Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN10 F R É T T A S K Ý R I N G -um víða veröld Galdurinn er að láta okkur vinna fyrir þig ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS JO N2 25 72 1 0/ 20 03 Skipasendingar Flugsendingar Hraðsendingar Vörumiðstöð Tollafgreiðsla Akstursþjónusta Útflutningur Kjalarvogi • Sími 535 8000 jonar@jonar.is • www.jonar.is JÓNAR TRANSPORT bjóða alhliða flutnings þjónustu í samstarfi við bestu flutnings aðila sem völ er á, bæði hérlendis og erlendis. Þéttriðið þjónustu net um allan heim tryggir flýti, öryggi, hagstæð gjöld og góða vörumeð höndlun frá verksmiðju vegg og heim í hlað. Hjálmar Blöndal skrifar Sigurjón Sighvatsson er í viðræðum um kaup á meirihluta í dönsku fasteignafélagi sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Ekki liggur fyrir hversu stór hluturinn er sem Sigurjón er í viðræðum um að kaupa en þó segja heimild- ir Markaðarins að Sigurjón hafi áhuga á að eignast meirihluta í félaginu. Fasteignaverð í Kaupmannahöfn hefur að mörgum verið talið langt undir verði sambærilegra borga í Evrópu og telja margir að þar muni draga til tíðinda á næstu árum. SIGURJÓN OG ÍSLENSK ÚTRÁS Í KAUP- MANNAHÖFN Viðskiptaferill Sigurjóns nær langt aftur en hann hefur komið víða við í íslensku við- skiptalífi en hefur verið einna helst þekktur fyrir aðkomu sína að framleiðslu kvikmynda í Hollywood auk þess sem hann var á árum áður einn af aðaleigendum Stöðvar 2 og síðar Norðurljósa. Hann hefur síðan þá verið við- riðinn íslenskt viðskiptalíf og er nú meðal annars eigandi 66˚ Norður. Nafn Sigurjóns er einnig oft áberandi þegar talið berst að lista- verkum og menningarverðmætum, enda er Sigurjón mikill áhugamaður um listir, en ekki síður er áhugi Sigurjóns á jörðum kunnur. Þannig keypti Sigurjón í liðsinni við aðra jörðina á Eiðum og nú nýlega var hann nefnd- ur sem kaupandi að listaverki í Viðey auk þess sem hann keypti heilan fjörð á Austurlandi. Þá hyggst Sigurjón stofna í samvinnu við aðra sjónvarpsstöðina BigTV sem er ætlað að ná til allra Norðurlandanna og sýna tónlistarmyndbönd og annað efni fyrir ungt fólk. Nafn Sigurjóns bætist nú í hóp íslenskra fjárfesta í Danmörku sem hafa að undan- förnu gert stórkaup í hinni fornu höfuðborg Íslands. Vöruhúsin Magasin du Nord og Ill- ums hafa bæði verið seld til íslenskra fjár- festa og sama má segja með raftækjakeðjuna Merlin. Þá hefur Baugur Group eignast um þrjátíu prósenta hlut í fasteignafélaginu Keops en það félag er skráð í kauphöllina í Kaupmannahöfn og hefur gengi félagsins far- ið mjög upp á við á undanförnum mánuðum. Það virðist sem hóflegt hlutfall milli eigin fjár og skulda sé rétta uppskriftin að fjárfest- ingum Íslendinga í Danmörku sem fer misvel í danskt viðskiptalíf. Innrás Íslendinga á danskan markað hefur verið líkt við hefnd vegna einokunarverslunarinnar og úr hópi Ís- lendinga hafa heyrst gagnrýnisraddir um að fjárfestingarnar séu gerðar á skuldsettum grunni og geti hrunið eins og spilaborg við óhagstæð skilyrði. Aðrir líta hins vegar já- kvæðum augum á fjárfestingarnar og fagna innkomu íslensks fjármagns og segja að ís- lensk uppkaup í stórum stíl geri dönsku við- skiptalífi gott þar sem Dani hafi skort frum- kvæði sem Íslendingar hafi nóg af. Samkvæmt heimildum Markaðarins vinna nú Íslandsbanki í Lúxemborg og Íslandsbanki á Íslandi að því að fjármagna kaup Sigurjóns á dönsku fasteignafélagi. Íslandsbanki hyggst í haust opna banka í Kaupmannahöfn sem er sérstaklega ætlaður til þess að styðja við fjárfestingar Íslendinga auk þess að veita almenningi hefðbundna bankaþjónustu. Það má því segja að Íslandsbanki fari hratt af stað ef af fjárfestingunni verður og hyggst eflaust koma að fleiri fjárfestingum á næst- unni. Sigurjón var í Kaupmannahöfn á dögun- um í lokaviðræðum um kaup á félaginu og var búist við því að línur færu að skýrast. Ekkert hefur hins vegar enn spurst til fjárfestingarinnar og velta margir því fyrir sér hvort Sigurjón hafi dregið í land en heimildarmaður Markaðarins sagði á dögunum að aðeins ætti eftir að fara yfir formsatriði áður en af samkomulaginu gæti orðið. FASTEIGNAMARKAÐURINN OG KEOPS Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að fasteignafélagið, sem Sigurjón var í viðræðum um að kaupa, væri danska félagið Atlas Ejendommer. Stofnandi og eigandi félagsins er Mikael Goldschmidt en hann fagnaði á síðasta ári 25 ára afmæli félagsins. Í viðtali við danska blaðið Berlingske Tidende í tilefni afmælisins, lýsir Goldschmidt því hvernig hann byrjaði með tvær hendur tómar árið 1979 en í viðtalinu segir hann enn fremur frá því að hann hafi jafnvel áhuga á því að selja fyrirtækið. Goldschmidt kannast hins vegar ekkert við að hafa selt fyrirtæki sitt. „Ég hef séð fréttir um þetta í dönskum blöðum og fengið fyrispurnir en ég hef aldrei talað við Sigurjón en er hins vegar að reyna ná í hann ef hann hefur áhuga á að kaupa,“ segir Goldschmidt. Atlas Ejendommer er í miðborg Kaupmanna- hafnar og á 74 eignir sem í eru íbúðir en auk þess á félagið skrifstofu- og verslunar- húsnæði í miðborg Kaupmannahafnar. Meðal leigjenda eru ráðuneyti og stórfyrirtæki en íbúðir félagsins eru flestar gæðaeignir á eftirsóttustu stöðum borgarinnar. Heildareignir félagsins nema nú um 28,5 milljörðum íslenskra króna og eigið fé fé- lagsins var rétt um 9 milljarðar. Danska blaðið Børsen greindi í fyrradag frá góðum árangri danska fasteignafélagsins Keops en félagið hefur fimmfaldast að virði frá því um áramótin. Baugur Group á um þrjátíu prósenta hlut í félaginu. Ekkert er þó vitað hvað vakir fyrir Sigurjóni Sighvatssyni í Kaupmannahöfn nema að hann var þar á dögunum og ætlaði sér stórt fasteignafélag. Sigurjón Sighvatsson vill kaupa fasteignafélag í Kaupmannahöfn Sigurjón Sighvatsson bættist á dögunum í hóp áhugasamra fjárfesta sem herjað hafa á danskan markað þegar hann var nefndur sem væntanlegur kaupandi að dönsku fasteignafélagi. Baugur Group hefur þegar haslað sér völl á dönskum fasteignamarkaði í gegnum félagið Keops. SIGURJÓN SIGHVATSSON Í REYKJAVÍK Sigurjón var á dögunum í lokaviðræðum um kaup á dönsku fasteignafélagi sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Ekkert hefur hins vegar spurst til fjárfestingarinnar síðan þá. Fr ét ta bl að ið /V al li Heildareignir fé- lagsins nema nú um 28,5 milljörð- um íslenskra króna og eigið fé félagsins var rétt um 9 milljarðar. Fjárfestingar- stefna félagsins er að kaupa og leigja út eignir í miðborg Kaup- mannahafnar og í Frederiksberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.