Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 56
„Hugmyndin með þessari sýn- ingu var að fjalla um það hvað hver dagur er margvíslegur og hvað það er margt sem við erum að fást við,“ segir Ásta Ólafsdótt- ir myndlistarkona um sýningu sína í Nýlistasafninu. Sýninguna nefnir Ásta Áttarhorn eða Azimuth sem er tílvísun á stjarn- fræðilega vídd. Áttarhornið er hornið sem er á milli þeirrar átt- ar sem þú vísar til og höfuðáttar. „Að vísu er minn dagur og okkar sem erum í myndlist í sjálfu sér kannski dálítið mynd- rænn, þannig að ég tek mynd- rænu hliðina á þessu og vinn með hana.“ Í sýningunni eru margvísleg áhugamál Ástu komin saman og úr þeim býr hún til eina heild þar sem hún stefnir saman ýmsu úr náttúrunni og öðrum menningar- heimum. „Ég stilli þessu upp pínulítið eins og augað alsjáandi og bý til ákveðna stemningu, meðal ann- ars út frá áhuga mínum á forn- leifum.“ Ásta segir tímann leika stórt hlutverk í sýningunni og þá horfir hún frekar á jarðsögulegann tíma en tíma hversdagsveruleikans. „Jarðfræðilega er tíminn allt annar en þegar við erum að vakna á morgnana og hverjar fimm mínútur eru málið. Sama gildir um menningarheimana. Þótt ég sjálf sé innan vestrænnar menningar hef ég gaman af að fást við heiminn allan og skoða hann sem heild. Ég er svona að leggja minn skerf til þess.“ Ásta segist samt ekki gera neinar sérstakar kröfur til sýn- ingargesta. „Ég ætlast bara til þess að fólk upplifi sýninguna eins og þegar það fer á Þingvöll að skoða haust- litina. Það þarf engar skýringar af minni hálfu. Hver og einn get- ur bara fundið sína nálgun.“ Tvær aðrar sýningar eru einnig í Nýlistasafninu og lýkur þeim báðum um helgina, eins og sýningu Ástu. Annars vegar er það sýning Daða Guðbjörnssonar sem sýnir þar Málverk og er að hans sögn eins konar uppgjör við hugmyndalist. Hins vegar er sýn- ing Unnars Jónassonar Auðarson- ar sem kallar sýningu sína „Sam- anSafn, Rjóður Ákvarðanir“. 40 29. september 2005 FIMMTUDAGUR > Ekki missa af ... ... djasshátíð Reykjavíkur, sem stendur yfir þessa dagana með fjölmörgum sjóð- heitum tónleikum fram á sunnudag. ... hádegissmelli Stígamóta, þar sem Þorbjörg Gunnlaugsdóttir lögfræðingur fjallar um nauðgun frá sjónarhóli kvenna- réttar í húsi Stígamóta við Hlemm. ... sýningunni Hvernig borg má bjóða þér?, sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Bækur Guðrúnar Helgadóttur hafa heillað unga sem aldna síðustu áratugina. Hún varð sjötug nýverið og í dag kemur út bókin Í Guð- rúnarhúsi, sem er greinasafn um bækur Guð- rúnar. Í bókina skrifa níu fræðimenn, en rit- stjórar eru þær Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir. Í tilefni af útkomu bókarinnar bjóða Bók- menntafræðistofnun Háskóla Íslands og Vaka-Helgafell til útgáfuhátíðar í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag klukkan 17. Dagskráin stendur í tvo tíma og fyrst tekur Silja Aðal- steinsdóttir til máls. Erindi hennar nefnist „Í upphafi var afmæli“. Dagný Kristjánsdóttir flytur síðan erindi sem hún nefnir „Að standa með barninu. Guðrún Helgadóttir – stjórnmálamaður barnanna.“ Þær Brynhildur Þórarinsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir flytja einnig erindi, Brynhildur um kímni í verkum Guðrúnar og Sigþrúður um þýðingar á verkum hennar. Leikarar úr Þjóðleikhúsinu lesa einnig upp úr verk- um hennar og loks verður Guðrúnu afhent bókin Í Guðrúnarhúsi. Kl. 12.15 Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði við HÍ, fjallar um Ólafíu Jóhannsdóttur í hádegis- fyrirlestri sínum, sem haldinn er á vegum RIKK í Öskju, stofu N132. menning@frettabladid.is Til hei›urs Gu›rúnu Helgadóttur Margbreytileiki daganna ! Djasshátí› heldur áfram Djasshátíð Reykjavíkur hófst í gær og heldur áfram af fullum krafti í dag. Tónleikar verða í kvöld bæði á Kaffi Reykjavík og í Þjóðleikhúskjallaranum. Einnig verður klúbbur djasshátíðar op- inn á Póstbarnum. Á Kaffi Reykjavík leikur Sept- ett Óskars Guðjónssonar, sem er skipaður þeim Óskari Guðjóns- syni og Ólafi Jónssyni á tenórsax- ófóna, Jóni Páli Bjarnasyni og Ómari Guðjónssyni á gítara, Jó- hanni Ásmundssyni á bassa, Pétri Grétarssyni á slagverk og Matthí- asi Hemstock á trommur. Í Þjóðleikhúskjallaranum leik- ur Karmelgebach, hljómsveit þeirra Róberts Reynissonar gítar- leikara, Tobiasar Schirrer á saxofón, Niko Meinhold á píanó, Eiríks Orra Ólafssonar á trompet og Helga Svavars Helgasonar á trommur. Í djassklúbbnum á Póstbarnum leikur síðan kvartettinn Land- rover frá klukkan 23. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÓSKAR GUÐJÓNSSON Septett Óskars leikur á djasshátíð á Kaffi Reykjavík. ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR Sýningu hennar í Nýlistasafninu við Laugaveg lýkur um helgina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M „Þannig banka örlögin á dyrnar,“ sagði Ludwig van Beethoven um upphafið að fimmtu sinfóníu sinni, sem Sinfóníuhljómsveit Ís- lands flytur á tónleikum sínum í Háskólabíói í kvöld. Engir upp- hafstaktar hafa náð þvílíkri frægð og ekkert verk Beethovens hefur haft jafn mikil áhrif á síðari kyn- slóðir. Hinn mikli dramatíski kraftur sem í verkinu býr hefur ekkert dvínað á tvöhundruð árum. Barátta tónskáldsins við eigin ör- lög, heyrnarleysi og einmanaleika verður næstum áþreifanleg fyrir eyrum manns. Stjórnandi hljómsveitarinnar í kvöld verður Anne Manson, sem er ein af þeim fjölmörgu konum sem undanfarið hafa látið að sér kveða sem hljómsveitarstjórar. Hún komst í sögubækurnar fyrir að hafa fyrst kvenna stjórnað óp- eruflutningi á Salzburg-hátíðinni. Auk fimmtu sinfóníu Beet- hovens verður í kvöld fluttur flautukonsert eftir Kalevi Aho. Á flautuna leikur engin önnur en Sharon Bezaly, sem tónskáldið segir vera stórfenglegasta flautuleikara sem hann hafi nokkru sinni heyrt í. Síðast en ekki síst verður verk Þorsteins Haukssonar, Bells of Earth, á dagskránni. Gagnrýnend- ur hafa keppst við að lofa verkið og sumir vilja meina að það sé „hápunkturinn á glæsilegum tón- smíðaferli Þorsteins Hauksson- ar.“ Þorsteinn er kominn til lands- ins til þess að vera viðstaddur flutninginn. Örlögin drepa á dyr SHARON BEZALY Hún þykir einn stórkostlegasti flautuleikari heims um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.