Fréttablaðið - 01.10.2005, Side 63

Fréttablaðið - 01.10.2005, Side 63
LAUGARDAGUR 1. október 2005 47 Sjampó í föstu formi Þessi litli kubbur sem lítur helst út eins og einhvers konar ostur er í raun sjampó. Lush framleiðir sjampó meðal annars í föstu formi og eru þau afar vinsæl. Þetta sér- staka sjampó heitir Trichomania og ilmar af kókoshnetum. Sjampó- ið er sérlega nærandi fyrir hárið og er ætlað fyrir þurrt hár. Lush sjampóin í föstu formi duga afar lengi og skemmast ekki. Þegar sjampóin eru notuð er nóg að láta kubbinn leika á milli handanna til að búa til froðu, skella henni svo í hárið og útkoman er einstök. » FA S T U R » PUNKTUR Franskur koss Franski kossinn er ein af fram- leiðsluvörum Lush sem hefur það markmið að lífga upp á baðferðir viðskiptavina. Þegar franska kossinum er bætt í baðið stígur upp lavender ilmur og vatnið freyðir, húðin verður mýkri og baðherbergið ilmar lengi á eftir. Það eina sem vantar þá upp á er róandi tónlist á fóninn og slökunin verður algjör. Max Mara sýndi línu sína fyrir sumarið 2006 á fimmtudaginn og ein- kenndist línan af hressilegum litum, sólbrúnum fyrirsætum og framúr- stefnilegum sniðum. Hönnuðir Max Mara sóttu innblástur meðal ann- ars í röndótt sjóliðaföt, stór snið, karlmannlegan stíl og avant garde ní- unda áratugarins. Litirnir voru dempaðir brúnir og gráir á móti skær- um litum eins og kóngabláum, skærum laxableikum lit, grasgrænum og gulum. Lítið var um munstur en einstaka blómamunstur trítlaði yfir suma kjólana í skærum litum sem kom skemmtilega út á daufum lita- tónum. Sumar af klassískum flíkum Max Mara létu einnig sjá sig í nýju lín- unni og þar á meðal flíkur í safarí-stíl, rykfrakkar og víðar buxur með rykktu mitti sem minna á pappírs- poka. Inn á milli voru svo flíkur sem sjást sjaldnar í hönnun Max Mara og þar á meðal litríkir sjiffon- kjólar, stórar peysur og kjólar með stórum hettum. Hressandi hönnun SUMAR 2006 Max Mara-herinn sýnir nýj- ustu hönnunina. RYKFRAKKI Daufur liturinn í frakkanum tónar fallega á móti kóngabláa litnum. FYRIR STRÖNDINA Falleg- ur bleikur bolur við afar klæðilegar röndóttar bikini- buxur. LÉTTIR KJÓLAR Í línunni mátti meðal annars sjá fal- lega sumarkjóla eins og þessa í öllum litum. KJÓLL MEÐ HETTU Séð aftan á sérstakan kjól í fal- lega gráum lit.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.