Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2005, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 01.10.2005, Qupperneq 27
Xander. „Svo fær maður bara meiri pening.“ Þessi vika hefur verið mjög góð fyrir hann og Blue. Þau seldu geisladiska fyrir um 80 þúsund krónur og græddu aðrar 30 þús- und krónur af klinki. Eitt gigg á barnum hefði kannski fært þeim um tólf þúsund krónur. Þetta er því mjög einfalt reikningsdæmi. Diskurinn sem þau eru að selja er fimm laga heimabrennt demó. Á því er eitt lag eftir þau, Rhythm of the Street, og fjögur tökulög. Þar á meðal eru Seven Nation Army eftir The White Stripes, Billie Jean eftir meistara Jackson og frábær útgáfa af Groove Is in the Heart eftir Dee-Lite. Það kost- ar þau 20 penní að gera hvert ein- tak, sem svo er selt á fimm pund. Þegar þau rétta mér eintak biðjast þau afsökunar á að ekki skuli vera fleiri frumsamin lög. Áætlunin sé að semja og hljóðrita fleiri frumsamin lög því þau vilji ekki vera tökulagasveit. Það er aðeins gert til þess að græða meira á götunni. „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að lögin verði nægilega góð til þess að fólk gleymi því hvernig þau eru unnin,“ segir Xander. „Þessa dagana er öll áhersla lögð á að þetta sé allt gert með munn- inum, frekar en að tónlistin sjálf sé höfuðatriðið.“ Þau eru þegar byrjuð að reyna að fanga athygli plötufyrirtækja. Ein aðferð var að draga magnar- ann beint upp að dyrum hjá öllum stærstu útgáfunum og taka lagið. Viðtökurnar hafa verið mismun- andi. Stundum var kallað á lögregl- una, aðrir réttu þeim nafnspjöld. Dansandi rónar Þegar kaffibollarnir eru tómir er sólin farin að skína yfir Camden og tími kominn til þess að fara í vinnuna. Vanalega þurfa þau á aukamanneskju að halda en hún er ekki með í þetta skiptið. Ég er því skipaður í hlutverkið. Á leið- inni að brúnni útskýra þau fyrir mér hvað ég eigi að gera. „Fyrst þegar við vorum að byrja var fólk alltaf að trufla okkur á meðan við vorum að syngja, vegna þess að það vildi kaupa diska,“ segir Blue. „Ég varð þá að kafa ofan í töskuna mína eftir skiptimynt á meðan ég var að syngja. Þú selur diskana þannig að fólk þurfi ekki að trufla okkur.“ „Líka ef þú sérð fólk vera að taka okkur upp á símunum sínum eða vídeókamerum, þá skaltu biðja það um að borga aðeins í pottinn eða hætta,“ segir Xander. „Þetta er vinnan okkar. Fólk áttar sig ekki alveg á því. Svo veit maður aldrei hvað fólk gerir við þessar upptökur.“ „Já, og ef þú getur safnað nöfn- um og netföngum á þennan lista hérna, þá ertu nokkuð góður,“ segir Blue. Þau draga magnarann að brúnni, stilla honum fyrir framan sig og stinga hljóðnemum sínum í samband. Blue leggur flautukass- ann sinn á stéttina við hliðina á magnaranum. Xander heldur hljóðnemanum þétt upp að vörum sér með vinstri hendinni og setur þá hægri á ímyndaðan takka á út- varpi og fer að stilla tíðnina með tilheyrandi hljóðum. Svo keyra þau beint í fyrsta lagið. Á öðru lagi hafa safnast um fimmtíu manns í kringum þau og sú tala helst allan tímann. Þennan dag seldi ég um tuttugu diska og skráði um fjörutíu manns á netlistann. Þar á meðal voru tveir fjölmiðlamenn og einn klúbbaeigandi frá Póllandi. Blue og Xander fá ekki frið frá vegfarendum þegar þau hafa lokið sér af og margir þeirra lofa gulli og grænum skógum. Næstu daga endurtaka þau svo leikinn á þeim stöðum sem þeim gengur best. Carnaby Street, South Bank, Covent Garden og hjá brúnni í Camden. Það ætti bara að vera tímaspursmál þar til einhver sem getur komið þeim almennilega á framfæri sér þau. biggi@frettabladid.is LAUGARDAGUR 1. október 2005 27 Áhugaverðar netsíður um bítbox: humanbeatbox.com beatboxing,com mcxander.co.uk streetboxers.co.uk 199kr. 999kr. Öll börn sem koma á markaðinn fá gefins Andrésblað og blöðru! OPIÐ alla dag a kl. 11-1 9 Allir sem versla á markaðnum fá vandaða bók í kaupbæti. Barnabækur Handbækur Kiljur Ritsöfn Ættfræðibækur Ævisögur Skáldverk Við rým um fyri r jólabó kunum Sparað u þúsund ir króna! Unglingabækur Ljóðabækur Listaverkabækur Fræðibækur Stórvirki Yfir 1.3 00 spen nandi b ókatitla r undir 1 .000 kr. EINSTAKT VERÐ OG GLÆSILEG SÉRTILBOÐ! Fellsmú la 28 Komdu og ger ðu frábær kaup! Þeir sem kaupa fyrir meira en 10.000 kr. fá Söguatlas að verðmæti 14.990 kr. í kaupbæti. 3 frábærar ástæður fyrir því að koma í Fellsmúlann: LAGERSAL A EDDU Ekki missa af ævintýralegum tilboðum á sívinsælum bókum! (gamla W orld Cla ss húsin u) BÓKAMARKAÐUR ÁRSINS! kr.399 kr.599 kr.799 Dekkósjúklingur Ég er alveg að missa mig í dekkóæðinu. Það er bara þannig að ég er svo veik- geðja þegar kemur að fallegum heimilis- munum að ég get ekki annað en dregið upp vísakortið. Maðurinn minn er orð- inn frekar pirraður. Sér í lagi vegna þess að það dæmist á hann að mála veggi og festa upp ljós og myndir. Nú er svo komið að hann hefur í hótunum við mig, hótar að láta loka vísakortinu mínu og hætta að taka til hendinni. Málið er að ég get ekki lifað án þess að hafa fallegt í kringum mig. Er þetta spurning um að skipta eiginmanninum út fyrir einhvern liðlegri? ÞÞ á Akureyri Þú ert í vanda stödd vina mín. „Dekkó“ er ekki lífið, leyfðu manninum að loka kortinu og finndu þér nýjar áherslur í lífinu. Þú ert komin allt of stutt andlega ef þú heldur að þetta sé tilgangur lífs- ins. Ég er heldur ekki viss um að þú fáir neinn betri eiginmann þó ég skilji hreinlega ekki af hverju þinn maður er ekki löngu búinn að reima á sig hlaupaskóna. Er eitthvað að? Þannig er mál með vexti að mér finnst rauðvín alveg rosalega gott. Ég bý ein og helgin byrjar ekki hjá mér nema ég kaupi mér belju í ríkinu. Ég er því alltaf að sulla þó ég drekki ekki mikið. Nú eru vinkonur mínar og mamma farnar að vera helst til of afskiptasamar og mamma talar um að senda mig í með- ferð. Mér finnst þessar lífsvenjur ofur- eðlilegar og langar ekki til að lifa ef ég fæ ekki rauðvínið mitt. Lumar þú á ein- hverju ráði? MH í Kópavogi Sullari segir þú. Það er ekkert sem heitir að vera sullari. Það er bara til eitt orð yfir þetta og það er alkóhólisti. Ég myndi fara að ráðum móður þinnar og drífa mig í þessa meðferð. Hún getur ekki annað en gert þér gott, þó það væri ekki nema að opna augu þín fyrir vandamálinu. Snarbiluð tík Ég er í svo miklum skít núna að ég veit bara ekki hvað. Um síðustu helgi fór ég heim með einni drottningu og áætlunin var að hafa það skemmtilegt í nokkra klukkutíma. Eftir kynlífið fór gellan bara ekki og ég þurfti að keyra hana heim svo ég myndi losna við hana. Alla síð- ustu viku hefur síminn verið stútfullur af sms-um frá henni og ég geri ekki annað en eyða því út. Ég nenni ómögulega að hitta hana aftur og velti því fyrir mér hver sé besta flóttaleiðin. ST á Selfossi Þú ert nú meiri skítalabbinn. Ég er fegin að ég fór ekki með þér heim. Ég ætla að vona að pían gefist upp, ekki þín vegna heldur hennar vegna. Ég vona líka að hún hafi snefil af skynsemi og láti söguna berast út. Þú átt ekkert ann- að skilið en skömm í hatt- inn. Farðu að haga þér eins og maður. FRÖKEN FREYJA LEYSIR VANDANN > Sendið fyrirspurnir og vandamál til fröken Freyju, F2, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, eða sendið henni tölvupóst á netfangið frkfreyja@frettabladid.is. Nöfn sendenda verða ekki gefin upp í blaðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.