Fréttablaðið - 01.10.2005, Side 44

Fréttablaðið - 01.10.2005, Side 44
Haustið er komið eins og sjá má á Esjunni. Ljósmynd: GVA SJÓNARHORN New York er mögnuð borg „Ég er staddur í New York núna, sem er bara mögnuð borg. Ég myndi segja að hún væri uppáhaldsstaðurinn minn, allavega í augnablikinu,“ segir Birgir Örn Thoroddsen fjöllistamaður. Hann segist hafa verið í New York nokkrum sinnum áður. „Þetta er held ég þriðja skiptið sem ég kem hingað og ég ætla að vera lengur núna heldur en áður. Það er ekki hægt annað en að verða gagntekinn af New York.“ Birgir Örn Thoroddsen UPPÁHALDSSTAÐURINN 1. október 2005 LAUGARDAGUR16 Vissir þú ... ... að langminnugustu frumurnar í mannslíkamanum eru eitilfrumurnar? Margar kynslóðir eitilfrumna verða til á æviskeiði mannslíkamans og því gleyma þær aldrei óvini. ... að hreyfitaugafrumur eru sumar hverjar 1,3 metrar að lengd? ... að O-blóðflokkur er algengasti blóð- flokkurinn í heiminum? ... að í Noregi er A-blóðflokkur al- gengastur? ... að stærsta gallblaðra sem mælst hefur var 10,4 kílóa að þyngd? ... að minnsti vöðvi mannslíkamans er ístaðsvöðvinn í miðeyranu? Hann er innan við 0,127 sentimetra lang- ur. ... að Sammy King hefur lifað lengst allra hjartaþega eða í 24 ár og 142 daga? ... að lengsti tími sem gervihjartaþegi hefur lifað er 620 dagar? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I SVIPMYND Þorlákshöfn: Kaupstaður í Ölfusi rétt vestan ósa Ölfusár. Nafnið: Þorlákshöfn ber nafn af Þorláki Þórhallssyni hinum helga sem var biskup í Skálholti 1178-1193. Sagan: Sjór var sóttur frá Þorlákshöfn svo lengi sem heimildir greina. Í upphafi 20. aldar var þar blómleg útgerð, landbúnaður, verslun og sjóbúðir úti um allt. Fyrsti kennarinn: Kristján skáld frá Djúpalæk. Það var í nóvemberlok 1956 sem barnakennsla byrjaði í Þorlákshöfn, börnin voru níu. Straumhvörf: Mikil fjölgun varð í Þorlákshöfn á áttunda áratugnum eftir eldgosið í Heimaey. Íbúafjöldi: 1.356 í árslok 2004. Þekkt samgöngutæki: Herjólfur gengur milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Prestur: Séra Baldur Kristjánsson. Gott að vita: Karókí verður annað kvöld í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn. Bara gaman. Hagnýtar aðferðir við höndlun streitu Námskeið í stjórnun streitu Haldið laugardaginn 8. október kl. 10 – 16 að Suðurlandsbraut 10, 2 hæð. Leiðbeinandi er Ágústína Ingvarsdóttir, sálfræðingur. Nánari upplýsingar á www.life-navigation.com. Skráning á info@life-navigation.com eða í síma 663 8927.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.