Fréttablaðið - 01.10.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 01.10.2005, Síða 62
STONES Úr línu Comme Des Garcons þegar merki hljómsveitarinnar Rolling Stones var notað sem innblástur. ÁMýrargötu leynist nú sannkölluð skæruliðabúð eða Guerilla Store en í henni fást föt fráfatamerkinu Comme Des Garcons. Búðirnar hafa sprottið upp um allan heim og eruýmsar reglur sem fylgja því að reka slíka búð. Meðal annars mega rekstrarað- ilar búðarinnar ekki auglýsa hana og hún má einungis vera rekin í eitt ár og þá skal hún annað hvort hverfa eða færa sig um set. Fjórar íslenskar stúlkur höfðu sam- band við ráðamenn Guerilla-búðanna hjá Comme Des Garcons og fengu leyfi til að opna búð hérlendis. Í búðinni fást ýmsar flíkur úr línum Comme Des Garcons og þar á meðal hönnun Junya Watanabe. Einnig leynast þarna meðal annars flíkur og skór frá Fred Perry eftir samstarf þessara tveggja fyrirtækja. Af mörgu er því að taka í íslensku skæruliðabúðinni og ættu allir að leggja leið sína í þessa skemmtilegu og einstöku búð þar sem stelpurnar taka vingjarnlega á móti öllum sem leggja leið sína þangað. Rei Kawakubo er konan á bakvið Comme Des Garcons. Hún er algjörlega ólærð í fata- hönnun en hefur stundað nám í myndlist og bókmenntum. Comme Des Garcons leggur áherslu á svokallaða „anti tísku“ og „strúktúr“ eða bygg- ingu fatanna frekar en yfirborð og efni. Hönnunin minnir að mörgu leyti á arkitektúr og stundum eru flíkurnar líkari skúlptúrum en fötum. Oft vantar aðra ermina á þær, vasarnir eru á hvolfi, skálmar rosa- lega síðar eða þær eru einfaldlega á röng- unni. Ekki beinlínis hefðbundin tíska en afar hressandi. Kawakubo uppgötvaði hönnuðinn Junya Watanabe sem nú er orðinn þekktur í tískuheiminum. Hann gekk til liðs við Comme Des Garcons-fyrirtækið um leið og hann út- skrifaðist úr háskóla. Þremur árum seinna hóf hann að hanna fyrir Tricot sem er undirlína Comme Des Garcons og heitir núna Comme Comme. Guerilla Store Iceland er opin alla virka daga frá tólf til sjö, á laugardögum frá tíu til fjögur en lokuð á sunnudögum. hilda@frettabladid.is > falleg áferð ... Nýi farðinn frá Guerlain framkallar fallega og frísklega áferð. 46 1. október 2005 LAUGARDAGUR Skæruli›ar vi› höfnina Stundum ganga hlutirnir ekki eins og í sögu Þrátt fyrir að háma í mig fullt af vítamínum þessa dagana sem eiga að bæta minnið og örva alla líkamsstarfsemi er gleymskan alveg að fara með mig. Þegar ég fer út á morgnana er alveg bókað að ég gleymi einhverju mikilvægu. Í vikunni fór ég í sund eftir vinnu. Ég kom reyndar við heima til að sækja sundbolinn minn. Þetta leit út fyrir að verða notaleg kvöldferð í Vesturbæjarlaugina, eða alveg þangað til ég fattaði að ég var bara með sundtoppinn minn, ekki buxurnar. Athyglisbresturinn hefur því verið í hámarki. Í stað þess að pirrast ógurlega og fara í fússi út úr klefanum, skokkaði ég ofur- fallega niður og fékk leigðan einn ljótasta sundbol veraldar. Ég lét það ekki trufla mig, jafnvel þótt vinkona mín liti mun betur út en ég. Stundum verður maður að taka vellíðan fram yfir glæsilegt útlit. Þegar svona gerist, allt gengur á afturfótunum hjá manni, er bjart- sýni það eina sem borgar sig. Þegar ég var í Ameríku um daginn kom ég auga á mjög falleg stígvél í Viktoríustíl. Þau voru svört, reimuð upp að hnjám með fallegum hæl. Áður en ég mátaði þau var ég byrjuð að fantasera í hverju ég gæti verið við þau og hvað ég yrði mikil klassakona í vetur. Ég sá þetta alveg fyrir mér. Stemning- in breyttist örlítið þegar búðakonan kom með kassann og byrjað að losa reimarnar. Eftir nokkrar tilraunir náði ég að koma mér í stíg- vélin en þá átti ég eftir að reima þau á mig. Það tók sirka átta mínútur að reima hvorn skó og þegar ég var kom- in í bæði stígvélin var ég dauðuppgef- in. Ég áttaði mig á því að ég myndi aldrei hafa tíma fyrir þessa vitleysu. Þegar ég leit í spegilinn brá mér hins vegar mest. Ég var hræðileg í þessum skóm. Ég áttaði mig á því að reimar mjókka ekki beint legginn og þegar maður nær ekki 170 cm á hæð er voð- inn vís. Svona stígvél eru kannski að- eins flottari á háum og leggjalöngum. Þó þetta væru vonbrigði vissi ég í hjarta mér að heima fyrir myndi þetta gera stormandi lukku, maðurinn sem borgar vísareikninginn myndi gleðj- ast óendanlega. MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN SMEKKURINN JÓN ATLI HELGASON HÁRGREIÐSLUMAÐUR Á GEL Veikastur fyrir hressleika Spáir þú mikið í tískuna? Já, óneit- anlega geri ég það. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þín- um? Ég klæði mig eins og mér líður hverju sinni. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Ég verð að segja að Aftur er uppá- haldsfatamerkið mitt. Flottustu litirnir? Svartur, hvítur, blár og rauður. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Mér finnst bara flottast að vera graður og að þora. Hverju ertu veikastur fyrir? Ég er veikastur fyrir hressleika. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Síð- ast keypti ég mér hatt í Spútnik. Hvað ætlar þú að kaupa fyrir vetur- inn? Ég ætla að kaupa mér ógeðslega dýra og flotta úlpu. Eða hlýjan jakka, kannski Comme Des Garcons. Uppáhaldsverslun? Það er „second hand design“-búð sem ég fór í þegar ég var í Moskvu. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Það er mjög misjafnt. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Ég gæti ekki verið án allra þröngu gallabuxnanna minna og alls ekki án Aftur hettupeysunnar minnar. Uppáhaldsflík? Roberto Cavalli bux- urnar mínar. Hvert myndir þú fara í verslunar- ferð? Ég myndi aldrei fara í verslunar- ferð, myndi bara versla þar sem ég væri. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Buffalo skór. SÆT PEYSA Þessi peysa var gerð fyrir Jap- ansmarkað og er úr Tricot-lín- unni. KÖFLÓTTAR Gamaldags köflótt munst- ur í nýtísku- legum litum. BUXNADRAGT Falleg og frumleg útgáfa af kvenlegri buxnadragt. TRICOT Þetta köflótta munstur er í miklu uppá- haldi hjá Rei Kawakubo en skyrtan er einnig úr Tricot-línunni. MYNSTRAÐ SCHIFFON Fallegur bol- ur úr sjiffoni úr línu Comme Des Garcons. JAKKAFÖT Úr smiðju Comme Des Garcons. FRED PERRY Þessir skór eru úr línu Freds Perry sem á sér ófáa aðdáendur hér á landi. ÓVENJULEGUR JAKKI Flottur jakki sem kemur á óvart að neðan. Eftir hönnuðinn Junya Watanabe. SKÚLPTÚR? Þessi jakki minnir frekar á skúlptúr en flík og er ekta hátískuvara. COMME DES GARCONS Mismunandi efnum bland- að saman. POSTULÍN Svartur kjóll við beinhvítt brúðarslör. Gulli Helga Laugardagsmorgna 9-13

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.