Fréttablaðið - 05.10.2005, Side 48

Fréttablaðið - 05.10.2005, Side 48
Þjóðin loks á Jótlandsheiðum Fjárfestingar Íslendinga í Dan- mörku taka sífellt á sig nýja mynd. Í danska blaðinu I dag – Industriens Dagblad segir Karl Otto Nicolajsen hjá atvinnu- málaráði Álaborgar að þeir hafi átt í viðræðum við íslenska fjár- festa um að fjárfesta á Jótlandi. Ekki hefur allt gengið sem skyldi á Jótlandi og grípa menn því fegins hendi ef Íslendingar vilja fjárfesta á svæðinu. Ef vel gengur gætu Íslendingar orðið herraþjóð á Jótlandi. Það er svo- lítið fyndið í því sögulega ljósi að sú var tíð þegar harðindi ríktu á Íslandi, að konungur Dana taldi koma til greina af hagkvæmnisástæðum að leggja niður byggð á Íslandi og flytja þjóðina í heild sinni á Jótlands- heiðar. Erfitt að spá Íslenski hlutabréfamarkaðurinn heldur áfram að koma skemmti- lega á óvart. Greining Íslands- banka sendi frá sér nýja af- komuspá í gær. Þeir Íslands- bankamenn eru ófeimnir við að viðurkenna hverfulleika spánna og geta þess í inngangi að þeir hafi fjórum sinnum þurft að endurskoða spá sína, þar sem markaðurinn hafi uppfyllt þeirra villtustu drauma skömmu eftir að þeir birtu spá sína. Reyndar hafa þeir glímt við sama vandamál undanfarin þrjú ár, en hlutabréfamarkaðurinn hefur venjulega uppfyllt margra mánaða spár á örfáum vikum. Nú spáir Íslandsbanki lítilli hækkun það sem af er ári, en spurning hvað það taki markað- inn marga daga að ná þeirri spá. Hræringar á dagblaðamarkaði Frá og með öðrum laugardegi mun Blaðið koma út á laugar- dögum og verður dreift með Morgunblaðinu eldsnemma að morgni. Bætist Blaðið því í hóp þriggja annarra dagblaða sem koma út sex sinnum í viku eða oftar. Á markaðnum velta menn fyrir sér hver áhrifin munu verða af þessu samstarfi Morg- unblaðsins og Blaðsins en um- ræðan að undanförnu hefur hleypt samkeppninni í nýjan far- veg þar sem harðar er tekist á en áður. Margir spá því að jafn- vel verði tilkynnt fyrr en síðar um frekara samstarf millil Blaðsins og Morgunblaðsins og að Blaðinu verði dreift ókeypis með Morgunblaðinu á morgn- 3 spólur, taska og klippihugbúnaður fylgir! *Miðað við 12 vaxtalausar jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. DCR-PC53 Stafræn tökuvél · Flott stafræn miniDV myndbandstökuvél. · Carl Zeiss linsa · 10x aðdráttur um linsu · Tengistöð fylgir 7.354 krónur á mánuði* eða 74.950 krónur staðgreitt. DCR-PC55 Stafræn tökuvél · Flott stafræn miniDV myndbandstökuvél. · Carl Zeiss linsa · 10x aðdráttur um linsu · Tengistöð fylgir 7.895 krónur á mánuði* eða 79.950 krónur staðgreitt. DCR-HC22 Stafræn tökuvél · Flott stafræn miniDV myndbandstökuvél. · Carl Zeiss linsa · 20x aðdráttur um linsu · Tengistöð fylgir 5.910 krónur á mánuði* eða 57.950 krónur staðgreitt. 50% 1.700 820Aukning tekna ríkissjóðs af fjármagnstekju-skatti í fyrra. fermetra verslun tískukeðjunnar Nextsem verður opnuð í nýbyggingu viðKringluna næsta vor. milljarðar króna sem rússneski auð-jöfurinn Roman Abramovich hagnað-ist á af sölu á hlut sínum í olíufélaginu Sibneft. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Þú gengur að gæðunum vísum VT-47 • Skjávarpi • Birta: 1500 ANSI LUMEN • Upplausn: SVGA 800 x 600 • Skerpa: 400:1 • Þyngd: 2.9 kg • Skjávarpi • Birta: 2000 ANSI LUMEN • Upplausn: SVGA 800X600 • Skerpa: 400:1 • Þyngd: 2.9 kg VT-470 • Skjávarpi • Birta: 2000 ANSI LUMEN • Upplausn: XGA 1024X768 • Skerpa: 1000:1 • Þyngd: 2.9 kg LT-180 Auglýsingastofa G uðrúnar Ö nnu Sterkir og skýrir NEC skjávarpar verð kr.89.900,- verð kr. 119.900,- verð kr. 139.900,- SÍÐUMÚLA 9 SÍMI 530 2800 www.ormsson.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.