Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 54
38
Haukur Ingi Gu›nason, Helgi Valur Daníelsson, Eyjólfur Hé›insson og Hrafn-
kell Helgason skrifu›u undir flriggja ára samning vi› Fylki.
Skuldaði Fylki að gera
nýjan samning
FÓTBOLTI Fjórir lykilmenn hjá
Fylki skrifuðu undir nýja samn-
inga við félagið. Haukur Ingi
Guðnason, Helgi Valur Daníels-
son, Eyjólfur Héðinsson og
Hrafnkell Helgason gerðu allir
þriggja ára samning við Árbæjar-
liðið en þeir voru allir orðaðir við
önnur lið í Landsbankadeildinni.
Aðeins tveir leikmenn Fylkis eru
ennþá samningslausir, þeir Valur
Fannar Gíslason og Kristján
Valdimarsson.
Haukur Ingi hefur lítið leikið
með Fylki vegna krossbandaslits
eftir að hann gekk til liðs við fé-
lagið fyrir tveimur árum frá
Keflavík en hinir þrír eru uppald-
ir Fylkismenn. Þá skrifaði Jón
Sveinsson undir 3ja ára samning
sem aðstoðarþjálfari Leifs Garð-
arssonar sem þjálfar Fylki næstu
þrjú árin.
„Mér líður mjög vel hér í Ár-
bænum. Fylkismenn eru stórhuga
og stefna hátt á næstu árum. Þeir
eru líka búnir að standa vel við
bakið á mér þann tíma sem ég er
búinn að eiga við erfið meiðsli að
stríða og mér fannst að ég skuld-
aði þeim að vissu leyti að vera hér
áfram,“ sagði Haukur Ingi við
Fréttablaðið.
Hörður Antonsson, formaður
meistaraflokksráðs Fylkis, sagði
það sérstaklega ánægjulegt að
hafa gert nýja samninga við þessa
fjóra leikmenn. Þetta væri stórá-
fangi fyrir Fylki, sem ætlaði sér
stóra hluti næsta sumar.
„Þriggja ára samningur er
vissulega mikil skuldbinding. Við
stefnum að því að vera í allra
fremstu röð og byrja strax á
næsta ári. Ef það tekst ætla ég
ekki að hætta strax um haustið. Þá
líst mér vel á Leif sem þjálfara.
Hann hefur gert góða hluti í Hafn-
arfirði með Ólafi [Jóhannessyni]
og kemur úr þannig umhverfi þar
sem náðist góður árangur og þess
vegna ætti hann að þekkja hvað til
þarf,“ sagði Haukur.
En hvað vantar upp á að Fylkir
berjist fyrir alvöru um Íslands-
meistaratitil?
„Þetta er stór og erfið spurn-
ing. Fyrst og fremst hefur vantað
stöðugleika. Ég tel að mannskap-
urinn sé nógu góður til að berjast
um Íslandsmeistaratitil ef allir
eru heilir. Það þarf að búa til
sterka liðsheild og byrja strax á
því á undirbúningstímabilinu,“
sagði Haukur.
Fylkismenn söknuðu Vals
Fannars Gíslasonar á blaða-
mannafundinum í gær en hann er
samningslaus. Valur Fannar sagði
í samtali við Fréttablaðið að það
væri ekkert í gangi hjá sér. „Ég
vildi einfaldlega ekki skrifa strax
undir en mér finnst ólíklegt að ég
spili fyrir annað lið á Íslandi,“
sagði Valur Fannar.
thorsteinngunn@frettabladid.is
ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON Spilar á Íslandi
næsta sumar.
ÞÓRA FYRIRLIÐI MEISTARANNA Spilar
með FH í handboltanum í vetur.
Þórður Guðjónsson:
Ræ›ir vi›
Skagamenn
FÓTBOLTI Skagamenn eiga í viðræð-
um við Þórð Guðjónsson um að
hann gangi á ný til liðs við félagið.
Þórður hefur fengið þau skilaboð
frá Johan Boskamp, knattspyrnu-
stjóra Stoke City, að hann muni
ekki fá tækifæri í liðinu í vetur.
Þórður er á heimleið og fékkst
staðfest í herbúðum ÍA að þeir eru
mjög vongóðir um að hann gangi
til liðs við sitt gamla félag. Þórður
flytur til Íslands um áramót en
hann hefur ekki leikið með ÍA síð-
an 1993.
Þá eiga Skagamenn einnig í
viðræðum við Gunnlaug Jónsson,
fyrirliða liðsins, um að hann skrifi
undir nýjan samning. Bregðist
það bíða fleiri lið í startholunum,
þ.á.m. Valur og KR. - þg
DHL deild kvenna:
fióra Björg tek-
ur fram skóna
HANDBOLTI Þóra B. Helgadóttir,
landsliðsmarkvörður Íslands í fót-
bolta, verður með liði FH sem
mætir Víkingum í Fossvogi í DHL-
deild kvenna í handbolta í dag.
„Ég einfaldlega vildi ekki fara í
frí og þurfa svo að byrja aftur á
núlli. Ég sé handboltann fyrir mér
sem góða hreyfingu fyrir mig sem
markmann. Því hann reynir á
snerpu, fótavinnu og grip svo eitt-
hvað sé nefnt. Þetta er skemmtileg
hreyfing á meðan fótboltinn liggur
niðri en ég hef hins vegar ekkert
lofað FH hversu lengi ég verð
með,“ sagði Þóra sem er fyrrum
ungmennalandsliðskona í hand-
bolta og ein leikjahæsta landsliðs-
kona í fótbolta fyrr og síðar þrátt
fyrir að vera aðeins 24 ára.
„Ég var nú alltaf miðjumaður
hjá Störnunni og Val á sínum tíma
en ég held að ætlunin sé að nota
mig í vörninni ef Sissi (Kristján
Halldórsson þjálfari FH) ætlar
eitthvað að nota mig yfir höfuð. Ég
geri mér ekkert allt of miklar von-
ir því ég hef lítið verið í handbolt-
anum undanfarin ár.“ - hjo
1. október 2005 LAUGARDAGUR
Þjálfarastyrkir ÍSÍ
Verkefnasjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auglýsir hér með til umsóknar
styrki fyrir íþróttaþjálfara til að sækja sér menntun eða kynna sér þjálfun erlendis.
Veittir verða 10 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000,-
Við úthlutun verður leitast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar. Þjálfarar hvers kyns
hópa (afreksmanna, barna og unglinga o.s.frv.) koma jafnt til greina við úthlutun. Konur
eru sérstaklega hvattar til að sækja um styrkina.
Umsóknum með lýsingu á náms- og starfsferli, auk greinargóðrar lýsingar á fyrirhugaðri
ráðstöfun styrksins og ávinningi íþróttahreyfingarinnar af henni, skal skilað til skrifstofu
ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, í síðasta lagi mánudaginn 24. október n.k.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni Laugardal og á
heimasíðu ÍSÍ – www.isisport.is
Haust 2005
Það verður mikið um að vera í íþróttahúsinu á Ásvöllum um helgina:
HANDBOLTI Það verður hart barist
á Ásvöllum í dag þegar kvenna-
og karlalið Hauka í handbolta
verða í eldlínunni í Evrópu-
keppninni í handbolta. Karlaliðið
mætir danska liðinu Århus GF í
C-riðli Meistaradeildar Evrópu
en Þorvarður Tjörvi Ólafsson
hefur leikið með báðum liðunum
og þekkir því vel til þeirra
beggja.
„Århus GF spilar hraðan
handbolta og það er eiginlega
alltaf skoruð mörg mörk í leikj-
um liðsins. Markvarslan og varn-
arleikurinn verða að vera í góðu
lagi. Möguleikar Hauka felast
fyrst og fremst í því að vera
grimmir í vörninni og þora svo
að sækja hratt þegar færi gefst.
Ég hef fulla trú á Haukum þó að
Århus GF sé óneitanlega sterkt
lið.“
Einn Íslendingur leikur nú
með Århus GF en það er horna-
maðurinn Sturla Ásgeirsson, en
hann lék með ÍR áður en hann
hélt utan fyrir rúmlega einu ári.
Páll Ólafsson, þjálfari Hauka,
segir leikmenn sína vera
óhrædda og staðráðna í því að
standa sig vel. „Danskur hand-
bolti er mjög hraður og skemmti-
legur og ef við ætlum að standa
okkur gegn Århus GF þarf ein-
beiting leikmanna að vera í góðu
lagi. Hún hefur ekki verið nógu
góð í öllum leikjunum í DHL-
deildinni en hefur þó batnað með
hverjum leiknum. Ég finn fyrir
mikilli tilhlökkun í hópnum og
þetta á eftir að verða hörkuleik-
ur.“
Kvennalið Hauka keppir tvo
leiki gegn svissneska liðinu St.
Otmar um helgina og fer fyrri
leikurinn fram í dag á Ásvöllum.
Guðbjörg Guðmannsdóttir,
hornamaður í liði Hauka, vonast
til þess að fá sem flesta áhorf-
endur á leikina um helgina. „Við
vitum nú ekki alveg hverju við
eigum von á og því verðum við
að vera einbeittar þegar í leikinn
er komið. Við hlökkum mikið til
þess að spila þessa leiki og að
sjálfsögðu ætlum við okkur sigur
í báðum leikjunum. Vonandi fjöl-
menna stuðningsmenn okkar á
leikinn.“
magnush@frettabladid.is
Stór Evrópuhelgi hjá Haukum
HARPA MELSTED Það mun mikið mæða
á Hörpu Melsted í leikjunum gegn St.
Otmar en hún hefur verið lykilmaður
liðsins undanfarin ár.
MEÐ PENNANN Á LOFTI Haukur Ingi
t.h. skrifar hér undir nýja samn-
inginn ásamt Eyjólfi Héðinssyni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Brynjar Ólafsson, fyrrum unglinga-landsliðsmaður og leikmaður
Hauka sem lengi hefur búið í
Bandaríkjunum, hefur verið ráðinn
aðalþjálfari Marshalltown Junior
College í Iowa í Bandaríkjunum,
samkvæmt heimasíðu KKÍ. Brynjar
er fyrsti íslenski körfuboltaþjálfarinn
sem ráðinn er sem aðalþjálfari há-
skólaliðs í Bandaríkjunum og því er
um stóran áfanga að ræða fyrir
Brynjar. Hann var áður aðstoðar-
þjálfari við skólann en þegar aðal-
þjálfarinn hætti var Brynjar ráðinn í
hans stað.
HSÍ fékk 4 milljónir króna úr af-rekssjóði ÍSÍ vegna þátttöku á
EM í janúar 2006. Um sérstaka
aukahlutun var að ræða. Fimleika-
samband Íslands fékk úthlutað
300.000 kr. vegna þátttöku Rúnars
Alexanderssonar og Viktors Krist-
mannssonar á HM í fimleikum sem
haldnir verða í Ástr-
alíu í nóvember nk.
Frjálsíþróttasam-
band Íslands fékk
300.000 kr. vegna
Silju Úlfarsdóttur
frjálsíþróttakonu.
Skíðasamband Ís-
lands fær 300.000
kr. eingreiðslu til hvers skíðamanns
sem nær lágmörkum á ÓL í Tórínó
en nú þegar hafa fjórir náð slíkum
lágmörkum. Úr sjóði ungra og efni-
legra íþróttamanna var Blaksam-
bandi Íslands veittur styrkur að upp-
hæð 500.000 kr. vegna þátttöku
yngri landsliða stúlkna og pilta á
NM í blaki.
Vésteini Hafsteinssyni var í vikunniafhentur silfurskjöldur í tilefni
þess að hafa keppt á fernum
Ólympíuleikjum. Vésteinn keppti á
Ólympíuleikunum 1984 í Los Angel-
es, 1988 í Seoul, 1992 í Barcelona
og 1996 í Atlanta. Þá hefur Vésteinn
einnig tekið þátt í leikunum í Sydn-
ey árið 2000 sem flokksstjóri ís-
lenska frjálsíþróttahópsins og í Aþ-
enu árið 2004 sem kastþjálfari hjá
danska frjálsíþróttasambandinu.
Þann 10. apríl 2005
voru stofnuð Sam-
tök íslenskra
Ólympíufara og við
það tækifæri var
ákveðið að heiðra
þá fjóra Íslendinga
sem keppt hafa á
fernum leikum. Það
eru þeir Guðmundur Gíslason sund-
maður, Bjarni Friðriksson júdómað-
ur, Vésteinn Hafsteinsson frjáls-
íþróttamaður og Kristinn Björnsson
skíðamaður.
Veðbankafyrirtækið Paddy Powerhefur ákveðið að greiða þeim
sem veðjuðu á Chelsea sem Eng-
landsmeistara strax það sem þeir
eigi inni því fyrir-
tækið heldur því
fram að Chelsea sé
búið að vinna titil-
inn þegar aðeins
sjö leikjum er lokið.
Chelsea er með
fullt hús stiga að
loknum þessum sjö
leikjum og hefur
aðeins fengið á sig
eitt mark. Talsmað-
ur fyrirtækisins
varði þessa ákvörðun í gær: „Við vit-
um það og þeir sem veðjuðu vita
það eflaust líka að keppninni um
meistaratitilinn er lokið, það er al-
veg eins gott að borga þetta út
núna eins og að bíða eitthvað með
það.“
ÚR SPORTINU
Roy Keane, fyrirliði Man. Utd, á síðasta ári:
Hættir a› spila á Englandi
FÓTBOLTI Roy Keane, fyrirliði
Manchester United segist ekki
eiga von á öðru en hann muni yfir-
gefa félagið næsta sumar þegar
samningur hans rennur út.
„Ég yrði hissa ef Man. Utd.
myndi bjóða mér nýjan samning.
Það er mín tilfinning. Ef Man.
Utd. myndi bjóða mér samning
yrði það í kringum apríl og þá yrði
það of seint. Ég vil hafa hlutina á
hreinu í janúar,“ sagði Keane í
viðtali við sjónvarpsstöð Man.
Utd. í gær.
Keane sagði að hann ætti afar
erfitt með að hugsa sér að spila
með öðru félagi í úrvalsdeildinni
en Man. Utd. Hann segist geta
hugsað sér að fara í þjálfun en þá
sé best fyrir sig að fara eitthvað
annað og takast á við ný verkefni
hjá nýju félagi. - þg
ROY KEANE Fyrirliðinn fer að ljúka keppni
með liði Manchester United.