Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 17 S K O Ð U N Aðhald ríkisfjármála mun áfram verða lítið og hagstjórn að mestu leyti á herðum Seðlabank- ans að mati Greiningar Íslands- banka: „Þetta má ráða af frum- varpi til fjárlaga 2006 sem ný- bakaður fjármálaráðherra kynnti í gær. Þar er gert ráð fyr- ir að tekjujöfnuður ríkissjóðs verði jákvæður um rúma 14 ma. króna á næsta ári. Hreinn láns- fjárjöfnuður verður svo nokkru lægri, eða 9,6 ma., en hann end- urspeglar þá fjármuni sem ríkið getur varið til niðurgreiðslu skulda. Til samanburðar er útlit fyrir að tekjujöfnuður þessa árs verði tæpir 30 ma. króna ef sala Símans er undanskilin, en 85 ma. þegar hún er tekin með í reikn- inginn.“ „Hér verður að hafa í huga að tekjur ríkissjóðs hafa aukist hratt undanfarið, ekki síst vegna mikillar neyslu landans sem skilar miklum virðisaukaskatti og vörugjöldum í ríkiskassann. Í slíku árferði kemur ekki á óvart þótt afgangur verði af rekstri ríkissjóðs. Því er vafasamt að benda á stöðu ríkiskassans og horfur í næstu framtíð sem vís- bendingu um aukið aðhald. Ýms- ir sjálfvirkir þættir eru að verki sem tengja afkomu ríkissjóðs við hagsveifluna. Auk tekna af veltusköttum lækka bótagreiðsl- ur í góðæri og tekjuskattar hækka með launahækkunum al- mennings. Þegar verr árar í hag- kerfinu á hið gagnstæða sér stað, og þá getur staða ríkissjóðs versnað býsna hratt.“ Greiningardeildin bendir á að skattalækkanir nú án samsvar- andi niðurskurðar ríkisútgjalda sé óheppileg: „Væri ríkisstjórn- inni verulega í mun að beita rík- isfjármálum til þess að mýkja hagsveifluna myndi fara betur á því að bæði yrði beitt tekju- og útgjaldahlið ríkisfjármálanna í því skyni, en ekki aðeins haldið í við útgjaldahliðina. Aðhald það sem birtist í útgjaldahlið frum- varps til fjárlaga mun að líkum ekki duga til þess að draga úr ójafnvægi í hagkerfinu svo neinu nemi, og fyrir bragðið er útlit fyrir að Seðlabankinn finni sig knúinn til að auka aðhald peningamála enn frekar á næst- unni.“ Aðhaldið er ekki nægjanlegt 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Geri mikið gagn Ég er að leita að einhverjum til þess að kaupa Nýherja með mér. Nýherji er algjörlega rakið takeover dæmi. Maður byrjar á að selja fasteignina í sérstakt fé- lag og léttir þannig á efnahags- reikningnum. Svo þarf að taka til í rekstrinum og keyra svolítið aggressívari stefnu á batteríið. Þetta er ósköp einfalt í sjálfu sér fyrir þá sem kunna til verka. Vandinn er bara sá að núverandi eigendur eru ekki tilbúnir að selja. Spurning hvort þeir stefna ekki að því að sameinast TM Software. Það gæti verið skyn- samlegt. Þeir verða hins vegar fyrst að ná utan um núverandi rekstur. Afkomuviðvörun nú er áfall fyrir þá, þótt þeir séu komnir í smá útrás. Ef svona fyrirtæki er ekki að moka inn peningum þegar veislan er í full- um gangi, þá náttúrlega spyr maður sig hvenær þeir geri það. Annars hef ég í nógu að snú- ast þótt enginn vildi selja mér Nýherja. Krónan gerir ekkert annað en að styrkjast og maður myndi græða á erlendu lánunum þótt maður setti peningana und- ir koddann. Maður gerir nú bet- ur en það ef maður kann eitt- hvað fyrir sér. Fjárlögin lofa góðu fyrir okkur sem erum vel skuldsettir í erlendum gjald- miðlum. Seðlabankinn mun bara hækka vextina meira og krónan styrkist. Erlendir fjárfestar flykkjast inn til að nýta sér vaxtamuninn og vanmeta geng- isáhættuna. Þegar þetta er að ná hámarki, þá tekur maður stöðu gegn krónunni og hirðir gróðann þegar hún dettur til baka. Ég hvet alla kollega mína til að taka þátt í þessu. Það yrði þvílík snilld að íslenskir fjárfestar tækju austurríska ríkið í bólinu og græddu stórfé á hliðarverk- unum þenslunnar þegar hún gengur til baka. Það myndi hafa góð áhrif á hagkerfið ef ég og mínir líkar gætum komið af krafti í fjárfestingar innanlands eftir stóran gróða af kaupum á erlendum gjaldeyri meðan út- lendingar væru að kaupa krónur. Það myndi tryggja betur mjúka lendingu hagkerfisins en Sunda- braut, hátæknisjúkrahús og göng útum allt land. Við spá- kaupmenn gerum nefnilega miklu meira gagn en margir halda. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Hér verður að hafa í huga að tekjur ríkissjóðs hafa aukist hratt undanfarið, ekki síst vegna mikillar neyslu landans sem skilar miklum virðisaukaskatti og vöru- gjöldum í ríkiskassann. Í slíku árferði kemur ekki á óvart þótt afgangur verði af rekstri ríkissjóðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.