Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 01.10.2005, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FER AÐ RIGNA VESTAN TIL eftir hádegi. Fram að því víða bjart með köflum. Þykknar smá saman upp á landinu með vaxandi sunnan átt. Víða væta í kvöld og nótt. Hlýn-andi veður þegar líður á sídegið. VEÐUR 4 LAUGARDAGUR 1. október 2005 - 264. tölublað – 5. árgangur Það má ætíð treysta Royal Royal lyftiduft og búðingar hafa fylgt þjóðinni í 65 ár. Fréttablaðið kynnti sér Royal og sögu þess. MATUR 28 Smí›ar allan daginn Í MIÐJU BLAÐSINS ● atvinna ▲ Ískaldur Léttur öllari ROYAL Nýr konunglegur! Lei›beinir fólki me› betra mataræ›i ÞORBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR Steig ekki langt frá pólitíkinni Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgun- blaðsins, hefur verið mikið í umræðu manna á meðal þessa vikuna. Frá því að hann hóf störf á blaðinu hefur hann verið vakinn og sofinn yfir útgáfu þess. MAÐUR VIKUNNAR 16 Haukur Ingi skuldaði Fylki Fjórir lykilmenn hjá Fylki skrifuðu undir nýja samn- inga við félagið í gær og þar á meðal var Haukur Ingi Guðnason sem Fylkismenn stóðu þétt bak við í gegnum mjög erfið meiðsli. ÍÞRÓTTIR 38 Mögnu› tilbo› á n‡jum vörumInnflutningur á tilraunadýrum hefur nálega tvöfaldast: Á fjór›a flúsund tilraunam‡s fluttar inn VEÐRIÐ Í DAG VÍSINDI Innflutningur á dýrum sem notuð eru við tilraunir hef- ur snaraukist á síðustu árum. Ólíkt því sem gerist í nágranna- löndunum hafa dýraverndunar- sinnar ekki beint spjótum sínum að íslenskum tilraunastofum enda gilda mjög strangar reglur um meðferð dýranna. Dýr eru notuð við ýmiss kon- ar tilraunir hér á landi, sérstak- lega á sviði lyfjafræði og lækn- inga. Tilraunadýr eru hins veg- ar ekki ræktuð hérlendis held- ur eru þau flutt inn frá Dan- mörku. Að sögn Eggerts Gunnarsson- ar, dýralæknis á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, hefur innflutningurinn vaxið hröðum skrefum. Þannig voru ríflega þrjú þúsund til- raunamýs fluttar til landsins í fyrra, samanborið við 1.500 árið áður, en auk þess voru um sex hundruð rottur fluttar hingað inn árið 2004. „Menn eru einfaldlega að gera sér grein fyrir að dýr geta verið hentug í þessu skyni,“ seg- ir Eggert. Mjög strangar reglur gilda um meðferð dýranna. Þannig kveður reglugerð á um að ein- ungis megi nota dýr í tilraunum „ef ekki eru þekktar aðrar hag- kvæmar og hentugar leiðir“ og er þess gætt í hvívetna að dýrin þjáist eins lítið og mögulegt er. Tilraunadýranefnd, sem í situr siðfræðingur, fjallar um hverja einustu tilraun og einungis þeir sem hafa tilskilin réttindi fá að inna tilraunina af hendi. - shg MÝSLA Mýs eru notaðar við ýmiss konar tilraunir hérlendis. Flestar tengjast læknis- og lyfjafræði. Arfavitlaus hagstjórn Fyrirtæki sem byggja afkomu sína á erlendri mynt lí›a fyrir hátt gengi krón- unnar og hækkandi st‡rivexti. Gengi krónunnar styrkist enn frekar og Se›la- bankinn hefur tilkynnt um hækkun st‡rivaxta á flri›judag. EFNAHAGSMÁL „Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér,“ segir Guðmundur Kristjáns- son, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Guðmundur segir vandann vera heimatilbúinn því ríkið eigi bæði Íbúðalánasjóð sem dæli út peningum og Seðla- bankann á hinum endanum. Hann telur að þessar aðferðir eigi eftir að leggja útflutningsgreinarnar í rúst. „Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma litið,“ segir Guðmundur. Í sama streng tekur Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Ís- landsferða. Hann segist sjá fram á versnandi hag ferðaþjónustu í kjölfar hækkunar á stýrivöxtum. „Því sterkari sem krónan er, þeim mun verri verða aðstæður okkar. Við erum trúlega í um fimmtán prósentum verri aðstöðu núna en fyrir ári síðan vegna gengisþró- unarinnar,“ segir Stefán. Hann út- skýrir að verið sé að keppa við þjónustu í öðrum löndum þar sem gengi er stöðugt. Þannig sé um að ræða ytri aðstæður í rekstrinum sem valdi verðhækkunum og minni eftirspurn. Viðar Viðarsson, fram- kvæmdastjóri EJS, segist ekki viss um að gengið hafi allt að segja fyrir þá sem flytja vörur inn. „Þó að gengið styrkist eða veikist þýðir það bara batnandi eða versnandi aðstæður fyrir alla sem eiga í innflutningi,“ segir Viðar. Hann segir áhuga sinn fremur beinast að gengis- þróun þeirra gjaldmiðla sem hann og samkeppnisaðilarnir eru að nota. Viðar segir við- skiptavini fyrirtækisins njóta hagstæðrar gengisþróunar. - óká / sjá síðu 4 Lögmaður 365 prentmiðla: Sn‡st um tján- ingarfrelsi› LÖGBANN Lögbann var í gær sett á birtingu tölvupósta sem Jónína Benediktsdóttir fékk og sendi og Fréttablaðið hefur haft undir höndum. „Í mínum huga þá er þetta mál sem varðar ekki sérstaklega Fréttablaðið eða þessi tölvugögn heldur snýst það miklu frekar um það hvar mörk tjáningarfrelsis- ins liggja,“ segir Jón Magnússon, lögmaður 365 prentmiðla. 365 prentmiðl- ar hyggjast fá banninu hnekkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón segir að ef það takist ekki sé ljóst að persónuverndarákvæðið sé farið að ná langt umfram tján- ingarfrelsið. „Þá erum við komin í mikinn vanda. Þá er spurning hvort eðli- leg fjölmiðlun fái þrifist og hvort hægt sé að halda uppi eðlilegri lýðræðislegri starfsemi og upp- lýsingamiðlun í landinu. Það finnst mér meginatriðið í málinu.“ Jón segir lögbannið óvenju víð- tækt. „Ég veit ekki dæmi þess að áður hafi verið lagt lögbann á upp- lýsingar sem þegar hafa verið birtar – það er mjög sérstakt.“ - th / sjá síðu 2 HELGARVIÐTAL 30 ▲ FANN ÁSTINA Í AMERÍKU BESSASTAÐIR BAÐAÐIR BLEIKU LJÓSI Í tilefni þess að október er helgaður árveknisátaki um brjóstakrabbamein kveiktu forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og kona hans, Dorrit Moussaieff, á bleikum ljóskösturum í gær. Bessastaðir verða lýstir fram á mánudag. Vistvænar greftranir: Líkin ver›a frostflurrku› SVÍÞJÓÐ Yfirvöld í bænum Jönköp- ing í Svíþjóð hyggjast bjóða upp á umhverfisvænar jarðarfarir árið 2007. Aðferðin er þróuð af vist- fræðingum og felst í því að líkin verða frostþurrkuð og þeim þannig breytt í duft. Með þessu móti verður hægt að grafa grynnri grafir og hinar jarðnesku leifar byrja að næra jarðveginn innan nokkurra vikna. Kirkjan hyggst styðja þessa áætl- un og telur aðferðina ekki óskylda líkbrennslu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. ■ JÓN MAGNÚSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SIGURÐUR AXEL SVEINSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.