Fréttablaðið - 05.10.2005, Page 58

Fréttablaðið - 05.10.2005, Page 58
> Við hrósum ... ... meistaraflokki kvenna í Breiðabliki fyrir að láta eftir æfingatíma sinn í Fífunni í Kópavogi til Valsstúlkna sem búa sig nú af kostgæfni undir slaginn gegn Evrópu- meisturum Potsdam í Evrópukeppni félagsliða. Valur spilar gegn Potsdam á sunnudag og veitir því ekki af aðstöðunni. Gunnlaugur eftirsóttur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa ekki færri en fimm lið sóst eftir kröftum Gunnlaugs Jónssonar, varnar- mannsins sterka sem leikið hefur með ÍA. Samningur hans við Skagamenn rennur út 15. október næstkomandi og ekki ólíklegt að hann gangi til liðs við lið á höfuðborgarsvæðinu. sport@frettabladid.is 22 > Við hrósum ... ... Sigurði Vali Sveinssyni, þjálfara hand- boltaliðs Fylkis, sem skoraði heil níu mörk í tapi b-liðs Fylkis fyrir Val í gær. Hann var með markahæstu mönnum kvöldsins og greinilegt að þessi gamli refur hefur engu gleymt. Jóhannes Karl Gu›jónsson er tilbúinn a› gefa kost á sér í landsli›i› á n‡jan leik. Hann segir a› metna›arfyllra starfsumhverfi flurfi til. Metnaðarfyllra umhverfi FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns- son, knattspyrnumaður hjá Leicester City, segist tilbúinn til þess að gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik. „Ég er tilbúinn til þess að gefa kost á mér á nýjan leik þegar metnaðarfyllra starfs- umhverfi skapast. Annars hefur það haft góð áhrif á mína stöðu hjá Leicester City að vera ekki í landsliðinu. Ég er einn af fáum mönnum sem hafa verið að spila alla leikina og mér er treyst fyrir mínu hlutverki inni á vellinum.“ Jóhannes segir bjarta tíma vera fram undan hjá landsliðinu ef rétt er á spilunum haldið. „Það eru margir góðir leikmenn í ís- lenska landsliðinu og mér hefur fundist vera stígandi í leik liðsins í undanförnum leikjum. En það hefur ekkert fallið með liðinu. Vonandi breytist það þegar meiri metnaður verður einkennandi í kringum landsliðið.“ Það hefur ekki gengið vel hjá Leicester í haust en Jóhannes er þó sannfærður um að það búi meira í liðinu. „Við settum stefnuna fyrir tímabilið á að berjast fyrir því að komast í umspilið. Það hefur hins vegar lítið gengið hjá okkur það sem af er þó ég sé þokkalega sátt- ur við mína frammistöðu. En þetta er gríðarlega erfið deild og von- andi tekst okkur að ná okkur upp úr þessari lægð sem einkennt hefur spilamennsku okkar að und- anförnu.“ magnush@frettabladid.is Fjórðungsúrslit í Hópbílabikarkeppni kvenna: KÖRFUBOLTI Nýliðar Breiðabliks unnu bikarmeistara Hauka 58-50 í gær í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum Hópbílabikars kvenna. Blikar hafa þar átta stiga forskot upp á að hlaupa í seinni leiknum sem fer fram á Ásvöllum á morg- un en leikirnir voru færðir fram útaf þátttöku Haukaliðsins í Evr- ópukeppninni. Jessalyn Deveny átti frábæran leik hjá Breiðablik og skoraði alls 34 stig og tók að auki 11 fráköst. Haukar léku án Helenu Sverrisdóttur sem meiddist illa á ökkla á æfingu og verður ekki með fyrstu vikur tímabilsins af þeim sökum. Blik- ar komust aldrei meira yfir en þessi átta stig sem skildu að í lok- in. Deveny er greinilega frábær leikmaður sem hefur mjög góð áhrif á stelpurnar í Blikaliðinu sem hafa ekki yfir mikilli reynslu að ráða. - óój N‡li›arnir unnu meistarana „Sem betur fer eru ökklameiðslin ekki eins alvarleg og ég hélt. Það blæddi inn á hásin og ég verð rétt tæpa viku að jafan mig. Póllandsleikurinn á föstudag- inn er úr sögunni en ég reikna fastlega með því að verða klár í slaginn gegn Svíum,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvalds- son í samtali við Fréttablaðið eftir að hann kom úr læknisskoðun í gær. Hann meiddist í ökkla gegn Djurgården á mánudaginn og leist ekki á blikuna eftir leikinn. Að sögn Ásgeirs Sigurvinssonar lands- liðsþjálfara verður ákveðið í dag hvort kallað verður á annan framherja í leik- inn gegn Pólverjum. Gunnar Heiðar fer með landsliðinu til Póllands og verður í umsjá lækna landsliðsins. Markið sem Gunnar Heiðar skoraði gegn Djurgården hefur vakið gríðarlega athygli. Það var stórglæsilegt og þegar rætt um það sem mark ársins. Það er hugsanlega metið á tugi milljóna ef hann verður seldur frá Halmstad því verðmiðinn hækkar með hverjum leik. Gunnar Heiðar á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og talið lík- legt að hann verði seldur í janúar næst- komandi. Ólafur Garðarsson, umboðs- maður Gunnars Heiðars, segist hafa orðið var við mikinn áhuga á honum en vill ekki verðmerkja hann né markið sem hann skoraði. Von er á fulltúum tveggja félaga úr ensku 1. deildinn á Svíaleikinn í næstu viku. GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON: MARK HANS GEGN DJURGÅRDEN GÆTI VERIÐ TUGMILLJÓNA VIRÐI 5. október 2005 MIÐVIKUDAGUR Gunnar Hei›ar ver›ur me› gegn Svíum VALUR - POTSDAM Sunnudaginn 9. október kl.14.00 á Laugardalsvelli ALLIR Á VÖLLINN Kringlunni Þjálfaramál KR leyst: Helena áfram FÓTBOLTI Helena Ólafsdóttir hef- ur verið ráðin þjálfari KR í L a n d s b a n k a - deild kvenna. Helena, sem er KR-ingur í húð og hár, tekur við liðinu af Írisi Björk Eysteinsdóttur en Hel- ena hafði leyst hana af í sumar eftir að Íris Björk þurfti að fara í barneingnarfrí. „Ein helsta forsenda þess að ég tók þetta starf að mér er sú að all- ir leikmenn sem eru fyrir verði áfram hjá félaginu og þá er það engin launung að það er vilji hjá okkur að styrkja liðið. Við lentum í fjórða sæti á síðustu leiktíð og við ætlum okkur að sjálfsögðu að gera betur,“ sagði Helena Ólafs- dóttir sem áður hefur þjálfað lið Vals og kvennalandsliðið með ágætum árangri. - hjö HELENA ÓLAFS- DÓTTIR. Áfram í KR. JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON Jóhannes hefur ekki gefið kost á sér í landsliðið að undanförnu, sem hann segir hafa hjálp- að sér hjá félagsliði sínu Leicester City. Birgir Leifur Hafþórsson: Milljón í tekj- ur í ár GOLF Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur unnið sér inn rétt um eina milljón ís- lenskra króna á Áskorendamóta- röðinni á þessu ári og er í 83. sæti fyrir lokamótið sem fram fer um helgina á Tenerife. Aðeins 15 efstu kylfingarnir tryggja sér þátttöku- rétt á Evrópsku mótaröðinni og Birgir Leifur á enga möguleika á því. Úrtökumót fyrir Evrópsku mótaröðina fer fram í næsta mán- uði og að venju er það skipt í þrjú stig. Fyrir ári síðan var Birgir Leifur aðeins einu höggi frá því að tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópsku mótaröðinni í ár. - þg Fimm leikur fóru fram í 32 liða úrslitum bikarsins: Meistararnir áfram HANDBOLTI Bikarmeistarar ÍR eru komnir í 16 liða úrslit bikarkeppn- innnar í handbolta karla. Liðið sigraði Víking/Fjölni í ótrúlegum markaleik, 47-36 í eina leik kvöldsins þar sem lið í deilda- keppninni mættust á heimavelli sínum í Austurbergi. B-liði ÍR gekk hins vegar ekki eins vel því HK sem fór alla leið í úrslit í fyrra vann það auðveldlega með 36 mörkum gegn 21 í Breiðholti. Elí- as Már Halldórsson var marka- hæstur HK-inga með sjö mörk og Vilhelm Gauti Bergsveinsson gerði sex mörk. Hjá ÍR-b gerði Eyþór Hilmarsson fimm og Njörður Árnason sem lék lengi með Fram og ÍR gerði fimm mörk. Á Egilsstöðum mættu heima- menn í Hetti liði Þórs frá Akur- eyri sem lyktaði með öruggum sigri gestanna 32-20. Á Seltjarnar- nesi tapaði Grótta fyrir Aftureld- ingu 22-35. Brynjar Árnason var markahæstur í liði Gróttu með fimm mörk en Haukur Sigurvins- son var markahæstur í liði gest- anna með átta mörk. Í Árbænum tapaði b-lið Fylkis fyrir Val 22-38. Í stjörnuprýddu Fylkisliði var Sigurður V. Sveins- son markahæstur með níu mörk og Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi gerði þrjú mörk fyrir Árbæinga. Hjá Val voru þeir Davíð Höskulds- son og Kristján Þór Karlsson markahæstir með sjö mörk. ÖFLUGUR Íslefur Sigurðsson skoraði átta mörk í sigri ÍR á Víkingi/Fjölni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.