Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 70

Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 70
54 29. september 2005 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2 kvæði 6 Austfirðir 8 stórt her- bergi 9 þrot 11 skóli 12 talía 14 slagsmál 16 bardagi 17 hljóma 18 æðri vera 20 bor 21 ögn. Lóðrétt: 1 afkvæmi 3 klaki 4 skemmt- un 5 fæða 7 þögull 10 frestur 13 nögl 15 góla 16 siða 19 tveir eins. Lausn Lárétt: 2vísa,6af, 8sal,9mát,11ma, 12blökk,14áflog,16at,17óma,18 guð,20al,21arða. Lóðrétt: 1lamb,3ís,4samkoma,5ala, 7fálátur, 10töf, 13kló,15gala,16aga, 19ðð. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á val þeirra fjórtán þátt- takenda sem leita munu á náðir ásta og ævintýra undan Tyrklands- ströndum í næsta mánuuði, vegna raunveruleikaþáttanna Ástarfleyið sem sýndir verða á sjónvarpsstöð- inni Sirkus. Að sögn ástarkafteins- ins Valdimars Arnar Flygenring, sem stýra mun þáttunum á hafi úti, sóttu 400 manns um að taka þátt í þessu mikla ævintýri. „Viðbrögðin hafa einungis verið jákvæð og ég vona svo sannarlega að það verði tilfinningin áfram,“ segir Valdimar, sem nýlega skoðaði aðstæður í Marmaris á Tyrklandi. „Þetta er æðislegur staður, al- gjör paradís. Það er ljóst að ég fer með krakkana mína til Marmaris á næsta ári,“ segir hann hrifinn og sannfærður um að Amor muni færa keppendur saman á lúxus- snekkjunni syðra. „Fólk getur farið á skítugan bar í Reykjavík, dottið ofan í ölkrús og náð sér í maka fyrir lífstíð í hávaða og reyk á styttri tíma en það tekur að kaupa sér skó. Þarna erum við saman í tíu daga, fjórtán vel gefin ungmenni, hress og skemmtileg, og satt best að segja finnst mér það heilbrigð leið til að kynnast,“ segir Valdimar og bætir við að hópurinn sýni þverskurð þjóðarinnar. „En auðvitað er alltaf hégómi í kringum sjónvarp. Mín aðkoma verður með þeim hætti að ég mun alltaf vera trúr því sem mér finnst skipta máli í lífinu, frekar en ein- hverju bulli. Auðvitað verður þetta eitthvert flipp líka, en það verður bara gaman,“ segir Valdimar, glað- beittur og spenntur með kaskeitið. Fjölda manns langa›i á Ástarfleyi› Valdimar Örn Flygenring, ástarkafteinn á Ástarfleyinu. Einn af fjölmörgum spennandi liðum á Reykjavík International Film Festival fer fram í Tjarnar- bíói á morgun. Þá munu sýndar eftirlætishryllingsmyndir Páls Óskars Hjálmtýssonar. „Þeir báðu mig að vera með hryllingsmynda- kvöld og höfðu haft spurnir af því að ég hefði áhuga á þessu en ég hef einmitt safnað hryllings- myndum og sérstaklega átta milli- metra filmum,“ segir Páll Óskar. Páll Óskar ákvað að sýna myndirnar Texas Chainsaw Massacre frá 1974 og Night of the Living Dead frá 1968. Fyrri mynd- in hefst stundvíslega klukkan 23.00 en athuga skal að rangt er farið með tímann í bæklingi kvik- myndahátíðarinnar. „Gaman er að segja frá því að sá sem leikur Leð- urfés í Texas Chainsaw Massacre heitir Gunnar Hansen og var ís- lenskur en fluttist til Bandaríkj- anna þegar hann var lítill strákur. Ég held að með þessu hlutverki hafi hann skapað eftirminnileg- ustu fígúru hryllingsmyndanna.“ „Við ætlum að búa til rosalega stemningu og sýna þessar klass- ísku myndir í einni röð, byrjum á Night of the Living Dead. Mynd- irnar eru báðar svokallaðar „költ“-myndir en þannig myndir eiga sér stóran áhorfendahóp sem horfir á þær aftur og aftur og tengjast myndunum einhvers konar tilfinningalegum böndum. Myndirnar eru einnig báðar gerð- ar fyrir utan Hollywood-kerfið, eru sem sagt „independent“ myndir,“ segir Palli, sem talar af mikilli ástúð um efnið og áhuginn skín úr augunum. „Þessar myndir brutu upp frá- sagnartæknina sem áhorfendur áttu áður að venjast í hryllings- myndum og persónurnar bregðast við eins og venjulegt fólk. Þær eru svo fallegar í ljótleika sínum og handritin og persónusköpunin eru mögnuð. Fyrst og fremst hafa þær báðar staðist tímans tönn og búa báðar yfir þeim hæfileika að geta rifið iðrin úr áhorfandanum og traðkað á þeim.“ Myndirnar verða báðar sýndar á filmu, með rispum og öllu að sögn Palla og einnig verður fleira gert til að endurvekja gamlan fíl- ing. „Við ætlum að sýna gamlar auglýsingar og bíómyndabrot til þess að endurvekja stemninguna. Fílingurinn verður svolítið eins og í gamaldags bílabíói nema það verða engir bílar.“ Aðgangseyrir á hryllingsveisl- una er lítill þúsundkall. Innifalið er miðnætursnakk og eins og áður sagði hefjast herlegheitin á slag- inu ellefu. hilda@frettabladid.is PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON Söngvarinn góðkunni er mikill aðdáandi hryllingsmynda og á morgun sýnir hann tvær uppáhaldsmynd- irnar sínar í Tjarnarbíói. KVIKMYNDAHÁTÍÐIN: PÁLL ÓSKAR SÝNIR HRYLLINGSMYNDIR Iðrin rifin úr áhorfendum TÓNLISTIN Ást mín er algjör á Will Old- ham (Bonnie Prince Billy) og Sufjan Stevens, sem mér finnst algjörir kóngar meðal söngvara og lagasmiða. Svo er ofar- lega á lista hljómsveitin The Shins, sem ég rakst á í bíómyndinni Garden State með Zach Braff, sem mér finnst yndislegur. BÓKIN Ég er hrikalega eftir á þessa dag- ana. Er að uppgötva aldagamlar bækur og tónlist sem mér finnst allir hafa talað um fyrir ári. Þar má nefna bókina Fast food Nation sem er mjög ítarleg úttekt á við- bjóði skyndibitamenningarinnar og hvern- ig sú menning teygir sig út um allt. Er líka að lesa bækur um afríska kvenspæjarann Precious Ramotswe. BÚÐ Í Nornabúðinni á Vesturgötu er hægt að hitta yndislegar nornir sem geta spáð fyrir manni og selt manni fallega skart- gripi, jurtate og fleira. Er einnig pínu hrif- inn af „Górillubúðinni“ Comme de Garcóns í gamla Slippnum. MATUR Ég er orðinn gersamlega óður í kasjúhnetur og lífrænt ræktaðan mat. Maður Lifandi er æðisleg búð og mér finnst grundvallaratriði að sleppa svína- kjöti þegar ég get; mér finnst það viðbjóð- ur. Fiskur er vanmetinn en æðislegur mat- ur og ég var einmitt að kaupa mér bókina Fiskveisla fiskhatarans. BÍLL Saab 9000i frá árinu 1987 er yndis- legasti bíll í heimi. Eyðir sjö lítrum á hundraðið utan borgarmúranna og fer með mig og fullt af græjum hvert sem mig langar. VERKEFNIÐ Hljómsveitin mín Hraun var að ljúka tökum á plötu sem mér finnst frábær. Veit samt ekki hvernig hún mun leggjast í fólk. Voða einlægt og angurvært allt saman. Það er samt alltaf jafn æðislegt að sitja og skapa, og of- boðslega gaman að spila fyrir aðra, sérstaklega ef húsið er fullt af jákvæðu og móttækilegu fólki, en fátt erfiðara en að spila fyrir þá sem eru alls ekki á sömu línu og maður sjálfur. ...fær Gillzenegger fyrir að gefa sér tíma í að skrifa „hnakkaleið- beiningar“ fyrir almúgann. HRÓSIÐ Afrískur kvenspæjari, kasjúhnetur, nornir og hraun Baggalútsbræðurnir Bragi Skúla-son og Guðmundur Pálsson fara á kostum í fréttum af Baugs- málinu. Fyrir þá sem ekki þekkja www.baggalutur.is gerir heimasíðan út á spaugilegar hliðar lífsins. Á vefnum í gær var frétt um nýja bók Jónínu Bene- diktsdóttur. Á heimasíðu Baggalúts segir: „Þessi óborganlega barnabók, sem nú loksins er aftur fáanleg, fjallar um tví- burana Jón Gerald og Jón Ásgeir sem búa í blokk í Reykjavík ásamt mömmu sinni og pabba, Jóni Steinari litla bróður sínum og Davíð, unglinga- veikri hálfsystur sinni. Á heimilinu er einnig barnfóstran Kjartan að ógleymdum Stymma dreka. Sagan segir á galsafullan hátt frá daglegu lífi drengjanna, en rauði þráðurinn er deilur bræðranna um dót og nammi, sem Jón Ásgeir er gjarn á að taka af Jóni Gerald.“ Hjónin Gunnar Hilmarsson ogKolbrún Petrea Gunnarsdóttir sem oftast hafa verið kennd við fataverslunina GK eru með margt spennandi í bígerð. Þau seldu GK á dögunum en eru alls ekki sest í helgan stein. Í október ætla þau að opna nýja verslun sem mun selja vörur frá hönnunarmerkjunum Fendi, Gucci og Dolce & Gabbana. Munu þau aðallega selja töskur og skó ásamt fleira fíneríi. Allar Gucci- og Fendi-óðar konur geta því hlakkað til ein- hvers í október. Íslenskir kvikmyndagerðarmennfóru tómhentir heim af Nordisk Panorama hátíðinni sem haldin var í Bergen. Norðmenn voru mjög sig- ursælir og hrepptu alls þrjú verð- laun. Danska myndin Þýska leynd- armálið var valin besta heimildar- myndin og Panther Martin frá Nor- egi valin besta stuttmyndin. Alls tóku fjórar íslenskar kvikmyndir þátt en þær voru Africa United, Jón Bóndi, Töframaðurinn og Slavek the Shit. Úrslitin koma ekkert sér- staklega á óvart því þegar þessi sama hátíð var haldin í Reykjavík síðasta ár voru Íslendingar einmitt sigursælir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. AÐ MÍNU SKAPI SVAVAR KNÚTUR KRISTINSSON, SIGURVEGARI TRÚBADORAKEPPNI RÁSAR 2: [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Egill Einarsson. Samfylking. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands. TEXAS CHAINSAW MASSACRE Gunnar Hansen í hlutverki sínu sem Leðurfés.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.