Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 70
Sixtís kápur Stíll sjöunda áratugarins hefur sjaldan veriðvinsælli og stuttar litríkar ullarkápur með stórum
hnöppum seljast eins og heitar lummur. Það er í góðu lagi
að splæsa í eina hlýja sixtís kápu í vetur
og vera hrikalega smart í kuldanum. Há
stígvél við takk.
Litlir bílar Það er þægilegt að keyraþá, auðvelt að leggja þeim, þeir
eru fljótari að hitna því það er minna
rými sem þarf að hita upp og þeir eru litlir og sætir. Þó
þeir séu svona litlir þurfa þeir ekkert endilega að beygl-
ast eins og áldósir í árekstrum því margir hverjir eru afar
öryggir. Áfram litlu bílarnir!
Strákar í þröngum gallabuxum Elsku strákar, þröngagallabuxnatískan er ekki bara fyrir stelpur. Farið nú út
í búð og fáið ykkur þröngar gallabuxur, helst dökkar og
jafnvel svartar. Þetta tryggir óskaplega töff rokk-lúkk.
Converse-skór við og lúkkið er fullkomnað.
Skósíðir frakkar Nei, þetta er ekki málið. Ekki nema við-komandi sé að leika í nýrri Matrix-mynd ásamt Keanu og
félögum. Það er óþolandi hallærislegt þegar skósíðir frakkar
flaksast um í vindinum og sá sem klæðist þeim lítur út fyrir
að ætla að taka sig til flugs og leika Batman. Frakkar, kápur
og pelsar eiga ekki að ná niður að skóm.
Stórir pallbílar Svona pallbílarseljast víst á hálfrar mínútu fresti.
En hræðilega ömurleg staðreynd.
Eins og þessi stóru flikki eru með endemum ljót
og hallærisleg. Svona bílar taka óþolandi mikið
pláss á bílastæðum og eru bara alltaf fyrir! Oftast er líka
ekkert sjáanlegt á pöllunum á þessum bílum og því ekki
annað hægt en að velta fyrir sér notagildinu í bílunum.
Útvíðar gallabuxur Nei takk. Útvíðar buxur eru meðþví hallærislegasta nú til dags þó svo að margir ætli
ekki að láta sér segjast og sprangi ennþá um með
skálmarnar flaxandi um. Beint í ruslið með þetta, eða
geymsluna. Oj bjakk.
INNI ÚTI
54 1. október 2005 LAUGARDAGUR
Eins og áhorfendur morgunsjón-
varpsins Ísland í bítið fengu að sjá
var Inga Lind Karlsdóttir kvödd
með virktum í gærmorgun. Sam-
starfsfélagi hennar, Heimir Karls-
son, hafði bakað köku handa henni
og hljómsveitin Í svörtum fötum
mætti til að spila kveðjulagið. Það
mátti sjá að Inga Lind hefur á sín-
um tíma eignast stóran aðdáenda-
hóp og vafalaust margir sem koma
til með að sakna hennar á morgn-
ana.
Inga Lind var úti að borða þegar
Fréttablaðið náði í hana. Hún var
öll hin dularfyllsta og vildi ekkert
gefa upp hvað væri á döfinni. „Það
kemur í ljós. Ég segi ekkert hvað
það verður en get lofað því að það
er skemmtilegt. Eitthvað sem
áhorfendur Stöðvar 2 geta hlakkað
til,“ sagði hún en málin myndu
skýrast í næstu viku.
Heimir og Inga Lind náðu vel
saman á skjánum og aðspurð hvort
hann myndi ekki sakna hennar stóð
ekki á svarinu. „Hann er þegar
byrjaður að sakna mín. Hann er lít-
ill í sér,“ sagði hún og hló. Inga
vissi þó ekki hver kæmi í hennar
stað en Gulli Helga mun væntan-
lega fylla skarðið um sinn. Það
mun síðan skýrast á næstu vikum
hver verður næsti morgunhani
Stöðvar 2.
Inga Lind hætt sem morgunhani
INGA LIND Er hætt í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 og heldur til annarra starfa á stöðinni.
Hvað það verður ætti að skýrast í næstu viku.
FRÉTTIR AF FÓLKI
...fær hljómsveitin Stuðmenn fyrir
að komast í forval fyrir Óskars-
verðlaunin með kvikmyndina Í
takt við tímann.
HRÓSIÐ
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
Lárétt: 1 næðingur 6 margsinnis 7 gelt
8 vörumerki 9 arða 10 á kind 12 tækifæri
14 tangi 15 tveir eins 16 klukka 17 suss
18 frumeind.
Lóðrétt: 1 spil 2 þakbrún 3 í röð
4 grunlaus 5 þjófnaður 9 óskipt 11 fram-
kvæmt 13 skvetta 14 nudda 17 kringum.
Lausn
LÁRÉTT:1gustur, 6oft,7gá,8ss,9ögn,
10ull,12lag,14nes,15uu,16úr,
17uss,18atóm.
LÓÐRÉTT:1gosi,2ufs,3st,4ugglaus,
5rán,9öll,11gert, 13gusa,14núa,
17um.
RUTH REGINALDS: FLUTT TIL BANDARÍKJANNA:
Gifting fyrirhuguð eftir jól
Söngkonan Ruth Reginalds er
um þessar mundir stödd í Kali-
forníu í Bandaríkjunum en þang-
að fluttist hún búferlum fyrir
fjórum mánuðum.
„Eftir bókina og þetta
„extreme makeover“ sem stóð
yfir í sex mánuði vildi ég bara fá
smá pásu. Allir eiga sitt líf,“
segir Ruth um ástæðuna fyrir
flutningunum.
Fyrir um það bil tveimur mán-
uðum kynntist hún þar manni að
nafni Joseph Moore. Hefur hann
þegar beðið hana um að giftast
sér og ætla þau að ganga upp að
altarinu fljótlega eftir næstu jól.
„Ég er ekki ein af þeim sem vilja
vera lausar og liðugar,“ segir
Ruth, sem hljómaði mjög ham-
ingjusöm í spjalli sínu við blaða-
mann Fréttablaðsins. „Það sem
ég þarf mest á að halda núna er
að stofna fjölskyldu og byrja
nýtt líf. Ég hlakka mikið til að
koma heim og kynna Joe fyrir
Íslendingum.“
Ruth breyttist í eldri borgara
eins og hún segir sjálf, þann 1.
september síðastliðinn þegar
hún varð fertug. Unnustinn
Moore varð líka fertugur 27.
ágúst og því eru aðeins nokkrir
dagar á milli þeirra skötuhjúa.
Þessa dagana eru þau að gera
upp hús sem þau vonast til að
geta keypt þegar fram líða
stundir. Moore er afar handlag-
inn maður enda vinnur hann sem
verktaki við að lagfæra hús.
Hefur Ruth reynt að veita honum
hjálparhönd þegar tækifæri hafa
gefist til.
Ruth nýtur lífsins í sólinni í
Kaliforníu og nýverið fór hún til
að mynda á tónleika með einum
af uppáhaldstónlistarmönnunum
sínum, Jonnie Lang. Á næstunni
mun hljómsveitin Sigur Rós síð-
an halda tónleika í nágrenni
Ruthar og að sjálfsögðu ætlar
þessi kunna íslenska söngkona
að skella sér. Vill hún ólm kynna
sveitina fyrir Moore og fleiri
bandarískum vinum sínum sem
virðast hvorki kannast við Sigur
Rós né Björk.
freyr@frettabladid.is
ÍEfstaleitinu hefur nýi út-varpsstjórinn Páll
Magnússon ekki aflað
sér vinsælda hjá öllum.
Heimildir blaðsins
herma að það hafi ver-
ið fyrir til-
stillan
Páls að
Þórhallur Gunnarsson
hafi gengið til liðs viðRÚV
með þeim formerkjum að
ritstýra nýja magasín-
þættinum Torgið.
Hefur ráðn-
ingin mælst illa fyrir hjá
Kastljóssmanninum Krist-
jáni Kristjánssyni sem
hafði talið sig eiga
stöðuna vísa eftir
að Logi Berg-
mann
Eiðsson
yfirgaf
stofnunina.
Jónína Ben er Ingvari í Fazmo-klíkunni hugleikin í nýjasta pistli
sínum á bloggsíðunni
www.fazmo.is. Hann vandar henni
ekki kveðjurnar og kallar hana öll-
um illum nöfnum. Ingvari er ger-
samlega óskiljanlegt hvernig kona
sem er yfir kjörþyngd getur kallað
sig íþróttafrömuð. Á heimsíðunni
segir orðrétt:
„Jónína Benediktsdóttir hefur reynt
að láta líta á sig sem einhvern
íþróttafrömuð og athafnakonu þó
svo að hún sé vel yfir kjörþyngd og
búinn að keyra fyrirtækið sitt í gjald-
þrot á no time. Hún er samt án tví-
mæla ein umtalaðasta kona lands-
ins um þessar mundir. Hún er ekk-
ert að reyna að fela það ef hún
lumar á einhverjum skít um aðra og
lætur það hiklaust flakka í fjölmiðla
enda orðspor og mannorð hennar
komið svo langt fyrir neðan allt sem
slæmt getur talist að hún hefur
kannski engu að tapa
þetta grey.“ Þrátt
fyrir ummmælin er
augljóst að Ingvar
vorkennir henni.
Það er því spurn-
ing hvort þau geti
ekki samnýtt
krafta sína í
framtíðinni og
gert eitthvað
sniðugt saman.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
RUTH REGINALDS Söngkonan þekkta fluttist til Bandaríkjanna fyrir fjórum mánuðum
og ætlar að gifta sig á næstunni.