Fréttablaðið - 01.10.2005, Side 67

Fréttablaðið - 01.10.2005, Side 67
Ítalska tískuhönnuð-inum Valentino Garavani ofbýður mjög hvernig leikkonurnar Julia Roberts og Cameron Diaz klæða sig þegar þær eru ekki að ganga eftir rauða dreglinum. Val- entino segir að þær klæði sig eins og heimilslausar manneskjur dags- daglega og hugsi engan veginn nógu vel um útlitið. Leikarinn Steve Buscemi verðurheiðraður á hinni árlegu Wood- stock-kvikmyndahátíð í New York um helgina. Buscemi verður afhent Maverick-verðlaunin fyrir sköpunar- gleði sína og sjálfstæðan hugsunarhátt þegar kem- ur að kvikmyndaleik- og gerð. Á hátíðinni verður frumsýnd myndin Lonesome Jim sem er einmitt leikstýrt af Buscemi. Söngkonan Sheryl Crow og hjól-reiðakappinn Lance Armstrong ætla að ganga upp að altarinu í Kaliforníu næsta haust. Parið trúlof- aði sig í byrjun síðasta mánaðar og vill greinilega ekki bíða of lengi með að gifta sig. Athöfnin á að fara fram í Santa Barbara og mun hönnuðurinn Ralph Lauren sjá um að útlit veislunnar verði upp á það allra besta. Þessi kauði hefur haldið í höndina á Nick Cave allan hans tónlistarferil. Hann var með Cave í Birthday Par- ty og er foringi The Bad Seeds sem hefur leikið undir á öllum sólóskíf- um myrkrahöfðingjans. Mick Har- vey virðist ekki hafa fæðst með sömu tilhneigingu og félagi sinn til að semja lög, því sólóferill hans hefur að mestu verið tileinkaður tökulögum. Fyrst gaf hann út tvær plötur þar sem hann flutti og söng lög Serge Gainsbourg í enskri þýð- ingu. Í þetta skiptið flytur hann lög eftir hina og þessa, þar á meðal eitt eftir félaga sinn Cave og Tim Buckley. Sjálfur á hann tvö lög á plötunni. Mick Harvey er stórkostlegur útsetjari. Hann hefur lengi verið með puttana í útsetningum Cave og því kemur líklegast ekkert á óvart að þessi plata hér skuli vera úr sama hljóðheim og plötur meistara Cave. Harvey er þó fjarri því að hafa jafn magnaða söngrödd og fé- lagi sinn. Hans er ögn hærri, og al- veg sérkennilega venjuleg. Get ekki einu sinni lofað ykkur að ég myndi þekkja hana strax aftur. Harvey er greinilega undir öllu meiri áhrifum frá bandarískri kántrítónlist. Hann fer sérstaklega vel með lagið Hank Williams Said it Best eftir Guy Clark. Frábært lag með mögnuðum texta. Það var svo ágætis lífsreynsla að renna þessari plötu í gegn en ég get ekki ímyndað mér að neinir aðrir en hörðustu aðdáendur Cave geti haft gaman að þessu. Það hlýt- ur líka að teljast harla ólíklegt að neinir aðrir en þeir eigi eftir að gefa sér tíma fyrir Mick Harvey. Allir aðrir hafa líklegast enga hug- mynd um hver þessi snillingur er. Birgir Örn Steinarsson Hægri hönd Cave syngur líka MICK HARVEY: ONE MAN’S TREASURE NIÐURSTAÐA: Nýjasta sólóplata Micks Harvey virðist hafa verið gerð fyrst og fremst til að skemmta honum sjálfum. Eingöngu fyrir hörð- ustu aðdáendur Nicks Cave, aðrir eiga líklegast ekkert eftir að ná tengingu. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.