Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 25
Tölvutækni í bjórdrykkju Skilningsrík glasamotta Stýrivextir Trúverðugleiki Seðlabankans að veði Skuldabréfaútgáfa Vaxtamunur við útlönd eykst Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 5. október 2005 – 27. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Undir væntingum | Hagnaður SÍF á öðrum ársfjórðungi var 33 þúsund evrur. Er það talsvert und- ir spám bankanna sem höfðu gert ráð fyrir tæplega 6,2 milljóna evra hagnaði. EBITDA-framlegð var einnig langt undir væntingum markaðsaðila. 2 milljarðar | Afgangur af rekstri ríkissjóðs í fyrra var tveir millj- arðar króna samkvæmt ríkis- reikningi. Árið áður var ríkissjóð- ur rekinn með 6,1 milljarðs króna tapi. Tekjur ríkissjóðs af fjár- magnstekjuskatti jukust um tæp fimmtíu prósent milli ára. Söluaukning hjá Mosaic | Breska tískukeðjan Mósaík hagn- aðist um ríflega 300 milljónir króna á fyrri árshelmingi rekstar- árs félagsins. Á tímabilinu féll til töluverður kostnaður vegna kaupa á Karen Millen og Wistles auk kostnaðar vegna endurfjár- mögnunar og hlutafjárútboðs. Abramovich hagnast | Rúss- neski kaupsýslumaðurinn Roman Abramovich gekk frá sölu á tæp- lega 73 prósenta hlut í olíufélag- inu Sibneft. Áætlaður hagnaður hans af sölunni er 820 milljarðar íslenskra króna. Burðarás afskráður | Á föstu- dag var Burðarás, eitt stærsta félag Kauphallar Íslands, afskráð- ur úr hlutafélagaskrá vegna sam- runa við Landsbankann og Straum fjárfestingabanka. Vöruskiptajöfnuður | Vöru- skiptajöfnuður við útlönd var óhagstæður um tæplega 1,8 millj- arða kóna í ágústmánuði. Í sama mánuði í fyrra var vöruskipta- jöfnuður óhagstæður um rúmlega 5,8 milljarða króna. Halli á vöru- skiptum við útlönd nemur nú um 59,2 milljörðum króna. VIÐ UNDIRRITUN Í GÆR Búið er að selja Lánasjóð landbúnaðarins til Landsbankans. Landbúnaðarlán til Landsbankans Kaupsamningur milli Lands- banka Íslands og Lánasjóðs land- búnaðarins var undirritaður í gær. Kaupverðið er 2,653 millj- arðar króna en auk Landsbank- ans buðu KB banki og Íslands- banki í Lánasjóðinn. Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. Umsjónaraðili sölunnar fyrir hönd ríkisins var framkvæmda- nefnd um einkavæðingu en fyrir- tækið Ráðgjöf og efnhagsspár var nefndinni til ráðgjafar við söluna. Bankastjórar Landsbankans undirrituðu samninginn fyrir hönd kaupenda. - hb Hjálmar Blöndal skrifar Atlantsolía stefnir að því að fjölga afgreiðslustöð- um félagsins á næstu misserum og ætlar að opna sjálfsafgreiðslustöðvar á nokkrum af helstu þétt- býliskjörnum á landsbyggðinni. Félagið opnaði fimmtu afgreiðslustöð sína á dögunum í Skeifunni en Atlantsolía hefur þegar hafið framkvæmdir við sjöttu bensínstöð félagsins við Húsgagnahöllina í Reykjavík. Að sögn Huga Hreiðarssonar, kynningarstjóra Atlantsolíu, er stefnt að því að opna stöðina við Húsgagnahöllina fyrir árslok en fram undan er einnig uppbygging á landsbyggðinni. Óljóst sé þó hvenær hafist verður handa við þá uppbyggingu. „Við höfum lagt áherslu á að reyna að ná upp stærð- arhagkvæmni í rekstri hér á höfuðborgarsvæðinu og fjölga útsölustöðum svo við fáum sambærileg kjör á eldsneyti á mörkuðum á við hin olíufélögin. Til þess þurfum við að koma upp fleiri stöðvum en við viljum vera með um fimmtán stöðvar hér á höf- uðborgarsvæðinu. En við teljum að við verðum að þjóna landsbyggðinni líka og höfum þess vegna tryggt okkur lóðir á nokkrum stöðum og erum að leita fyrir okkur á öðrum,“ segir Hugi. Félagið hefur tryggt sér lóð í nágrenni Selfoss, eða við Ingólfsfjall við afleggjarann að Grímsnesi, í Hveragerði og á Ísafirði. Þá hefur félagið komið á samstarfi við Hreðavatnsskála í Norðurárdal um að þar verði opnuð sjálfsafgreiðslustöð en formlega á eftir að ganga frá skipulagi þjóðvegarins við Hreðavatnsskála. Þá er félagið á höttunum eftir lóð á Akureyri. Atlantsolía hefur sjálfafgreiðslustöð í Reykjanesbæ nú þegar og er það eina stöð félagsins utan höfuðborgarsvæðisins. „Það eru bara um tuttugu og fimm mánuðir síð- an við hófum að selja bensín. Þetta verður að hafa sinn tíma en næstyngsti aðilinn á markaðnum er að verða sextugur. Við eigum langt í land með að geta afkasta jafn miklu og hinir aðilarnir en við höfum náð að þrýsta niður verð á þessum markaði og ætl- um okkur að gera það áfram,“ segir Hugi. F R É T T I R V I K U N N A R 8 12-13 4 Björgvin Guðmundsson skrifar Ekkert samráð var haft við hlut- hafa í Fjárfestingarfélaginu Gretti þegar nýrri stjórn var stillt upp á hluthafafundi Straums - Burðaráss fjárfest- ingarbanka 15. september síðast- liðinn. Grettir er stærsti einstaki hluthafinn í nýsameinuðu félagi Straums og Burðaráss. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins gætti nokkurs pirrings meðal stærstu hluthafa Grettis með þessi vinnubrögð. Björgólfur Thor Björgólfsson var kjörinn stjórnarformaður Straums - Burðaráss á hluthafa- fundinum. Þeir sem tengjast Björgólfi í stjórninni eru Eggert Magnússon og Þór Kristjánsson. Aðrir stjórnarmenn eru Magnús Kristinsson og Kristinn Björns- son. Báðir voru í stjórn Straums fyrir sameininguna en Björgólfur og Eggert voru í stjórn Burðar- áss. Þar hefur Þór einnig setið. Hafði Björgólfur forystu í þessu máli enda félög honum tengd stór- ir hluthafar í SB Fjárfestingar- banka. Landsbankinn á hlut í Fjárfest- ingarfélaginu Gretti ásamt Trygg- ingamiðstöðinni, fjárfestingarfé- laginu Sundi og Nordic Partners. Landsbankinn á ekki meirihluta hlutafjár í Gretti. Ekkert samráð var haft við þrjá síðastnefndu hluthafana fyrir hluthafafundinn. Kom þetta flatt upp á menn en samkvæmt heimildum Markaðar- ins er ætlunin að horfa fram hjá þessu og vinna saman. Ástæðu- laust sé að taka þetta nærri sér. Beðist hafi verið velvirðingar á þessu framferði. Þetta hafi verið fljótfærni í hita leiksins. Útrásarvísitalan lækkar: Keops hástökkvari Danska fasteignafélagið Keops sem Baugur Group á um þrjátíu prósenta eignarhlut í, hækkaði mest allra félaga í útrásarvísitöl- unni í liðinni viku. Lokagengi Keops í Kauphöllinni í Kaup- mannahöfn var 19,6 á mánudag og nemur hækkunin því 9,21 pró- senti á milli vikna. Útrásarvísitalan lækkar hins vegar um 1,12 prósent á milli vikna og mælist 114,46 stig. Mest lækkaði breska félagið French Connection en Baugur Group á tæplega 14 prósenta hlut í félag- inu. Lækkun á finnska fjármála- fyrirtækinu Sampo vegur þyngst í útrásarvísitölunni en hann hefur hlutfallslega mest vægi en bréf í honum lækkuðu um 0,38 prósent á milli vikna. - hb Atlantsolía stefnir á landsbyggðina Ætlar sér einnig fimmtán stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Sniðgengu hluthafa Grettis í stjórnarkjöri Landsbankamenn höfðu ekkert samráð við félaga sína í Gretti fyrir stjórnarkjör í Straumi - Burðarási fjárfestingarbanka á síðasta hluthafafundi. 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is ATLANTSOLÍA Ætlar að hefja samkeppni við hin olíufélögin á landsbyggðinni í ríkari mæli á næstu misserum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.