Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 26
26 1. október 2005 LAUGARDAGUR Bítbox er vaxandi listgrein í London. Bítboxarar eru meira a› segja byrja›ir a› vinna sér inn peninga á strætum Lundúna sem götuspilarar. Birgir Örn Steinarsson hitti Streetbox, sem var fyrsti dúettinn til fless a› færa listgreinina út á götu. Eina kvöldið sem það er lög-legt að spila tónlist úti ágötu á Íslandi er á Menning- arnótt, en þá er stranglega bannað að taka peninga fyrir. Af hverju þessi löggjöf er við lýði hér er mér hulin ráðgáta en með henni eru okkur gefin þau skilaboð að þjóðfélagið sjái lítinn mun á söngvaskáldi, sem vill komast í samband við samborgara sína, og betlara. Þessi óbeinu skilaboð sökkva dýpra inn en okkur grun- ar. Þannig stóð ég sjálfan mig að því að horfa vel í kringum mig af ótta við að einhverjir Íslendingar leyndust á strætum Camden- hverfis Lundúnaborgar á föstu- daginn síðasta þegar ég stóð á götuhorni ásamt rappara og bít- boxara að vinna mér inn fyrir máltíð kvöldsins. Vél hermir eftir manni, maður apar eftir vél Það var þó hrein aðdáun sem dró mig á brúna yfir þrönga skipa- skurðinn í Camden þennan dag. Aðdáun á viðfangsefnum mínum. Þau heita Alexander Stell og Marisa Lock og mynda saman dúettinn Streetbox. Þau nota lista- mannanöfnin MC Xander og Blue. Xander er bítboxari en hún syng- ur og rappar ofan á. Þau nota að- eins tvo hljóðnema en hljóma eins og fullskipuð hljómsveit. Hann skaffar taktinn og bassalínurnar með munninum á meðan hún syngur ofan á. Streetbox er án efa fyrsti bít- box-dúettinn í London til þess að vinna fyrir sér á götunni. Þau drógu fyrst magnara sinn út á götu í byrjun júlí og hafa reynt að fara á hverjum virkum degi siðan. Nú þegar eru eftirhermur byrjað- ar að láta á sér kræla. Um helgar vinna þau bæði fyrir sér sem rapparar og kynnar á þekktum klúbbum í London. MC Xander er á hljóðnemanum á hverju föstudagskvöldi á The End, einu virtasta musteri dans- tónlistar í London. Sextán ára hafði hann lært af sjálfum sér að spila á píanó, gítar, bassa og trommur. Hann keypti tölvu til þess að hljóðrita lög sín, sem voru undir miklum áhrifum drum n’bass og breakbít. Hann hafði ekki efni á að kaupa almennileg tónlistarforrit en leysti það vandamál með því að syngja inn hvert hljóðfæri fyrir sig. Fljót- lega áttaði hann sig á því að lögin hljómuðu vel með munnhljóðun- um einum saman og lét þau standa. „Ég vildi ekki vera háður nein- um öðrum,“ útskýrir Xander yfir kaffibolla áður en haldið er út á götu. „Það er svo gott við bítboxið að þú getur bara mætt á staðinn og gert þitt eins lengi og það er míkrófónn á staðnum. Þannig kem ég líka minni eigin tónlist að á klúbbkvöldum ef plötusnúðarnir stoppa í örlitla stund.“ „Þú þarft ekki plötusnúð til þess að spila undir hjá þér,“ segir Blue. „Þú hljómar sjálfur eins og plata. Það er virkilega gaman að sjá fólk úti á götu sem hefur aldrei séð þetta, það missir alveg andlitið.“ Blue er fyrrum ballettdansari frá Ástralíu sem hefur unnið sem atvinnutónlistarmaður frá 2002. Þar starfaði hún með hljómsveit sinni Chi-Qi sem spilaði fönk og beitti brellum til þess að fanga athygli tónleikagesta. Hún fluttist til Bretlands eftir að félagi henn- ar, tónlistarmaðurinn Luke Vibert, hvatti hana til þess að koma. Blue og Xander eru sammála um að röddin geti framkallað mun áhugaverðari hljóðsveiflu en hljóðgervill. „Það er svolítið skemmtilegt að mannkynið er eiginlega búið að fara í heilan hring hvað hljóðfæri varðar,“ segir Blue. „Flest hljóð- færi eru hönnuð út frá manns- röddinni. Takturinn kemur svo auðvitað upphaflega frá hjartslættinum. Mannkynið bjó til hljóðfæri og svo vélar upp úr því sem fæddist í röddinni. Núna erum við að herma eftir því sem þessar vélar gera með röddinni.“ Fín mánaðarlaun á götunni MC Xander hefur starfað í rúmt ár sem atvinnutónlistarmaður og kom meðal annars fram með Atomic Hooligans á Glastonbury- hátíðinni síðast. Þegar hann geng- ur um stræti Camden er hann oft stöðvaður af aðdáendum. Maður- inn er fæddur til þess að vera á sviði. Af hverju kýs hann þá að halda sig á götunni, í stað þess að spila á börunum á kvöldin? „Þetta er auðveldasta leiðin til þess að komast í samband við sem flesta og ná til þeirra sem annars myndu ekki fara að sjá bítbox,“ útskýrir Hápunktar í sögu bítbox 1984 Bobby McFerrin gefur út The Voice sem var einungis gerð með rödd hans. 1999 Razhel, bítboxari The Roots, gefur út Make the Music 2000. 2004 Björk gefur út Medúllu – vinnur með bítboxurunum Razhel, Japananum Dokaka og Bretan- um Shlomo. 2004 Sony gerir samning við Killa Kela. 2005 Fyrsta heimsmeistaramótið í bítbox haldið í Leipzig í Þýska- landi. GATAN BORGAR MEIRA NÁM Í DANMÖRKU Í boði er: Á ensku og dönsku •Byggingafræði •Byggingaiðnfræði •Markaðshagfræði Á dönsku • Veltækni • Veltæknifræði • Landmælingar • Tölvutæknifræði • Aðgangsnámskeið • Byggingatæknifræði • Framleiðslutæknifræði • Útfl utningstæknifræði Hjá VITUS BERING í Horsens bjóðum við upp á margvíslega menntun. Fulltrúi skólans – Johan Eli Ellendersen, verður í Reykjavík á Radisson SAS, Hótel Sögu. Á tímabilinu - 1. til 15. Október 2005. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Johan Eli Ellendersen með því að hringja til Hótel Sögu í síma 525 9900 eða leggja inn skilaboð, og við munum hringja tilbaka, eða hringið beint í Eli í síma + 45 60100151. VITUS BERING DENMARK CHR. M. ØSTERGAARDS VEJ 4 DK-8700 HORSENS TEL. +45 7625 5000 FAX: +45 7625 5100 EMAIL: CVU@VITUSBERING.DK.www.vitusbering.dk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.