Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 32
4 30. október 2005 LAUGARDAGUR
Allt um atvinnu
á sunnudögum í Fréttablaðinu.
Allt sem þú þarft
og meira til
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N/
SI
A.
IS
PR
E
28
04
9
0
4/
20
05
Áfram veginn
Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Árstíðabundið minnisleysi
Ég reyni að vera frekar skipulagður. Hugsa fram í tímann, eiga
alltaf til hreina sokka og svona. Ávallt viðbúinn og allt það. En
stundum klikka ég. Jólin koma til dæmis alltaf jafn mikið aftan að
mér. Um miðjan dag á Þorlák rennur upp fyrir mér að ég hef ekki
sent nein kort og á eftir að kaupa næstum allar gjafirnar. Svona er
þetta á hverju ári og vinir og vandamenn eru orðnir hálfleiðir á því
að fá jólakveðju í SMS og sama geisladiskinn um hver jól.
Ég hugga mig oft við það að ég er ekki einn um þetta fyrir-
hyggjuleysi. Til dæmis virðist það koma Íslendingum jafn mikið á
óvart í hvert skipti sem haustið skellur á. Eftir að fimm fyrstu bíl-
arnir hafa hafnað utanvegar ranka sumir við sér. „Hálka? Á Ís-
landi? Í október?“
Mér datt því í hug að láta ykkur bara vita núna að árstíð hálku og
snjókomu er gengin í garð. Hana, þá er það búið. Nú er engin afsök-
un fyrir því að vera á sumardekkjum lengur. Allir út á verkstæði og
fá sér harðkorna-, loftbólu- eða í það minnsta grófmynstruð dekk.
Og nagla ef þið ætlið að keyra eitthvað á þjóðvegum í vetur, annars
ekki. Þeir mega samt ekki fara undir fyrr en um miðjan mánuðinn.
Og af því að það er farið að kólna er þjóðráð að vera með hlý föt
í bílnum, skóflu og kaðal. Maður kemst oft langt á því. Svo er svo
gaman að geta hjálpað öðrum í umferðinni, tala nú ekki um ef það
er huggulegur bílstjóri af gagnstæðu kyni. Hitabrúsi með kakói og
smurðar samlokur kæmu sér líka vel við slíkar aðstæður – en það
er nú kannski fulllangt gengið í fyrirhyggju...
Jæja, nú hafið þið verið vöruð við. Yfirborð vega mun semsagt
taka breytingum á næstunni og þó að þið séuð með allar græjur er
besta ráðið alltaf að hægja á sér.
Er svo einhver til í að hafa samband við mig um miðjan desem-
ber og minna mig á jólin?
Ásinn í
nano útgáfu
BMW kynnir 118ia nano í
samstarfi við Apple.
B&L kynnir um þessar mundir
nýja útgáfu af 1 línunni eða BMW
118ia nano. Útgáfan er kynnt í
samstarfi við Apple á Íslandi en
nano er nýjasta útgáfan af iPod og
sú smæsta til þessa. Að sögn Karls
Óskarssonar, sölustjóra hjá B&L,
er nýja 1 línu útgáfan í anda þess
samstarfs. Á bílasýningu IAA í
Frankfurt hafi sýningargestir til
dæmis getað hlaðið upplýsingum
og öðrum stafrænum gögnum frá
BMW beint inn á iPod-tæki sín á
annað hvort þýsku eða ensku. „Það
er margt svipað með BMW og
Apple, þótt fyrirtækin starfi á
gjörólíkum sviðum, þar sem þau
leggja bæði mikla áherslu á skap-
andi tækniþróun. Nano og 1 línan
eiga líka ýmislegt sameiginlegt
sem smæsta útgáfan af sínum lín-
um og Ásinn er að sjálfsögðu með
iPod tengi. Meðal staðalbúnaðar
BMW 118a nano eru 16“ álfelgur,
sjálfskipting, leðurklætt sport-
stýri, metallic-lakk og svo að sjálf-
sögðu nýr iPod nano.“ Verðið á
BMW 118ia nano er kr. 2.990.000.
BMW 118ia nano fylgir að sjálfsögðu iPod
nano.
„Dísilbíllinn er nákvæmlega
jafnlítið umhverfisvænn og
bensínbíll, hann eyðir hinsvegar
minna eldsneyti sem gerir hann
oft að skárri kosti,“ segir Þór
Tómasson, fagstjóri hjá Um-
hverfisstofnun. „Af þeim sökum
sendir hann frá sér minna af
gróðurhúsalofttegundum en
meira af öllu öðru og þar ber
helst að nefna sót, „ segir Þór.
Sótmengun er tiltöllulega lítil
hér að sögn Þórs, og hefur rokið
og rigningin þar sitt að segja. „Á
logndögum er reykský yfir borg-
inni sem er að mestu göturyk, en
það er ekki gott að bæta við það
fínu sótryki. Ef menn ætla að
auka notkun dísilbíla í þéttbýli
verður að setja það sem skilyrði
að dísilbílarnir séu með sótsíu á
útblæstrinum,“ segir Þór.
Hann segir dísilbíla góðan
kost í dreifbýli þar sem loft-
mengun er lítil og fólk þarf að
keyra langar vegalengdir. Þar
ættu menn að huga að því að
vera á eins sparneytnum bíl og
kostur gefst.
„Við þessar aðstæður er til-
valið að vera á litlum dísilbíl
með lítilli dísilvél. Ekki sakar að
temja sér vistvænan akstur og
þá er maður að eyða minna en
fjórum á hundraðið,“ segir Þór.
Aðspurður hvort dísilbíll sé
þá ekki umhverfisvænni en
bensínbíll segir hann: „Dísilbíll
er bara kostur og ekki er hægt að
segja að hann sé betri eða verri.
Hann er vissulega betri fyrir þá
sem keyra langar vegalengdir,
en ef þú keyrir lítið þá er skárra
að vera á bensínbíl. Í raun er
þetta spurning um forgangsröð,
hvort maður álítur aukningu
gróðurhúsalofttegunda vera
stærsta vandamálið eða sót-
mengun.“
kristineva@frettabladid.is
Allir bílar menga hvort sem það eru dísilbílar eða bensínbílar.
Smurþjónusta
fyrir allar gerðir bíla
Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla
Komdu með bílinn til okkar!
Frábær verð og góð þjónusta!
Alltaf heitt á könnunni!
Aukin ökuréttindi
Nú er rétti tíminn til að afla sér nýrra atvinnumöguleika!
Kennsla á leigu -, vöru -, hópbifreið og vörubifreið með eftirvagn.
Næsta námskeið hefst
5. október.
Upplýsingar og innritun í síma:
567-0300
Ökuskólinn í Mjódd
Þarabakka 3 109 Reykjavík
Netfang mjodd@bilprof.is
www.bilprof.is
Hvorki betri né verri
Áhugi á dísilbifreiðum hefur aukist og þykir oft vænlegri kostur þegar rætt er um að draga úr
mengun í umhverfinu. Það þýðir þó ekki að dísilbílar mengi alls ekki og leitaði Fréttablaðið
álits í þeim efnum hjá Þóri Tómassyni fagstjóra hjá Umhverfisstofnun.