Fréttablaðið - 01.10.2005, Qupperneq 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
61,55 61,85
108,66 109,18
74,22 74,64
9,944 10,002
9,429 9,485
7,952 7,998
0,5427 0,5459
89,18 89,72
GENGI GJALDMIÐLA 30.09.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
104,2646
4 1. október 2005 LAUGARDAGUR
Verktakar sem vinna að stækkun Norðuráls fengu matareitrun:
Sjötíu i›na›armenn fá ni›urgang
MATAREYTRUN Um sjötíu iðnaðar-
menn á Grundartanga veiktust af
matareitrun aðfaranótt fimmtudags
eftir að hafa borðað svínagúllas á
miðvikudag. Sumir voru svo illa
haldnir að þeir treystu sér ekki í
vinnuna daginn eftir.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
lét taka sýni bæði úr starfsmönnun-
um og á vettvangi og beðið er eftir
niðurstöðum úr þeim.
„Það kom upp sýking, en það er
ekkert komið úr rannsóknum enn
hvað þetta var. Áður en við vitum
nákvæmlega hvað þetta er getum
við ekki fullyrt eitt eða neitt,“ segir
Helgi Helgason, framkvæmdastjóri
Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins voru það ekki starfsmenn
Norðuráls sem veiktust, heldur iðn-
aðarmenn sem starfa sem verktak-
ar á svæðinu og snæða í öðru mötu-
neyti en starfsmenn Norðuráls.
Um 500 iðnaðarmenn vinna að
stækkun Norðuráls á Grundartanga
og sér veitingahúsið Hrói Höttur
um matsölu til verktakanna.
Starfsfólk Hróa Hattar staðfest-
ir að verið sé að rannsaka matar-
eitrunina en neitar að gefa Frétta-
blaðinu fleiri upplýsingar. - smk
Útflutningsgreinar í uppnámi
Samspil hækkandi st‡rivaxta Se›labankans og gengisflróunar veldur fleim áhyggjum sem byggja afkomu
sína á erlendri mynt. Se›labankinn hækkar á flri›judaginn st‡rivexti í 10,25 prósent til a› slá á ver›bólgu
innanlands og gengi krónunnar er flegar fari› a› styrkjast.
Pólskir unglingar:
Létust í
pílagrímaför
VARSJÁ, AP Að minnsta kosti þrettán
pólskir unglingar létust í hörðum
árekstri rútu og vöruflutningabíls
í sunnanverðu Póllandi í gær.
Unglingarnir voru á leið frá
borginni Bialystok til klausturs-
ins Czestochowa en þar er helgi-
dómur sem milljónir pílagríma
heimsækja á ári hverju. Sextíu
manns voru í rútunni og slösuðust
40 þeirra í árekstrinum og eldin-
um sem kviknaði í kjölfarið. Öku-
menn beggja bifreiðanna biðu
bana.
Borgarstjórinn í Bialystok hef-
ur lýst yfir þriggja daga sorg og
hvatti íbúa borgarinnar til að gefa
blóð. ■
VÆNDISHÚS Breska lögreglan bjargaði
konum úr þrælkun.
Austur-evrópskar konur:
Bjarga› úr
kynlífsánau›
BRETLAND Nítján konum á aldrin-
um nítján til þrjátíu ára var í gær
bjargað af lögreglu frá nuddstofu
í Birmingham á Englandi þar sem
þær höfðu verið þvingaðar til
þess að vinna sem vændiskonur.
Tveir menn og ein kona voru
handtekin og skotvopn og pening-
ar gerð upptæk.
Vegabréf kvennanna höfðu
verið tekin af þeim, þær læstar
inni við vændi á kvöldin og læst-
ar inni í húsi á daginn. Að sögn
BBC eru þær flestar frá löndum
Austur-Evrópu. ■
Miðasala Þjóðleikhússins:
Sími 551-1200
www.leikhusid.is
Sýningum að ljúka
Sjávarútvegur:
ARFAVITLAUS
HAGSTJÓRN
„Vandinn er heimatilbúinn. Ríkið á
bæði Íbúðalánasjóð sem dælir út pen-
ingum og svo Seðlabankann hinum
megin. Hagstjórnin er eins arfavitlaus
og hægt er að hugsa sér,“ segir Guð-
mundur Kristjánsson, forstjóri útgerð-
arfélagsins Brims á Akureyri.
Hann segir menn ekki búna að bíta úr
nálinni með hvernig lagt sé að útflutn-
ingsiðnaði með stýrivaxtahækkunum
sem muni styrkja gengi krónunnar enn
frekar. „Þetta leggur útflutningsgrein-
arnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara
ekki í ljós alveg strax, en þær verða
mjög alvarlegar til lengri tíma litið. Á
næstu misserum dregst bara hægt og
rólega saman útflutningur á Íslandi og
verður mjög erfitt að ná honum upp
aftur.“
Ferðaþjónusta:
VERSNANDI
AÐSTÆÐUR
„Því sterkari sem krónan er, þeim mun
verri verða aðstæður okkar,“ segir
Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Ís-
landsferða, sem sér fram á versnandi
hag ferðaþjónustunnar í kjölfar stýri-
vaxtahækkunar Seðlabankans. „Nóg er
þetta nú í dag. Við erum trúlega í um
fimmtán prósentum verri aðstöðu
núna heldur en fyrir ári síðan vegna
gengisþróunarinnar.“ Hann segir erfitt
fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaði að bregðast
við, enda sé þarna um að ræða ytri
aðstæður í rekstrinum og verðhækkan-
ir í geiranum komi bara niður á eftir-
spurn. „Við erum enda að keppa við
löndin í kringum okkur þar sem gengið
er ekkert að breytast og á sama tíma
draga stjórnvöld úr kynningu á land-
inu. En við berjumst bara áfram þó að-
stæður séu erfiðar.“
Innflytjendur:
GENGIÐ SKIPTIR
EKKI ÖLLU
„Alls ekki er víst að við sem eigum í
samkeppni kaupum inn á sama gengi
þannig að gengisþróun ein og sér segir
ekki alla söguna,“ segir framkvæmda-
stjóri Einars J. Skúlasonar, en fyrirtækið
flytur inn tölvubúnað, hugbúnað og
aðrar vörur. „Þannig að þó gengið
styrkist eða veikist þýðir það bara
batnandi eða versnandi aðstæður fyrir
alla sem eiga í innflutningi. Þannig að
áhugi minn beinist meira að gengis-
þróun þessara gjaldmiðla sem við
samkeppnisaðilarnir erum að versla í.“
Viðar segir þó alveg ljóst að viðskipta-
vinir fyrirtækisins fái að njóta hag-
stæðrar gengisþróunar. „Auðvitað er sí-
fellt verið að verðleggja eins og mark-
aðurinn þolir, en þegar innkaupsverð
lækkar skilar það sér og ef það hækk-
ar.“
Peningamarkaður:
SNERTIR
AFMÖRKUÐ SVIÐ
„Heildaráhrifin á bankakerfið eru ekki
mikil þó svo að áhrifin komi fram á af-
mörkuðum sviðum,“ segir Atli B. Guð-
mundsson, hjá greiningardeild Íslands-
banka, um stýrivaxtahækkun Seðla-
bankans. „Vextir á bæði útlánum og
innlánum til skamms tíma hækka í
kjölfarið og þannig hefur ákvörðun
Seðlabankans áhrif á viðskiptavini
bankanna,“ segir hann og vísar þar til
dæmis til yfirdráttarlána og skemmri
skuldabréfalána. „Svo breytast líka
vextir á millibankamarkaði með krónur
þar sem bankarnir lána hver öðrum
innbyrðis peninga til skamms tíma, en
það er ekki stór hluti af heildarstarf-
semi þeirra.“
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON,
FORSTJÓRI BRIMS.
STEFÁN EYJÓLFSSON,
FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍSLANDSFERÐA.
VIÐAR VIÐARSSON,
FRAMKVÆMDASTJÓRI EJS.
ATLI B. GUÐMUNDSSON, SÉRFRÆÐINGUR
HJÁ GREININGU ÍSLANDSBANKA.
M
YN
D
/G
ET
TY
I
M
AG
ES
Laganna verðir:
Sag›ir hafa
stoli› munum
BANDARÍKIN Fjórum lögreglumönn-
um frá New Orleans hefur verið
sagt upp störfum vegna gruns um
að þeir hafi látið greipar sópa um
verslanir eftir að fellibylurinn
Katrín reið yfir borgina.
Rannsókn málsins hófst þegar
fréttamyndir sýndu lögregluþjóna
með fangið fullt af góssi. Talið er að
í það minnsta tólf laganna verðir
hafi gerst sekir um gripdeildir í
kjölfar hamfaranna en sumir þeirra
munu þó einungis hafa tekið brýn-
ustu nauðsynjar, svo sem mat, til að
geta haldið störfum sínum áfram.
Þeir sem sagt var upp eru hins veg-
ar ásakaðir um að hafa stolið raf-
tækjum og skartgripum. ■
NORÐURÁL Verktakar sem starfa að stækkun Norðuráls á Grundartanga fengu slæma
matareitrun í vikunni. Það voru ekki starfsmenn Norðuráls sem veiktust, heldur menn
sem snæða í öðru mötuneyti.