Fréttablaðið - 01.10.2005, Side 12

Fréttablaðið - 01.10.2005, Side 12
Hvað get ég talað um annað en Baugsreyfarann? Án þess þó að geta það eða vilja það. Ég get það hvorki né vil vegna þess að fjögur barna minna og Jón Ásgeir eru systrabörn og ég hef átt góðan kunningsskap við Styrmi Gunn- arsson í áratugi. Eins og fyrrver- andi svila minn, Jóhannes í Bónus. Mér þykir vænt um allt þetta fólk. Nú sæta þeir Baugsfeðgar ákær- um vegna efnahagsbrota og rit- stjóri Morgunblaðsins meintur meðhjálpari í meintri aðför að Baugsveldinu. Mér er hálfpartinn orða vant, hvað þá að manni sé hlátur í huga í miðri þessari sápu- óperu allri. Og svo verður sápan ennþá reyfarakenndari þegar inn í hana blandast svæsinn og illa fenginn tölvupóstur, gírugir aukaleikarar í hefndarhug, lystisnekkjur, ástar- sambönd og eldglæringar milli Moggans og Fréttablaðsins, sem ekki eru einu sinni í því hlutverki að miðla fréttum, heldur eru á kafi í atburðarásinni sjálfri. En hvernig í veröldinni stendur á öllu þessu uppþoti? Hvar eru upptökin? Hvernig stendur á því að spjót standa á mönnum og fyrirtækjum, æru þeirra og trú- verðugleika? Það er þetta sem ég vildi kannske fjalla um, ef ég voga mér að leggja orð í belg. Á seinni árum hefur ríkt hér á landi sérkennilegt ástand (sumir kalla það andrúmsloft), að því leyti að menn og málefni eru dreg- in í dilka. Sumir góðir, aðrir slæm- ir. Andrúmsloft undirgefni eða eineltis. Í krafti auðmýktar og þjónkunar, foringjahollustu og takmarkalauss þrælsótta hafa sumir komist í náðina, meðan aðrir hafa verið settir út af sakra- mentinu, fyrir að ganga ekki í takt við almættið. Þú ert okkar maður eða hefur verra af. Þetta hafa menn fundið og skilið, hvort held- ur í pólitík, viðskiptum, embætt- um eða í farþegasætunum. Og þannig hafa verið gefin út skot- leyfi á þá sem ekki eru þóknanleg- ir, meðan hinum undirgefnu er hyglað með bitlingum og brauð- molum, sem hrökkva af borði valdhafanna. Þannig er velþókn- uninni skipt upp á milli þeirra sem eru innundir, hinna „innmúruðu og ófrávíkjanlegu“. Og svo þegar þetta ástand skapast og fer saman við aukin fjárráð, þar sem hver toppar ann- an í auðæfum og lystisemdum, græðgin magnast og allar dyr opn- ast í krafti peninga og aðstöðu, leiðir þetta hvorutveggja til ann- arlegs, stundum spillts siðferðis, öfundar, óvildar og atbeina, þar sem engar leikreglur gilda, aðrar en lögmál frumskógarins. Þetta sjúklega ástand, þessi sorglega þróun er afsprengi þeirr- ar mammonsdýrkunar, sem hér hefur fengið lausan tauminn. Og þetta er afleiðing þeirrar stjórn- málaklisju, sem hefur hampað taumlausri gróðahyggju. Gjafa- kvótinn var upphafið og svo komu helmingaskipti bankanna og verð- bréfabraskið og útrásin í útlönd- um og smám saman hefur auð- stéttin fjarlægst almenning og út úr henni hefur vaxið ný kynslóð, sem veit ekki aura sinna tal án þess að hafa nokkurn tímann dýft hendi í kalt vatn. Og storkar gamla valdinu, sem gaf þessu ástandi líf, en vill þó stjórna því áfram. Þetta er Ísland í dag og hver á Ísland, nema annarsvegar þetta nýríka fólk, sem sumt hvert hefur það að siðgæði að hóta uppljóstrun leyndarmála gegn fégreiðslum og hinsvegar verndarenglar gamla valdsins sem sitja á leynifundum og hyggja ýmist á hefndir eða launráð. Aðförin að Baugsfeðgum er ekki endilega flokkspólitískt sam- særi, heldur angi af þeirri þjónk- un við valdið og lénsherrana, sem er í takt við þennan hugsunarhátt að þeir sem ekki makka rétt mega éta það sem úti frýs. Gott á þá. Ég veit ekki betur en að Styrm- ir Gunnarsson sé vænsti maður og auðvitað eru þeir Baugsfeðgar engir mafíósar. Gallinn er bara sá, að þeir eru leiksoppar í hruna- dansi siðferðisins og standa and- spænis hvor öðrum, þar sem gamli og nýi tíminn takast á. Ég leyfi mér að halda því fram að allur þessi atgangur stafi af þeirri blindu sýn okkar og þeirra, sem lifa og hrærast í þessu nýja þjóðfélagi samtímans, að það þurfi að draga fólk í dilka með- reiðarsveina og mótherja. Hverjir eru með okkur, hverjir á móti, hverjir eru í liðinu, hverjir eru andstæðingarnir? Þetta er andrúmsloftið, sem býr til þennan farsakennda reyfara og dregur gott fólk niður í svaðið. Uppskeran er í samræmi við sáninguna. Og svo er engu eirt, ekki einkapósti, ekki ástarsam- böndum, ekki einu sinni okkur hinum, sem megum horfa upp á þessi ósköp, sem öll snúast bara um eitt. Og aftur eitt. Peninga. Peninga og völd. Koma sýslumanns á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins ígær markar svartan dag í íslenskri fjölmiðlasögu. Eftirþessa aðgerð búa blaðamenn á Íslandi við annað og verra starfsumhverfi en áður. Nú þurfa þeir að venja sig við að full- trúar yfirvalda geti birst fyrirvaralaust á skrifstofum fjölmiðla og krafist gagna sem geta gert trúnað þeirra við heimildar- menn sína að engu. Upp frá þessum degi þurfa íslenskir blaðamenn sem sagt að gæta sín á því að hafa ekki á vinnustöðum sínum nein þau gögn sem geta rofið þann trúnað. Það er því ekki að ástæðulausu að stjórn Blaðamannafélags Íslands tekur sterkt til orða í yfirlýs- ingu sinni um það sem stjórnin kallar aðför að tjáningarfrels- inu. Þar segir: „Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissam- félagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af horn- steinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti.“ Hvað er það sem rekur sýslumann til þessara harkalegu að- gerða? Jú, Fréttablaðið sagði frá fundi eins helsta ráðgjafa for- manns Sjálfstæðisflokksins, ritstjóra Morgunblaðsins og fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um það sem mörgum vik- um síðar varð að Baugsmálinu. Fréttablaðið sagði líka frá því að fyrrnefndur ritstjóri hefði ásamt konu, sem taldi sig eiga eitthvað sökótt við eigendur Baugs, lagt á ráðin um að koma gögnum um fyrirtækið til tollstjóra með von um rannsókn. Og þá sagði Fréttablaðið frá því að sama kona hefði reynt að kúga fyrirtækið til viðskipta við sig með hótunum um rannsókn yfir- valda. Heimildirnar fyrir þessum fréttum voru afrit af tölvu- póstum sem bárust Fréttablaðinu. Og nú er spurt, hver er glæpur Fréttablaðsins? Ýmsir hafa talað um stuld á persónulegum gögnum. Þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins sem tók fram að sú hlið væri hið eina frétt- næma við málið. En er það ekki frétt, sem kemur fólkinu í land- inu við, að þrír af hans nánustu ráðgjöfum sátu og réðu ráðum sínum um væntanlega málsókn gegn fyrirtæki sem alkunna er að hann hefur megna óbeit á? Er það ekki frétt í ljósi þess að forráðamenn þessa fyrirtækis hafa allt frá upphafi sagt aðgerð- ir yfirvalda úr öllu samhengi við sakargiftirnar og að orsökin fyrir því væri af pólitískum toga? Auðvitað er það frétt, þótt einhverjum hljóti að svíða að ekki tókst að afmá fingraför manna úr innsta kjarna Sjálfstæðis- flokksins af málinu þar sem einn þeirra skildi eftir sig slóð upp- lýsinga sem komið var á framfæri við Fréttablaðið. Það skal ítrekað að Fréttablaðið hefur í fréttum sínum ekki birt neitt um einkahagi fólks úr þeim gögnum sem blaðið hafði undir höndum og blaðamenn þess hafa ekki gert sig seka um þjófnað. Í því samhengi er rétt að endurtaka þessi vísu orð sem voru sett fram í leiðara Morgunblaðsins fyrir áratug þegar blaðið þurfti að verja trúnaðarsamband við heimildarmann sinn frammi fyrir dómstólum: „Þeir sem starfa við fjölmiðla vita að upplýsingar berast oft til þeirra með margvíslegum hætti og ekki alltaf á þann veg, sem þeir sem utan við standa telja að liggi beinast við.“ 1. október 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Eftir aðgerðir sýslumanns búa íslenskir blaðamenn við verra starfsumhverfi en áður. Hver er glæpur Fréttabla›sins? FRÁ DEGI TIL DAGS Í takt vi› tí›arandann Blaðið biðlar til Styrmis Dagblaðið Blaðið hefur átt sína spretti að undanförnu en blaðinu er dreift ókeypis í öll hús á höfuðborgarsvæð- inu og víðar. Nú berast af því fregnir að eigendur Blaðsins vilji nýta sér ástand- ið í Morgunblaðshöllinni til að afla blaðinu frekari útbreiðsu og styrkja fjárhagslegan grundvöll þess. Þannig sást til þeirra Styrmis Gunnarssonar ritstjóra, Kristins Björnssonar, varaformanns stjórnar Árvakurs, og Sigurðar G. Guðjónssonar, leiðarahöf- undar Blaðsins, funda í vik- unni. Er beðið með eftir- væntingu víða í þjóðfé- laginu eftir því að til- kynnt verði um niður- stöður fundarins. Framsóknarflugvél ólent Landssamband framsóknarkvenna hélt á dögunum landsþing á Ísafirði þar sem framsóknarkonur víða af landinu gerðu sér góða helgi. Fyrir þingið hafði borgarfulltrúinn Anna Kristinsdóttir til- kynnt í viðurvist lykilmanna úr grasrót- arhreyfingu Framsóknarflokksins að hún ætlaði að gefa kost á sér til forystu í hreyfingunni og myndi mæta í einkaflugvél til Ísafjarðar ef þess þyrfti. Var því búist við spennandi kosningu. Á Ísa- fjarðarflugvelli var beðið eftir einkaflugvél lengi vel og gerðar viðeig- andi ráðstafanir en hvorki flugvélin né Anna virðast hafa lagt í langflug og var því Bryndís Bjarnarson kosin formaður með dynjandi lófataki. Læti í útvarpshúsinu Fjölmiðlafyrirtækið 365 og Ríkisútvarp- ið hafa að undanförnu stolið mönnum hvort frá öðru. Þegar 365 reið á vaðið og hirti Loga Bergmann Eiðsson af Ríkisútvarpinu brást Páll Magnússon útvarpsstjóri við tómarúminu með því að hirða Þórhall Gunnarsson af Stöð 2. Hjá Ríkisútvarpinu eru menn ekki vanir öðru en að á skrifstofu út- varpsstjóra ríki nokkur lognmolla og rólegheit. Á því hefur að sögn orðið talsverð breyting eftir að Páll tók við og heyrist meira milli veggja þar en áður. hjalmar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fietta er Ísland í dag og hver á Ísland, nema annarsvegar fletta n‡ríka fólk, sem sumt hvert hefur fla› a› si›gæ›i a› hóta uppljóstrun leyndarmála gegn fégrei›slum og hinsvegar verndarenglar gamla valdsins sem sitja á leynifundum og hyggja ‡mist á hefndir e›a launrá›. ELLERT B. SCHRAM UPP ÚR EINS MANNS HLJÓÐI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.