðið. Körfuboltaleiktíðin hefst eftir hálfan mánuð. Met- mæting var á haustfund dómara- nefndar KKÍ í vikunni en 36 dóm- arar mættu sem er samt engan veginn nóg fyrir verkefni vetrar- ins. Stærsta vandamálið í dóm- gæslunni er höfuðborgarsvæðið. „Okkar sárvantar dómara á höfuðborgarsvæðinu og reyndar á Suðurnesjunum líka. KR á t.d. engan dómara, Valur á einn og Grindavík engan. Hins vegar er nóg af dómurum á Suðurlandi og Vesturlandi. Í Borgarnesi eru sex dómarar, hjá sameiginlegu liði Hamri/Selfoss eru fimm og Hrunamenn sem eru í 2. deild eiga 3 dómara,“ segir Hannes. Dómurum er skipti í þrjá flokka og þeir sem dæma í Inter- sport-deild karla eru í A flokki. Þeir eru 18 en 15 þeirra verða virkir í vetur. „Það má ekkert út af bregða því það þarf tólf dómara í hverja umferð. Það er ljóst að þegar líða fer á veturinn að ein- hverjir B-dómarar fá tækifæri í efstu deild. Okkur vantar fleiri dómara. Undanfarin þrjú ár hafa 200 manns tekið dómarapróf en örfáir hafa skilað sér. Sem dæmi mættu tíu manns á dómaranám- skeið í vor í Reykjavík en enginn af þeim skilaði sér í dómgæslu á vegum sambandsins,“ segir Hannes. Um helgina verður dómara- nefnd KKÍ með annan dómara- fund og vonast Hannes til þess að þeir dómarar sem ekki komust í vikunni mæti og taki skriflegt og verklegt próf. Nóg er af verkefn- um og ágætis aukapening að hafa upp úr dómgæslunni. - þg TEKJUR DÓMARA Í BOLTA- GREINUM FYRIR HVERN DÆMDAN LEIK: Körfubolti Úrvalsdeild 6.400 Úrslitakeppni úrvalsdeildar 10.100 1. deild kvenna 5.500 Handbolti Úrvalsdeild ka. og kv. 8.300 Úrslitakeppni 14.190 Fótbolti Úrvalsdeild karla 11.545 Aðstoðardómarar 9.035 Úrvalsdeild kvenna 6.035 Auk þessa fá allir dómarar bílastyrk og dagpeninga í lengri ferðir. KÖRFUBOLTI „Oscar var á reynslu- tíma og okkur fannst hann ekki vera að gera réttu hlutina. Það er stutt í mót og liðið ekki í formi, leikkerfin voru varla farin að mótast og við sáum einfaldlega í hvað stefndi. Þess vegna var hann látinn fara,“ sagði Þorgeir Einarsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR við Fréttablaðið um ástæður þess að þjálfarinn Oscar Pedroche frá Spáni var rekinn frá félaginu skömmu fyrir Ís- landsmót. Halldór Kristmanns- son og Jón Örn Guðmundsson voru ráðnir í hans stað en báðir hafa leikið með ÍR og þjálfað hjá félaginu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins reyndist Oscar Pedroche óhæfur þjálfari og var gríðarleg óánægja með hann hjá leikmönnum liðsins sem fannst ótrúlegt að hann hefði áður kom- ið nálægt körfuboltaíþróttinni. ÍR-ingar réðu Oscar í sumar í gegnum íslenskan umboðsmann en þá voru þeir komnir í hálfgerð vandræði því þjálfaraleitin gekk vægast sagt illa. „Við réðum hann eftir mikla leit en hann uppfyllti ekki okkar væntingar. Þjálfaraskiptin kosta okkur smáaura en í hans stað koma tveir frábærir ÍR-ingar sem vita út á hvað þetta gengur,“ sagði Þorgeir. - þg Spænskur þjálfari ÍR í körfuboltanum reyndist algjörlega óhæfur í starfi: fijálfaraskiptin kosta okkur smáaura ÁFRAM MEÐ YKKUR Magnús Gylfason mun væntanlega öskra á leikmenn Víkings í Landsbankadeild karla í knattspyrnu næsta sumar. LOMANO LUA LUA Lua Lua hefur verið einn af bestu leikmönnum Portsmouth síðustu tvö tímabil. FÓTBOLTI Lomano Lua Lua, fram- herji enska úrvalsdeildarfélags- ins Portsmouth, veiktist illa á dög- unum og hefur nú komið í ljós að hann er með malaríu. Lua Lua var á ferð um Afríkuríkið Kongó þeg- ar hann veiktist en hafði þó ekki meiri áhyggjur af því. „Ég hélt að þetta væri ekkert alvarlegt,“ sagði Lua Lua. Á æfingu á dögunum féll Lua Lua svo saman og var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem kom í ljós að Lua Lua var mað malaríu. Talsmaður Portsmouth sagði líðan Lua Lua stöðuga. „Hann verður að hvíla sig næstu vikurnar og verð- ur á sjúkrahúsi þangað til hann hefur jafnað sig af þessum alvar- legu veikindum.“ Lua Lua hefur verið einn af bestu leikmönnum Portsmouth síðan hann kom til félagsins frá Newcastle United og er því ljóst að hans verður sárt saknað í næstu leikjum. - mh Illa veikur framherji: Lua Lua me› malaríu ■ ■ LEIKIR  19.15 KR og ÍR mætast í DHL- höllinni í Reykjavíkurmótinu í körfubolta karla.  20.15 ÍS og Fjölnir eigast við í íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavíkurmótinu í körfubolta karla. ■ ■ SJÓNVARP  17.35 Handboltakvöld á RÚV.  17.40 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Sýndur verður gamall leikur úr meistaradeildinni.  19.35 Meistaradeildin með Guðna Bergs á Sýn.  20.15 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  20.40 Bardaginn mikli. Frægur bardagi á milli Mohamed Ali og Joe Frazier.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Strandblak á Sýn.  23.25 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 1 2 Fimmtudagur SEPTEMBER FIBA-DÓMARAR Sigmundur Már Herbertsson og Kristinn Óskarsson.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.