Fréttablaðið - 01.10.2005, Page 6
6 1. október 2005 LAUGARDAGUR
Skemmtibátur sem fórst á Viðeyjarsundi:
Báturinn var á sautján
sjómílna hra›a
SJÓSLYS Skemmtibáturinn sem fórst
á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. sept-
ember var á 17 sjómílna hraða þegar
hann sigldi á Skarfasker, en það jafn-
gildir tæplega 31 kílómetra hraða á
klukkustund.
Í atvikalýsingu rannsóknarnefnd-
ar sjóslysa kemur fram að klukkan
verið 1.38 þegar bátnum var siglt á
skerið, en sendingar frá GPS-tæki
hættu 27 mínútum síðar. Þá hafði
bátnum verið siglt frá skerinu þang-
að sem hann sökk.
Ekki hefur verið skorið úr um
hvort fram fari sjópróf vegna slyss-
ins. Þá stendur enn rannsókn lög-
reglu á tildrögum þess og ekki vitað
hvenær henni lýkur.
Jón Arilíus Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri rannsóknarnefndar
sjóslysa, segir að sjópróf verði ekki
haldin nema farið verði fram á það,
en stundum komi fram beiðni um
slíkt frá tryggingafélögum eða eig-
endum báta. Hann segir hins vegar að
nefndin muni ekki hefja slíka rann-
sókn að fyrra bragði. Hann segir þó
að gerð verði skýrsla um slysið sem
birt verði á vef nefndarinnar þegar
hún liggur fyrir. „Í slysinu eru þættir
sem við viljum taka á og erum enn að
safna gögnum í,“ segir hann. - óká
Morgunbla›i› gerst
brotlegt a› eigin mati
BAUGSMÁLIÐ Morgunblaðið telur það
brot á lögum að birta tölvupóstsam-
skipti einstaklinga. Við því séu við-
urlög og þung refsing. Morgunblaðið
hefur að minnsta kosti tvívegis birt
tölvupóst einstaklinga án þeirra
samþykkis og hefur því að eigin mati
gerst brotlegt gegn lögum því einka-
tölvupóstur Össurar Skarphéðins-
sonar og Gunnlaugs Sigmundssonar
hafa birst án þeirra samþykkis á síð-
um Morgunblaðsins.
Í ritstjórnargrein Morgunblaðs-
ins í gær segir: „Atli Gíslason,
hæstaréttarlögmaður og lögfræðing-
ur Blaðamannafélags Íslands, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
birting á tölvupóstum án heimildar
væri brot gegn almennum hegning-
arlögum og mannréttindakafla
stjórnarskrár.“
Niðurlag ritstjórnargreinarinnar
er: „Stuldur á tölvupóstum er lögbrot
og viðurlög eru þung refsing. Birting
Fréttablaðsins á tölvupóstssamskipt-
um nokkurra einstaklinga er lögbrot
og viðurlög eru þung refsing. Að
auki heldur Atli Gíslason því fram,
að sú birting sé einnig brot á mann-
réttindakafla stjórnarskrár.“
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Morgunblaðsins, sagði á starfs-
mannafundi á Morgunblaðinu í vik-
unni um ástæðuna fyrir því að hann
hefði ekki birt fréttir um Baugsmál-
ið byggðar á gögnum Jóns Geralds
Sullenberger: „Ég vildi ekki birta
neitt af þessu því þetta voru innan-
hússskjöl frá fyrirtæki úti í bæ og
mér fannst þetta mál ekki eiga
heima á síðum dagblaðanna heldur
hjá lögfræðingi.“ Morgunblaðið
birti hins vegar bréfaskipti Norður-
ljósa og Landsbankans vegna fjár-
hagsstöðu Norðurljósa og lánamála
félagsins, fáeinum mánuðum síðar.
Sigurður G. Guðjónsson, þáverandi
forstjóri Norðurljósa, segist hafa
gefið leyfi fyrir birtingu bréfanna,
en að sögn Brynjólfs Helgasonar,
sem annar tveggja ritaði undir bréf
Landsbankans, gaf Landsbankinn
ekki leyfi fyrir birtingunni.
sda@frettabladid.is
HEIMSÓKNUM MÓTMÆLT Taívanski lög-
fræðingurinn May Chin ásamt hópi mót-
mælenda.
Junichiro Koizumi:
Braut ákvæ›i
stjórnarskrár
TOKYO, AP „Ég skil ekki hvernig
heimsóknir mínar til Yasukuni
brjóta í bága við stjórnarskrána.
Ég fer þarna af virðingu við hina
látnu og með því hugarfari að við
megum aldrei heyja annað eins
stríð,“ segir Junichiro Koizumi,
forsætisráðherra Japans.
Hæstiréttur í Osaka úrskurð-
aði í gær að Koizumi hefði brotið
stjórnarskrárákvæði um trúar-
brögð í vor með því að skoða
minnisvarða sem sagt er að heiðri
hernaðarsögu Japana. Taívanar
kærðu forsætisráðherrann en
Japanar frömdu ýmis grimmdar-
verk í stríðum sínum við Kínverja
á sínum tíma. ■
Ætlarðu að fara til útlanda í
vetur?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Var rétt að setja lögbann á
Fréttablaðið?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
50%
50%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
Í ritstjórnargrein Morgunbla›sins í gær segir a› fla› sé brot á lögum a› birta
tölvupóstsamskipti einstaklinga. Morgunbla›i› hefur fló a› minnsta kosti tví-
vegis birt einkapóst einstaklinga án fleirra samflykkis.
EINKAPÓSTUR Í MORGUNBLAÐINU Í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu í gær segir að það sé brot
á lögum að birta tölvupóstsamskipti einstaklinga. Sunnudaginn 10. maí 1998 birtist orðréttur í
Morgunblaðinu og í óþökk sendanda tölvupóstur sem Gunnlaugur Sigmundsson sendi þingmönn-
um. Sunnudaginn 3. mars 2002 birtist orðréttur í Morgunblaðinu og í óþökk sendanda og viðtak-
enda tölvupóstur Össurar Skarphéðinssonar varðandi Baug.
GENF, AP „Ómögulegt er að áætla
hversu margir kunna að látast úr
fuglaflensu ef faraldur verður að
veruleika,“ segir Dick Thompson,
talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar WHO. WHO varar nú við
að allt að 7,4 milljónir manna geti
látið lífið.
Á fimmtudag lýsti fulltrúi hjá
Sameinuðu þjóðunum því yfir að
mannfall gæti orðið á bilinu fimm
til 150 milljónir. „Við munum ekki
vita hversu skæður faraldurinn
raunverulega verður fyrr en hann
er kominn af stað,“ segir Thomp-
son hins vegar.
Veiran sem veldur flensunni hef-
ur enn sem komið er aðeins smitast
úr fuglum í menn en óttast er að hún
muni stökkbreytast þannig að hún
geti smitast manna á milli og þannig
valdið faraldri um víða veröld með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Veirustofninn sem kallast H5N1
hefur lagt að velli tugi milljóna
fugla í Asíu síðan árið 2003. Enn
sem komið er hafa 65 manns látist
af völdum veirunnar. - saj
Símasamband rofnaði:
Ljóslei›ari
slitna›i
FJARSKIPTI Vegna slitins ljósleið-
ara í Tungudal á Ísafirði rofnaði
símasamband við GSM farsíma
á Suðureyri og Flateyri. Vegna
bilunarinnar urðu neyðarsímar í
Vestfjarðagöngunum milli
Botns og Breiðafjarðarheiðar
óvirkir. Lögreglan á Ísafirði var
því með eftirlit í göngunum á
meðan á viðgerð stóð.
Samkvæmt Bæjarins besta á
Ísafirði var það maður á skurð-
gröfu sem olli rafmagnsleysinu
með því að taka í sundur ljós-
leiðara í Tungudal í Skutulsfirði.
Vonast var til að viðgerðinni
lyki í nótt. - grs
SUÐUR-AFRÍKA
HENTI VINNUMANNI FYRIR LJÓNIN
Dómstóll í Jóhannesarborg hefur
dæmt Mark Scott-Crossley í lífstíð-
arfangelsi fyrir morð á þeldökkum
vinnumanni á bóndabýli sínu.
Crossley lét berja manninn, binda
hann og fleygja honum ofan í ljóna-
gryfju þar sem hann var bitinn til
bana.
Ágreiningur um hversu skæð fuglaflensan getur orðið:
Mannfalli› gæti
hlaupi› á milljónum
MÖGULEGUR SMITBERI? Maður sleppir
bréfdúfu í kappflugi. Grunur leikur á því að
48 tilfelli um fuglaflensu í mönnum hafi
komið upp í Indónesíu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
FERÐ BÁTSINS RÉTT FYRIR OG EFTIR ÁREKSTURINN Á kortinu má sjá hvar báturinn kom
siglandi vestur Viðeyjarsund áður en honum var snúið við og siglt á Skarfasker. Honum
var svo siglt af slysstaðnum og sökk á sundinu.
Stykkishólmur:
Uppsagnir í
rækjuvinnslu
SJÁVARÚTVEGUR Tuttugu og fimm
manns hefur verið sagt upp
störfum hjá rækjuvinnslu Sig-
urðar Ágústssonar ehf. í Stykk-
ishólmi. Fyrirtækið mun hætta
rækjuvinnslu sinni frá og með
næstu áramótum. Ástæða lokun-
arinnar er langvarandi óhag-
stæð ytri skilyrði í rækju-
vinnslu.
Sigurður Ágústsson segir það
áfall að grípa til uppsagna, en
það sé eina leiðin til þess að
bregðast við slæmum aðstæðum
á mörkuðum. Sigurður telur að
hátt gengi íslensku krónunnar
skipti þar mestu máli því það sé
gífurlega óhagstætt útflutnings-
greininni. Alls hefur um áttatíu
manns verið sagt upp störfum í
rækjuvinnslu síðastliðinn sóla-
hring. Rækjuvinnslan Íshaf á
Húsavík sagði upp 25 manns og
Strýta, rækjuvinnsla Samherja
sagði upp þrjátíu manns vegna
samdráttar. ■
Ferðamenn:
200 leigubílar
á bryggjunni
SAMGÖNGUR Flestir leigubílar
Reykjavíkur voru kallaðir út í
sama verkefnið, þegar erlent
skemmtiferðaskip sem rúmar
tvö þúsund og fjögur hundruð
manns lagðist við bryggju í
Reykjavík í dag.
Tæplega 200 leigubílar voru
kallaðir út, auk fjölda langferða-
bíla, og sáu bílstjórarnir um að
ferja fólkið í land, þar sem það
fór í stuttar ferðir niður í miðbæ
Reykjavíkur, í Bláa lónið eða
alla leið að Gullfossi og Geysi. ■