Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 58
> Við hrósum ... ... meistaraflokki kvenna í Breiðabliki fyrir að láta eftir æfingatíma sinn í Fífunni í Kópavogi til Valsstúlkna sem búa sig nú af kostgæfni undir slaginn gegn Evrópu- meisturum Potsdam í Evrópukeppni félagsliða. Valur spilar gegn Potsdam á sunnudag og veitir því ekki af aðstöðunni. Gunnlaugur eftirsóttur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa ekki færri en fimm lið sóst eftir kröftum Gunnlaugs Jónssonar, varnar- mannsins sterka sem leikið hefur með ÍA. Samningur hans við Skagamenn rennur út 15. október næstkomandi og ekki ólíklegt að hann gangi til liðs við lið á höfuðborgarsvæðinu. sport@frettabladid.is 22 > Við hrósum ... ... Sigurði Vali Sveinssyni, þjálfara hand- boltaliðs Fylkis, sem skoraði heil níu mörk í tapi b-liðs Fylkis fyrir Val í gær. Hann var með markahæstu mönnum kvöldsins og greinilegt að þessi gamli refur hefur engu gleymt. Jóhannes Karl Gu›jónsson er tilbúinn a› gefa kost á sér í landsli›i› á n‡jan leik. Hann segir a› metna›arfyllra starfsumhverfi flurfi til. Metnaðarfyllra umhverfi FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns- son, knattspyrnumaður hjá Leicester City, segist tilbúinn til þess að gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik. „Ég er tilbúinn til þess að gefa kost á mér á nýjan leik þegar metnaðarfyllra starfs- umhverfi skapast. Annars hefur það haft góð áhrif á mína stöðu hjá Leicester City að vera ekki í landsliðinu. Ég er einn af fáum mönnum sem hafa verið að spila alla leikina og mér er treyst fyrir mínu hlutverki inni á vellinum.“ Jóhannes segir bjarta tíma vera fram undan hjá landsliðinu ef rétt er á spilunum haldið. „Það eru margir góðir leikmenn í ís- lenska landsliðinu og mér hefur fundist vera stígandi í leik liðsins í undanförnum leikjum. En það hefur ekkert fallið með liðinu. Vonandi breytist það þegar meiri metnaður verður einkennandi í kringum landsliðið.“ Það hefur ekki gengið vel hjá Leicester í haust en Jóhannes er þó sannfærður um að það búi meira í liðinu. „Við settum stefnuna fyrir tímabilið á að berjast fyrir því að komast í umspilið. Það hefur hins vegar lítið gengið hjá okkur það sem af er þó ég sé þokkalega sátt- ur við mína frammistöðu. En þetta er gríðarlega erfið deild og von- andi tekst okkur að ná okkur upp úr þessari lægð sem einkennt hefur spilamennsku okkar að und- anförnu.“ magnush@frettabladid.is Fjórðungsúrslit í Hópbílabikarkeppni kvenna: KÖRFUBOLTI Nýliðar Breiðabliks unnu bikarmeistara Hauka 58-50 í gær í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum Hópbílabikars kvenna. Blikar hafa þar átta stiga forskot upp á að hlaupa í seinni leiknum sem fer fram á Ásvöllum á morg- un en leikirnir voru færðir fram útaf þátttöku Haukaliðsins í Evr- ópukeppninni. Jessalyn Deveny átti frábæran leik hjá Breiðablik og skoraði alls 34 stig og tók að auki 11 fráköst. Haukar léku án Helenu Sverrisdóttur sem meiddist illa á ökkla á æfingu og verður ekki með fyrstu vikur tímabilsins af þeim sökum. Blik- ar komust aldrei meira yfir en þessi átta stig sem skildu að í lok- in. Deveny er greinilega frábær leikmaður sem hefur mjög góð áhrif á stelpurnar í Blikaliðinu sem hafa ekki yfir mikilli reynslu að ráða. - óój N‡li›arnir unnu meistarana „Sem betur fer eru ökklameiðslin ekki eins alvarleg og ég hélt. Það blæddi inn á hásin og ég verð rétt tæpa viku að jafan mig. Póllandsleikurinn á föstudag- inn er úr sögunni en ég reikna fastlega með því að verða klár í slaginn gegn Svíum,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvalds- son í samtali við Fréttablaðið eftir að hann kom úr læknisskoðun í gær. Hann meiddist í ökkla gegn Djurgården á mánudaginn og leist ekki á blikuna eftir leikinn. Að sögn Ásgeirs Sigurvinssonar lands- liðsþjálfara verður ákveðið í dag hvort kallað verður á annan framherja í leik- inn gegn Pólverjum. Gunnar Heiðar fer með landsliðinu til Póllands og verður í umsjá lækna landsliðsins. Markið sem Gunnar Heiðar skoraði gegn Djurgården hefur vakið gríðarlega athygli. Það var stórglæsilegt og þegar rætt um það sem mark ársins. Það er hugsanlega metið á tugi milljóna ef hann verður seldur frá Halmstad því verðmiðinn hækkar með hverjum leik. Gunnar Heiðar á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og talið lík- legt að hann verði seldur í janúar næst- komandi. Ólafur Garðarsson, umboðs- maður Gunnars Heiðars, segist hafa orðið var við mikinn áhuga á honum en vill ekki verðmerkja hann né markið sem hann skoraði. Von er á fulltúum tveggja félaga úr ensku 1. deildinn á Svíaleikinn í næstu viku. GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON: MARK HANS GEGN DJURGÅRDEN GÆTI VERIÐ TUGMILLJÓNA VIRÐI 5. október 2005 MIÐVIKUDAGUR Gunnar Hei›ar ver›ur me› gegn Svíum VALUR - POTSDAM Sunnudaginn 9. október kl.14.00 á Laugardalsvelli ALLIR Á VÖLLINN Kringlunni Þjálfaramál KR leyst: Helena áfram FÓTBOLTI Helena Ólafsdóttir hef- ur verið ráðin þjálfari KR í L a n d s b a n k a - deild kvenna. Helena, sem er KR-ingur í húð og hár, tekur við liðinu af Írisi Björk Eysteinsdóttur en Hel- ena hafði leyst hana af í sumar eftir að Íris Björk þurfti að fara í barneingnarfrí. „Ein helsta forsenda þess að ég tók þetta starf að mér er sú að all- ir leikmenn sem eru fyrir verði áfram hjá félaginu og þá er það engin launung að það er vilji hjá okkur að styrkja liðið. Við lentum í fjórða sæti á síðustu leiktíð og við ætlum okkur að sjálfsögðu að gera betur,“ sagði Helena Ólafs- dóttir sem áður hefur þjálfað lið Vals og kvennalandsliðið með ágætum árangri. - hjö HELENA ÓLAFS- DÓTTIR. Áfram í KR. JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON Jóhannes hefur ekki gefið kost á sér í landsliðið að undanförnu, sem hann segir hafa hjálp- að sér hjá félagsliði sínu Leicester City. Birgir Leifur Hafþórsson: Milljón í tekj- ur í ár GOLF Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur unnið sér inn rétt um eina milljón ís- lenskra króna á Áskorendamóta- röðinni á þessu ári og er í 83. sæti fyrir lokamótið sem fram fer um helgina á Tenerife. Aðeins 15 efstu kylfingarnir tryggja sér þátttöku- rétt á Evrópsku mótaröðinni og Birgir Leifur á enga möguleika á því. Úrtökumót fyrir Evrópsku mótaröðina fer fram í næsta mán- uði og að venju er það skipt í þrjú stig. Fyrir ári síðan var Birgir Leifur aðeins einu höggi frá því að tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópsku mótaröðinni í ár. - þg Fimm leikur fóru fram í 32 liða úrslitum bikarsins: Meistararnir áfram HANDBOLTI Bikarmeistarar ÍR eru komnir í 16 liða úrslit bikarkeppn- innnar í handbolta karla. Liðið sigraði Víking/Fjölni í ótrúlegum markaleik, 47-36 í eina leik kvöldsins þar sem lið í deilda- keppninni mættust á heimavelli sínum í Austurbergi. B-liði ÍR gekk hins vegar ekki eins vel því HK sem fór alla leið í úrslit í fyrra vann það auðveldlega með 36 mörkum gegn 21 í Breiðholti. Elí- as Már Halldórsson var marka- hæstur HK-inga með sjö mörk og Vilhelm Gauti Bergsveinsson gerði sex mörk. Hjá ÍR-b gerði Eyþór Hilmarsson fimm og Njörður Árnason sem lék lengi með Fram og ÍR gerði fimm mörk. Á Egilsstöðum mættu heima- menn í Hetti liði Þórs frá Akur- eyri sem lyktaði með öruggum sigri gestanna 32-20. Á Seltjarnar- nesi tapaði Grótta fyrir Aftureld- ingu 22-35. Brynjar Árnason var markahæstur í liði Gróttu með fimm mörk en Haukur Sigurvins- son var markahæstur í liði gest- anna með átta mörk. Í Árbænum tapaði b-lið Fylkis fyrir Val 22-38. Í stjörnuprýddu Fylkisliði var Sigurður V. Sveins- son markahæstur með níu mörk og Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi gerði þrjú mörk fyrir Árbæinga. Hjá Val voru þeir Davíð Höskulds- son og Kristján Þór Karlsson markahæstir með sjö mörk. ÖFLUGUR Íslefur Sigurðsson skoraði átta mörk í sigri ÍR á Víkingi/Fjölni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.