Fréttablaðið - 01.10.2005, Page 46
Þorbjörg hefur búið síðastlið-in 27 ár í Danaveldi, en lifir ídag tvöföldu lífi; aðra vikuna
í Danmörku og hina heima á Ís-
landi.
„Það er dálítið sérstakt fyrir-
komulag en ég er farin að kunna á
þetta og þegar ég kaupi afskorin
blóm passa ég að þau séu út-
sprungin svo ég fái notið gleðinnar
af þeim,“ segir Þorbjörg, sem und-
anfarin ár hefur orðið æ afkasta-
meiri í heilsuvakningu Íslendinga.
„Í Danmörku er ég fjölskyldu-
kona og kennari, en á Íslandi vinn
ég frá morgni til kvölds við nær-
ingarráðgjöf og fræðslu og held
fyrirlestra. Tvö eldri börnin eru
farin að heiman en ellefu ára dótt-
ir mín býr aðra vikuna hjá dönsk-
um föður sínum og hina hjá mér,
svo þess vegna er fyrirkomulagið
svona,“ segir Þorbjörg, sem heit-
bundin er Oscari Umahro Cadog-
an, næringarkönnuði, rithöfundi
og matlistamanni af guðs náð.
„Lífið okkar snýst mikið um
mat og þegar dóttir mín er búin í
skólanum hefst hún handa við
skrif barnamatreiðslubókar með
Umahro. Kominn er útgefandi að
bókinni hér í Danmörku sem bíður
spenntur því hér finnast ekki upp-
skriftabækur með hollum og
spennandi kosti fyrir börn. Ég
bind vonir við að bókin verði öðr-
um börnum hvatning til að borða
hollt, en heilsuvakning í Dan-
mörku er ekki jafn útbreidd og
heima, þar sem þjóðfélagið er lítið
og fólk hefur áhrif á hvert annað.
Því er leikvöllurinn heima miklu
skemmtilegri, því fyrir okkur er
þetta leikur og svo margir heima
sem vilja leika við okkur,“ segir
Þorbjörg, en í janúar hefjast sjón-
varpsþættir þeirra Umahros á
Skjá einum, Íslendingum til bættr-
ar heilsu.
Ruglingslegir og ófullkomnir matar-
kúrar
Þorbjörg var ófrísk að sínu fyrsta
barni þegar áhugi hennar á heilsu
og hollu mataræði hófst fyrir
alvöru.
„Fram á fullorðinsaldur var ég
dæmigerður unglingur með maga-
vandamál vegna sykurfíknar, en
ófrísk fékk ég vitund um að það
væri á mína ábyrgð að þróa hinn
ófædda einstakling og upp frá því
varð ég mjög heilög; gjörbreytti
mataræðinu til að koma sem rétt-
astri næringu til fóstursins,“ segir
Þorbjörg, sem skömmu síðar hóf
nám í hjúkrunarfræði sem meðvit-
aðan grunn undir nám í næringa-
þerapíu.
„Ég vildi hafa góðan
akademískan grunn fyrir það
óhefðbundna fag, en eftir hjúkrun-
arnámið vann ég í skamma hríð við
hjúkrun, bara á meðan ég hafði
fyrir skólagjöldunum í nýja námið,
sem ég hef unnið sleitulaust síð-
an.“
Þorbjörg segir „hið eina rétta
mataræði“ hafa breyst mikið síðan
hún útskrifaðist í faginu.
„Þá var megináherslan á kol-
vetnisríka fæðu og mikið talað um
makróbíótískt fæði og græn-
metisætur. Í dag hefur skilningur
okkar á þörfum líkamans aukist og
ég orðin mótfallin því að fólk lifi
eingöngu á grænmetisfæði, því
menn þurfa að vera afar meðvitað-
ar hráætur til að fá öll þau næring-
arefni sem líkaminn þarfnast; ekki
síst prótín.“
Þorbjörg segist fá æ fleiri
skjólstæðinga sem eiga við
vannæringu að stríða.
„Mataræði er orðið mjög rugl-
ingslegt og ekkert lát á nýjum
stefnum. Menn prófa Atkins-kúr-
inn, South Beach-mataræðið, Zone
og fleiri kúra sem allir boða tak-
mörkun á neyslu kolvetna en ein-
blína í staðinn á prótín. Við
Umahro höfum hannað tíu grunn-
reglur um hvað er skynsamlegt að
borða miðað við líkamlegar þarfir
og byggjum þær á traustum niður-
stöðum vísindalegra rannsókna.
Við viljum hvorki byggja á bábilj-
um né getgátum; mæla með ein-
hverju sem við teljum vera gott
eða þykir smart að borða. Mikil-
vægast er að koma til móts við
þarfir líkamans og það sem hann
er hannaður til að borða, af heil-
brigðri skynsemi.“
Eiturkokkteill handa börnum
Út frá námskeiðinu Tíu grunnregl-
ur hófu þau Þorbjörg og Umahro
vinnu að næringarráðgjöf barna.
„Offita, áunnin sykursýki,
hjarta- og æðasjúkdómar, melting-
arvandi, gigt, krabbamein og
Alzheimer eru allt velmegunar-
sjúkdómar sem má rekja til lélegs
mataræðis sem byrjar í æsku og
stundum strax í móðurkviði,“ seg-
ir Þorbjörg og telur upp astma, of-
næmi, exem, ofvirkni, athyglis-
brest, offitu og hvers kyns hegðun-
ar- og námsörðugleika sem afleið-
ingu af slæmu mataræði barna.
„Öll þessi vandamál má rekja
til þess að börnin eru á röngu og
óhollu fæði. Enn er ríkjandi sá
misskilningur að börn megi ekki
borða fitu af því hún á að vera svo
fitandi. Fita er hins vegar nauð-
synleg næring þegar kemur að
þroska tauga- og hormónakerfis,
heila, myndunar ofnæmis og réttri
brennslu. Holl fita kemur úr
mataræði sem tíðkaðist á íslensk-
um heimilum þegar við vorum fá-
tæk fiskiþjóð, en nú vilja börn ekki
borða fisk lengur og foreldrar
ómeðvitaðir um mikilvægi þess að
börn innbyrði fjölómettaða fitu úr
fiskafurðum og dýrafitu,“ segir
Þorbjörg og tregar forgangsröð ís-
lenskra nútímaheimila.
„Matarinnkaup og matseld eru
neðst á lista því nú þarf allt að
vera svo fljótlegt. Börn gjalda
þess með vondri næringu í gegn-
um allt það rusl sem við setjum
ofan í þau; hamborgara, pitsur,
pulsur, gos, fransbrauð, sælgæti
og Cheerios eða Cocoa puffs á
morgnana. Það er óskiljanlegt hví
foreldrar kjósa að nota börn sín
sem ruslakistur, því í sjötíu pró-
sentum fæðunnar eru efni sem eru
líkamanum framandi og hann ófær
að vinna úr. Auk þess eru í unnum
matvælum 3.000 skaðleg litar-, rot-
varnar- og sætuefni auk þung-
málma. Það er því mikill eitur-
kokkteill sem við byrlum börnun-
um, sem svo skilar sér í offitu, of-
virkni, astma og fleiru. Í stað þess
að gefa þeim réttu næringarefnin
eyðileggjum við með afgerandi
hætti möguleika líkamans á að
starfa eðlilega, brjótum niður
ónæmiskerfið og sköpum ójafn-
vægi í öllum líkamanum; melting-
arfærum, ónæmis-, tauga- og
hormónakerfum, og heilanum, sem
er ekkert annað en stór fituhlunk-
ur sem þarfnast sárlega hollrar
fitu, en við nærum með svo óholl-
um fitum að engin furða er að
börnin verði ofvirk og heimskari
með ári hverju,“ segir Þorbjörg
blátt áfram.
„Stundum þegar ég tala við
unglinga fæ ég á tilfinninguna að
ég sé að tala við vangefna. Börnin
eru í vaxandi mæli úti úr heimin-
um, hvorki með á nótunum né til
staðar, enda engin von á öðru þeg-
ar maður skoðar hvað þau borða,
sem er sykur og aftur sykur, kol-
vetni og gerviefni sem vannærir
og skaðar heilann.“
Í vikunni bannaði menntamála-
ráðherra Englands sölu á of söltuð-
um og sykruðum mat í sjálfsölum
enskra skóla, í því augnamiði að
stuðla að hollara mataræði, en það
var sjónvarpskokkurinn Jamie
Oliver sem hóf baráttu fyrir bættu
mataræði breskra skólabarna. Þor-
björg segir tíma til kominn að ís-
lensk heilbrigðisyfirvöld geri slíkt
hið sama, enda sé matseðill í
grunnskólum hérlendis til hábor-
innar skammar.
„Á matseðli eins skólans sá ég
að hádegismaturinn var kakósúpa
með tvíbökum. Er það bensínið
sem börnin eiga að nýta til að læra
betur í næsta tíma? Í Danmörku er
nú unnið að fyrirmynd skólastjóra
á Jótlandi sem hafði fengið nóg af
órólegum nemendum sínum sem
ekkert gátu lært vegna agaleysis
og ofvirkni. Hann ákvað því að
banna alfarið gos og sætindi inni á
skólalóðinni en réði í staðinn mat-
reiðslumann til að útbúa venjuleg-
an hollan heimilismat. Breytingin
á börnunum varð algjör. Allt í einu
gátu þau setið kyrr og lært, komið
var jafnvægi á blóðsykurinn,“
segir Þorbjörg og bætir við að
gamli íslenski heimilismaturinn sé
enn besti kosturinn fyrir börn í
vexti.
„Íslenski heimilismaturinn er
hollur ef hann er búinn til úr góðu
hráefni. Slátur er til dæmis herra-
mannsmatur; í því er rúgur, blóð
og lifur úr skepnum sem hafa lifað
á grasi og hollur mör í hófi.
Dýrafita er mun hollari en allar
þær unnu olíur sem við setjum í
matinn núna,“ segir Þorbjörg, sem
leggur áherslu á sameiginlegt
borðhald fjölskyldunnar þar sem
allir borða það sama.
„Það gengur ekki að elda eitt-
hvað fínt og hollt handa okkur full-
orðna fólkinu, en setja börnin til
hliðar og halda þeim hljóðum með
pitsu og kók af því við viljum fá
frið og hafa það náðugt. Við þurf-
um að endurskoða og endurmeta
gildi þess að eyða meiri tíma í
matarinnkaup og matseld, auk
þess að gefa börnum ávallt
vítamín- og steinefnatöflu daglega,
auk lýsis með A- og D-vítamíni.“
Kúamjólk breytist í morfín
Ætli verðandi mæður að eignast
heilbrigð börn skiptir rétt næring
fósturs í móðurkviði sköpum, seg-
ir Þorbjörg.
„Rannsóknir sýna tengingu
milli mataræðis móður og þróunar
á ofvirkni hins ófædda barns. Taki
móðirin ekki Omega 3-fitusýrur
þroskast heili og taugakerfi barns-
ins verr og það getur fæðst of-
virkt. Því er móðurinni nauðsyn-
legt að neyta fiskiolíu og nægs
prótíns til uppbyggingar frumna
og hormóna, því með réttu matar-
æði leggur hún drög að góðum
heila, taugum og hormónakerfi
barnsins. Börn fæðast með sterkt
ónæmiskerfi en því miður er þeim
of fljótt gefinn mjólkurmatur sem
þau ráða ekki við að melta. Teng-
ing er milli eyrnabólgu og neyslu
mjólkurafurða hjá ungum börnum.
Vegna eyrnabólgu fá þau svo
sýklalyf sem eyða allri náttúru-
legri flóru úr þörmum þeirra, sem
tekur fyrstu þrjú æviárin að
þroska.“
Að sögn Þorbjargar fæðast
börn án meltingarensíma sem geta
brotið niður afurðir úr kúamjólk.
„Þá virka hálfniðurbrotin
mjólkurprótín sem morfín á tauga-
kerfi barna og í kjölfarið byrjar
glíman við hegðunarvandamál.
Það sama gerist með glútein sem
ekki brotnar niður í amínósýrur og
endar sem morfínpeptíð. Af þess-
um sökum sækja börn mjög í hvítt
brauð og finna má marga ofvirka
mjólkurþambara sem næla sér
þannig í dópið sitt.“
Þorbjörg segir mikilvægt að of-
virk og offeit börn séu á mjólkur-
og glúteinlausu fæði.
„Það er enginn sýnilegur heilsu-
farslegur ávinningur af mjólkur-
neyslu og enginn sem ég þekki í
óhefðbundna heilbrigðisgeiranum
sem mælir með mjólk. Við getum
fengið kalk úr svo mörgu öðru, auk
þess sem rannsóknir sýna að
krabbameinsvaldandi efni finnast
í mjólk. Við þurfum því að fara
varlega í þessa gífurlegu mjólkur-
afurðaneyslu og aldrei að gefa
börnum innan eins árs kúamjólk.“
Heimasíða Þorbjargar Haf-
steinsdóttur er www.10grunnregl-
ur.com. Þar má finna upplýsingar
um fyrirlestra og námskeið á
döfinni um ofangreind málefni og
önnur. ■
30 1. október 2005 LAUGARDAGUR
10 GRUNNREGLUR
...FYRIR ÞÁ SEM ÞORA
1. Þú skalt ekki neyta sykurs;
hvorki sýnilegs, ósýnilegs
né gervisykurs.
2. Borðaðu bara heilkorn og
ekki meira hvítt.
3. Ekki forðast fitu – borð-
aðu rétta fitu; holla og líf-
ræna.
4. Mundu að borða meira
gæðaprótín.
5. Borðaðu belgávexti
(baunir, linsur, kjúklinga-
baunir) og hnetur á hverj-
um degi.
6. Þú skalt borða lífrænt
grænmeti og ávexti oft á
dag – minnst 600
grömm.
7. Drekktu 1/2 lítra vatns
daglega og ferskpressaða
grænmetis- og ávaxtasafa,
grænt te og jurtate.
8. Borðaðu reglulega. Ekki
sleppa morgunmat og
borðaðu fleiri og minni
máltíðir.
9. Borðaðu jafnt úr öllum
fæðuflokkum (prótín,
holla fitu, heilkorn og
belgávexti) og alltaf líf-
rænt.
10. Taktu inn fæðubótarefni –
a.m.k. eina sterka
fjölvítamín, en helst
meira.
ÞORBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR NÆRINGARÞERAPISTI OG HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Hollur matur og betri heilsa er áhugamál hennar númer eitt. Ásamt manni sínum bjó
Þorbjörg til þætti sem heita Tíu grunnreglur um heilbrigt og skynsamlegt mataræði og verða þeir sýndir á Skjá einum í janúar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
fiorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræ›ingur og næringaflerapisti var forfallinn nammigrís og sykurfíkill
fram yfir tvítugt. fiegar frumbur›urinn haf›i gert sig heimakominn í líkama hennar ákva› hún a› kve›ja
sykurpúkann fyrir fullt og allt. Hún sag›i fiórdísi Lilju Gunnarsdóttur frá vannæringu íslenskra barna sem skil-
ar sér í æ meiri offitu, ofvirkni og athyglisbresti.
Eiturkokkteill í matinn