Fréttablaðið - 05.10.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 05.10.2005, Síða 38
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Svafa Grönfeldt er fram- kvæmdastjóri stjórnunarsviðs Actavis Group og lektor í við- skipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. Þegar hún er spurð að því hvert er besta ráðið sem henni hefur verið gefið minnist hún sérstaklega þess sem góður vinur og vinnufélagi hennar sagði eitt sinn þegar hún efaðist um að passa inn í nýtt hlutverk sem hún var um það bil að taka að sér: „Gleymdu aldrei hvaðan þú kemur og hvað það var sem kom þér þangað.“ Boðskapurinn er sá að sama hvaða hlutverk eða ábyrgðar- störf við tökum að okkur þá byggjum við á fyrri reynslu og búum ávallt að þeim grunni hversu ógnvekjandi sem verk- efnin sýnast. Einnig að nýju föt- in keisarans eru haldlítil ef mað- ur gleymir þeim grunngildum og eiginleikum sem reynst hafa manni best sama hvort leiðin liggur upp á við eða niður á við. Orðatiltækið „We have met the enemy, and he is us“ sem haft er eftir Walt Kelly er einnig í sérstöku uppáhaldi hjá Svöfu. Hún túlkar það svo að við sjálf höfum mest um það að segja hvort við höfum hugrekki og dómgreind til að takast á við þau tækifæri og ógnanir sem mæta okkur í leik og starfi. - hhs B E S T A R Á Ð I Ð Fyrirtækið Herra Örlygur var stofnað formlega í upphafi árs 1999 í þeim tilgangi að halda svo- kallaða „showcase“-tónleika fyrir hljómsveitina Gus Gus sem var að gefa út sína aðra plötu. Þá kom upp sú hugmynd að bjóða erlendu bransafólki og blaðamönnum hingað til lands í stað þess að flytja hljómsveitina og allt sem henni fylgdi út. Tónleikarnir voru haldnir í flugskýli á Reykjavíkur- flugvelli í kolbrjáluðu veðri í febrúarmánuði og úr varð mjög eftirminnilegur viðburður. Upp úr þessu fæddist hugmyndin um að búa til árlegan viðburð til að kynna íslenska tónlist og í október sama ár var fyrsta opinbera Airwaves-hátíðin haldin. Það ár komu fjórar hljómsveitir fram á hátíðinni og síðan hefur hún vaxið og dafnað hratt. Nú, á þeirri sjö- undu í röðinni, er búist við að hingað komi um 1.500 manns er- lendis frá og ef það verður upp- selt eins og allt stefnir í sækja tæplega 5.000 manns hátíðina heim, að meðtöldum þeim lista- mönnunum sem koma fram. TRAUST SAMSTARF Nafn hátíðarinnar er bein tilvísun í Icelandair sem hjálpaði til við að flytja inn blaðamenn á Gus Gus- tónleikana og hefur síðan verið þeirra stoð og stytta. Þorsteinn lætur mjög vel að samstarfinu við Icelandair og segir ómetanlegt hversu mikið fyrirtækið hefur gert fyrir íslenska tónlist. Icelandair styður við Airwaves á ýmsa vegu, t.a.m. með frímiðum fyrir listamenn og aðra. Einnig styðja þeir þá fjárhagslega og ekki síst með því að veita Airwa- ves aðgang að víðtæku tengsla- neti Icelandair erlendis. Þeirra aðkoma að þessari landkynningu er því margþætt. Árið 2001 bættist Reykjavíkur- borg í hóp velunnara Airwaves- hátíðarinnar og hefur síðan staðið henni þétt að baki fjárhagslega. Höfuðborgarstofa, undir stjórn Svanhildar Konráðsdóttur, hefur hjálpað þeim á ýmsan máta. Út- flutningsráð hefur einnig lagt sitt af mörkum en það stendur að hluta til undir kostnaði við starfs- mann fyrirtækisins í London. GÖTUMARKAÐSSETNING Almannatengsl eru að sögn Þorsteins langsterkasta vopnið í allri markaðssetningu fyrirtækis- ins. Þar á bæ er einn maður í fullu starfi við að „plögga“ í fjöl- miðla. Í ár eru um 30 erlendir listamenn á hátíðinni og veitir hver þeirra íslenskum fjölmiðl- um allt að fimm viðtöl. Airwaves- hátíðin leggur mikið upp úr að halda úti góðri heimasíðu með upplýsingum um hljómsveitirnar og tóndæmum og fær hún um tuttugu þúsund heimsóknir á viku. „Götugengið“ á einnig stóran þátt í markaðssetningu á Airwa- ves en það samanstendur af fimm harðsvíruðum tónlistaráhuga- mönnum sem dreifa plaggöt- um, dreifimið- um og öðru í skólana, á barina og aðra mannfagnaði þar sem líklegt er að þeir haldi sig sem tilheyra markhópi hátíðarinnar. Eini hluti markaðs- setningarinnar sem talist getur hefðbundinn er útvarpið, enda er það helsti vettvangur tónlistar- innar og liggur beint við að aug- lýsa tónleika með því að leyfa fólki að heyra tóndæmi. Í alþjóðlegum samanburði er Airwaves-hátíðin lítil og viðráð- anleg og Þorsteinn telur það vera af hinu góða. Með of mikilli út- þenslu myndi hátíðin missa mik- ið af þeim anda sem hún hefur og því leggur hann frekar áherslu á að auka gæði hátíðarinnar en um- fang hennar. EKKI BARA AIRWAVES Airwaves-hátíðin er einungis einn hluti af starfsemi Herra Örlygs þótt hún taki vissulega mikið til sín af orku og tíma fyrirtækisins en tekjur af henni eru ekki nema um 20-25 prósent af heildarveltu fyrirtæksins. Tekjur fyrirtækisins koma fyrst og fremst af miðasölu en síðustu fjögur ár hefur það velt í kring- um 100 milljónum á ári, allt eftir því hve margir góðir tónleikar nást á ári. Stærsti hluti af starfsemi Örlygs felst í því flytja inn til lands- ins erlenda lista- menn og standa fyrir ýmiss kon- ar listtengdum viðburðum. Þeir hafa líka tekið að sér skipulagningu á stórum við- burðum fyrir fyrirtæki. Sem dæmi má nefna Stuðmannatón- leika í London á síðasta ári sem Baugur, Icelandair og Coca Cola stóðu fyrir. Eftir því sem fyrirtækið stækkar og safnar í reynslu- bankann opnast fyrirtækinu fleiri möguleikar. Nú er Herra Örlygur að hefja samstarf við stórt breskt tónlistarfyrirtæki sem heitir Channel Fly og er um- boðsskrifstofa fyrir margar frægar hljómsveitir, t.d. Franz Ferdinand sem hélt einmitt tón- leika hér nýlega á vegum Herra Örlygs. Channel Fly er að koma á fót árvissri tónlistarhátíð í Brighton á Englandi sem kallast Exposure og er Airwaves fyrir- myndin að henni. Hlutverk Herra Örlygs í samstarfinu felst meðal annars í því að skipu- leggja hluta hátíðarinnar og vinna að kynningarmálum. BREYTTIR TÍMAR OG BJART FRAM UNDAN Þorsteinn segir ekki á vísan að róa á þessum markaði eins og er því nú eru mun fleiri í þessum bransa og markaðsumhverfið gjörbreytt. „Þegar framboðið var minna gat maður verið von- góður um betri miðasölu en í dag en nú skiptir öllu máli að hitta á réttu stærðina á húsi og vera með samninga við hljómsveitir sem setja menn ekki í of mikla spennitreyju.“ Framtíð Herra Örlygs er björt. Fimm ára samningur við Icelandair er í höfn svo að Air- waves ætti að lifa góðu lífi næstu fimm árin og Þorsteinn og félagar ætla að halda sínu striki við að flytja inn skemmtilega tónlist. Hann er ákveðinn í því að nýta þau tækifæri sem þeim hafa boðist í samstarfi við ýmsa aðila erlendis. „Við ætlum að sækja okkur fleiri verkefni og meiri tekjur með því að fara í samstarf við þá aðila sem hafa lýst áhuga á því. Og það verður bara að koma ljós hvað kemur út úr því. En við erum í mega- stuði.“ - hhs Herra Örlygur Austurstræti 12 Stofnað 1999 Eigandi: Þorsteinn Stephensen Starfsmenn: 4 og hálfur Herra Örlygur í megastuði Reykjavíkurborg verður í október lögð undir tónlistarhátíðina Airwaves í sjöunda sinn. Forsvarsmaður Herra Örlygs, Þorsteinn Stephensen, gaf sér tíma fyrir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur í miðjum undirbúningnum. GUÐMUNDUR NIKULÁSSON verður fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips. Guðmundur hóf störf hjá Eimskipi í sept- ember 1997 sem for- stöðumaður rekstr- ardeildar vöruhafna, þá gámahafnar, og hefur gegnt því starfi síðan. Guðmundur lauk Civ.Ing.M.Sc.- prófi í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn árið 1987. RAGNAR ÞÓR JÓNSSON verður fram- kvæmdastjóri millilandasviðs Eimskips. Ragnar Þór hóf störf hjá Eimskip við sum- arafleysingar í flutn- ingastýringu árið 1998. Hann var ráð- inn aftur til starfa í flutningastýringu í janúar 1999. Í nóvember 2000 tók Ragn- ar Þór við starfi forstöðumanns flutn- ingastýringar og varð forstöðumaður innflutningsdeildar Eimskips í ágúst 2004. Ragnar Þór lauk M.Sc.-prófi frá Boston University árið 1998. Hann út- skrifaðist sem vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands í febrúar 1995. BRAGI ÞÓR MARINÓSSON verður fram- kvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips. Bragi Þór hóf störf hjá Eimskip árið 1993 sem fulltrúi í utanlands- deild en hafði verið við sumarafleysingar í gæðastjórnunardeild sumrin 1991 og 1992. Hann varð gæða- stjóri á þróunarsviði árið 1995 og tók við starfi deildarstjóra utanlandsdeildar árið 1997. Í júní 1999 flutti Bragi Þór til Hollands þar sem hann gegndi starfi forstöðumanns Eimskips í Hollandi og Belgíu, þar til hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra utanlandssviðs í febrúar 2004. Bragi Þór útskrifaðist úr vélaverk- fræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og með M.Sc. í rekstrarverkfræði frá Dan- marks Tekniske Universitet árið 1993. HANNA KATRÍN FRIÐRIKSSON hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stjórn- unarsviðs Eimskips en hún var ráðin sem ráðgjafi for- stjóra hjá Eimskip 9. ágúst síðastliðinn. Hanna Katrín starf- aði hjá Háskólanum í Reykjavík sem framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR árin 2001-2003 og sem framkvæmda- stjóri HR 2003-2004. Hanna Katrín vann að þróunarmálum auk kennslu og ráð- gjafar hjá Stjórnendaskólanum fyrri hluta árs 2005. Árin 1989-2001 starfaði Hanna Katrín sem blaðamaður á Morg- unblaðinu. Hanna Katrín lauk MBA- gráðu frá Graduate School of Mana- gement, University of California árið 2001. Hún er með BA-gráðu í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands ÞORSTEINN STEPHENSEN ER HERRA ÖRLYGUR Stærsti hluti af starfsemi Örlygs felst í því flytja inn til landsins erlenda listamenn og standa fyrir ýmiss konar listatengdum viðburðum. KJARNAKONAN SVAFA GRÖNFELDT „Það erum við sjálf sem stjórnum því hvort við höfum hugrekki og dómgreind til að takast á við þau tækifæri og ógnanir sem mæta okkur í leik og starfi.“ Óvinurinn er við sjálf Fr ét ta bl að ið /S te fá n

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.