Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 59
23 LEIKIR GÆRDAGSINS SS-bikarkeppni karla: ÍR 2–HK 21–36 GRÓTTA–AFTURELDING 22–35 HÖTTUR–ÞÓR AK. 20–32 ÍR–VÍKINGUR/FJÖLNIR 47–36 FYLKIR 2–VALUR 22–38 Hópbílabikar kvenna: BREIÐABLIK–HAUKAR 58–50 Stig Breiðabliks: Jessalyn Deveny 34, Agnes Hauksd. 6, Freyja Sigurjónsd. 6, Kristín Ólad. 3, Sara D. Ólafsd. 2, Bryndís Bragad. 2, Efem- ía Sigurbjörnsd. 2, Hrefna Sigurðard. 2, Ragna Hjartard. 1. Stig Hauka: Kesha Tardy 17, Sigrún S. Ámundad. 9, Ragnheiður Theodórsd. 8, Guð- rún Ósk Ámundad. 4, Kristrún Sigurjónsd. 4, Bára F. Hálfdanard. 3, Hanna Hálfdanard. 2, Eva Dís Ólafsd. 2, Sara Pálmad. 1. Þýska úrvalsdeildin: GROSSWALLSTADT–NORDHORN 31–33 Einar Hólmgeirsson skoraði átta mörk fyrir Grosswallstadt í leiknum og Alexander Pettersson tvö mörk. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Miðvikudagur OKTÓBER MIÐVIKUDAGUR 5. október 2005 ■ ■ LEIKIR  19.15 ÍBV 2 og FH mætast í 32 liða úrlslitum í SS-bikarkeppni karla.  20.00 Haukar og HK mætast í DHL-deild kvenna í handbolta.  20.15 KR og Fylkir eigast við í 32 liða úrslitum í SS-bikarkeppni karla.  20.30 Haukar 2 og Selfoss mætast í 32 liða úrslitum bikarsins.  21.00 Valur 2 og Stjarnan mætast í 32 liða úrslitum í bikarkeppni karla.  21.15 FH 2 og Afturelding 2 mætast í 32 liða úrslitum bikarsins. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er endursýndur þrisvar sinnum til klukkan 09.00 og aftur kl. 18.10.  18.40 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Endursýndur leikur.  20.20 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Endursýndur leikur.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.20 Handboltakvöld á RÚV.  22.30 Hnefaleikar á Sýn. JL. Castillo og Diego Corrales mætast.  22.35 Formúlukvöld á RÚV. Sænsk markaðssetning: Gleymdu kvenna- fótboltanum FÓTBOLTI Sænska knattspyrnusam- bandið kynnti myndband um helg- ina á markaðsráðstefnu þar sem fjallað var um ágæti sænskrar knattspyrnu og markaðsgildi hennar. Myndbandið þótti einstak- lega vel heppnað og voru fulltrúar frá öllum helstu félögum Svíþjóð- ar á kynningunni. Það var mark- aðsfulltrúi Umeå, Susanne Gran- berg, sem vakti hins vegar athygli á því eftir sýningu myndbandsins að þar hefði ekki sést einn rammi frá sænskri kvennaknattspyrnu sem væri hreint og klárt hneyksli. Fulltrúi Sænska knattspyrnu- sambandsins, sem sá um mynd- bandið, sagði sér til varnar að ekki hefði verið til nógu mikið myndefni af sænskri kvenna- knattspyrnu til þess að nota í myndbandið auk þess sem styrkt- araðilar væru ekki áhugasamir. Þetta væri því stormur í vatns- glasi hjá Granberg. Fulltrúi Umeå benti hins vegar bindiskerfiskörlum Sænska knatt- spyrnusambandsins, eins og hún komst að orði, á það að koma í heimsókn til kvennaliðs Umeå og kynna sér markaðsstarf félagsins sem hefði skilað sér í um 50 millj- ónum íslenskra króna í samstarfs- samningum við ýmis fyrirtæki sem væru hæstánægð með sam- starfið. - þg Kvennalið Vals mætir Evrópumeisturum Potsdam í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu á sunnudag: Gu›björg liggur fárveik í rúminu FÓTBOLTI Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Vals í knattspyrnu, hefur átt við erfið veikindi að stríða undanförnu og getur lík- lega ekki leikið með liðinu á Laug- ardalsvelli gegn Potsdam í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu á sunnudag. Valur ætlar líklega að nýta sér undan- þágu reglu hjá UEFA sem kveður á að lið sem hefur engan mark- vörð geti fengið markvörð til liðs við sig. „Guðbjörg hefur farið í fjöl- margar rannsóknir hjá læknum sem ekkert hefur komið úr. Hún er búin að vera með fjörutíu stiga hita frá því hún lagðist í rúmið fyrir ellefu dögum síðan að undan- skildum síðustu tveimur dögum þar sem hún hefur ver- ið aðeins skárri. Þetta er að sjálf- sögðu ekki drauma- staðan þegar örfáir dagar eru í svona mikilvægan leik,“ sagði Elísabet G u n n a r s d ó t t i r , þjálfari Vals, áhyggjufull fyrir hönd Valsliðsins sem og Guðbjargar markvarðar. Sandra til bjargar „Við höfum feng- ið undanþágu frá UEFA þess efnis að við megum fá mark- vörð til okkar. Við höfum nú þegar haft samband við Stjörnuna um að fá Söndru Sigurðar- dóttur og við erum vongóð um að það gangi eftir. Ég hins vegar hef ekki feng- ið svar frá KSÍ í dag en félagaskiptin verða að fara í gegnum KSÍ,“ sagði Elísabet og sagði hina hávöxnu Söndru hafa verið sinn fyrsta kost í stöðunni. „Það er bara vonandi að félagaskiptin hjá Söndru gangi eftir því ég var farinn að sjá það fyrir mér að þurfa að láta Írisi Andrésdóttir fyrirliða í markið,“ sagði Elísabet en Sandra mætti á æfingu hjá Valsstúlkum í gær. Dóra María ekki með? Dóra María Lárusdóttir, sem leikið hefur mjög vel með Val og landsliðinu í sumar og haust ,verð- ur líklega ekki með Val á sunnudag því hún er stödd í Bandaríkjunum í námi og ólíklegt að Valur fái hana heim fyrir leikinn. - hjöGUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.