Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Hugtakið fjármálalæsi er nýlegt hér á landi. Það hefur þó lengri sögu erlendis, ekki síst í Bandaríkj- unum þar sem kennsla og rannsóknir hafa verið stundaðar um árabil á því sem kallað hefur verið á ensku Financial Literacy. Íslandsbanki hyggst nú í samstarfi við Háskól- ann í Reykjavík halda námskeið fyrir almenning um færni í fjármálum og var ráðstefna bankans sem haldin var í samvinnu við Háskólann í Reykja- vík um fjármálalæsi upphafið að frekari kynningu aðilanna tveggja á vitundarvakningu meðal al- mennings um fjármál. Íslandsbanki ætlar á næstunni að dreifa á öll heimili fræðsluriti um eignauppbyggingu og færni í fjármálum. Íslandsbanki kynnti á ráðstefnunni niðurstöður könnunar sem bankinn gerði um viðhorf almennings til fjármála. Þar kom meðal annars í ljós að tæplega sextíu prósent að- spurðra sögðust hafa mikinn áhuga á fjármálum en þegar sömu aðilar voru spurðir hvort þeir höfðu þekkingu á fjármálum sögðust aðeins rúmlega þrjá- tíu prósent hafa mikla þekkingu á fjármálum. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri eigna- stýringar hjá Íslandsbanka, sagði það ljóst að mik- ill áhugi væri á fjármálum hjá almenningi en byggja þyrfti upp færni. Hann sagði að nútímamað- urinn legði fyrst og fremst áherslu á lága greiðslu- byrði og svigrúm til lífsgæða á þeim tíma sem hann lifði í þegar kæmi að húsnæðismálum en hugsaði því minna um að byggja upp eignir enda væri eig- infjármyndun hæg. Þessar staðreyndir sagði Almar kalla á að auka áherslu á uppbyggingu á fjármálalegum eignum ef fólk ætlaði sér að hafa svigrúm til lífsgæða í fram- tíðinni. Í könnun Íslandsbanka kom fram að karlar spöruðu hærri upphæð á ári en konur, um 240.000 krónur á móti 140.000 krónum hjá konum. Það skipti hins vegar máli hvernig almenningur hygðist ávaxta peningana og að bankarnir gegndu þar mik- ilvægu hlutverki því þeir hefðu náð mikilvægum árangri og hefðu mikla sérfræðiþekkingu. Þeir ættu því að deila þekkingu sinni með almenningi. Meðal erlendra fyrirlesara á ráðstefnunni var dr. William L. Anthes, formaður sam- takanna National Endowment for Fin- ancial Education. Hann sagði að Íslend- ingar gætu lært af þeim mistökum sem Bandaríkjamenn hefðu gert. Anthes sagði að margir gerðu sér ekki grein fyrir því að það kæmi að skuldadögum. Þeir sem tækju lán vissu margir hverjir ekki að það þyrfti að greiða þau til baka. Mikilvægt væri að átta sig á því að það væri hægt að byggja upp eignir á sama hátt og það væri hægt að byggja upp skuldir og fólk gæti valið þar um. Hann sagði að það væri leikur einn að fá greiðslukort í Bandaríkjunum og að dæmi væru um að ungt fólk í Bandaríkjunum hefði framið sjálfsmorð út af of háum greiðslukorta- reikningum. Mikilvægt væri að fræða ungt fólk um fjármál og að um sex hundruð þúsund nemendur í Bandaríkjunum fengju námsefni samtakanna um fjármálalæsi á hverju ári. Það væri ekki síður mik- ilvægt í samfélagi eins og Íslandi sem hefði alla burði til að kenna komandi kynslóðum að spara frekar en að skuldsetja sig. M Á L I Ð E R Fjármálalæsi Eru Íslendingar að einhverju leyti eftirbátar nágrannalanda sinna þegar kemur að viðhorfi til fjármála? Þeir sem hafa búið erlendis kynnast því oft að eigin raun. Við erum að sumu leyti ennþá föst í „þetta reddast“ hugsun- inni sem þekkist minna meðal annarra þjóða. Við höfum þó litlar beinar samanburðarupp- lýsingar í hönd- unum í sambandi við þetta. Annars má segja að við- horfið hefur breyst mikið undanfarin ár og fjármálin eru farin að skipa mikilvægari sess hjá almenningi hér á landi. Við hjá Íslandsbanka létum nýverið gera könnun um þekkingu lands- manna á fjármál- um. Þar kom í ljós að meirihlut- inn eða tæp 60% hefur áhuga á fjármálum sem þýðir að fólk er að velta fjár- málum fyrir sér og hefur áhuga á aukinni þekkingu í þeim efn- um. Fólk er líka farið að upp- götva í ríkari mæli hversu auð- velt og mikilvægt það er að byggja upp sjóð og undirbúa þannig framtíðina. Hvað er færni í fjármálum? Færni í fjármálum snýst um að fólk hafi tök og getu til að skipuleggja og stýra sínum út- gjöldum og tekjum á sem best- an hátt. Það þýðir í raun að fólk skipuleggi fjármál sín í núinu með skýrum hætti og ekki síð- ur að það leitist við að setja sér markmið um ráðstöfunartekjur til lífstíðar og að byggja upp eignir og sjóði sem ná þeim markmiðum. Hvernig er hægt að þjálfa færni í fjármálum? Grunnur að því að þjálfa fjár- málaleikni er að kveikja áhuga á fjármálum og að viðhorfið sé jákvætt. Mikilvægt er að áhugi og grunnþekking á fjármálum byggist upp í gegnum skóla- starfið og ekki síður inni á heimilum. Íslandsbanki hefur í gegnum árin lagt mikla áherslu á að fræða viðskiptavini um hvernig best er að haga málum og hvað ber að hafa í huga um fjármálin hverju sinni. Þann þátt erum við ennfremur sífellt að efla. Á þessu ári höfum við þegar haldið marga áhugaverða fundi og námskeið, t.d. um skipulag lífeyris- og eftirlauna- sparnaðar og mikilvægi lífeyr- ismála almennt, um húsnæðis- lán og hvað þarf að hafa í huga þegar þau eru tekin og um fjár- festingar í hlutabréfum og al- menna eignauppbyggingu. Það er mikilvægt að bankarnir hafi velgengi viðskiptamanna í huga og aðstoði þá við úrlausn þess- ara mála. Íslandsbanki veitir sínum viðskiptavinum ráðgjöf og þjónustu tengda eignaupp- byggingu þannig að þeir sem hafa ekki áhuga eða tíma til að setja sig inn í ein- staka þætti fjár- mála, t.d. um ávöxtun eigna, eiga þess kost að fá aðstoð sérfræð- inga bankans við að skipuleggja þessi mál. Við finnum fyrir mikl- um áhuga á slíkri þjónustu. Hversu mikilvægt er fyrir stjórn- endur fyrirtækja að vera glöggir á tölur í starfi sínu? Það hlýtur að skipta miklu máli. Það er nú einu sinni svo að einn lykilþáttur í stjórnun fyrir- tækja snýst um afkomutölur, áætlanagerð og markmið þeim tengd. Þess vegna er nauðsyn- legt að stjórnendur séu vel ìlæsirî á tölurnar og ekki síður að þeir skilja samhengi hlut- anna. Þeirra viðfangsefni er í grunninn ekkert ólíkt því sem einstaklingarnir eru að fást við – það þarf að skipuleggja fjár- málin og fylgja þeim eftir til skemmri tíma og ekki síður að setja og fylgja eftir lengri tíma markmiðum. Hvernig geta Íslendingar breytt viðhorfi sínu til fjármála? Um þessar mundir leggur fólk mikla áherslu á að lækka greiðslubyrði til að skapa svig- rúm til lífsgæða og athafna í núinu. Þetta leiðir af sér að eignauppbygging í gegnum fasteignakaup er oft á tíðum hæg sem þýðir að fólk þarf að vera enn meðvitaðra en áður um að byggja upp fjármálaleg- ar eignir í gegnum lífeyris- sparnað og annan sparnað. Við teljum þess vegna að fólk þurfi að breyta viðhorfi sínu þegar kemur að eignauppbyggingu til lengri tíma. Við þurfum að hafa skýr markmið um okkar ráð- stöfunartekjur þegar eftir- launaaldri er náð og setja fram sparnaðaráætlun í samræmi við það. Í sparnaði vinnur tíminn með okkur og því mikilvægt að byrja strax. Íslandsbanki er að fara af stað með átak til að vekja fólk til umhugsunar um fjármálin og kveikja meiri áhuga og vitund á fjármálum. Það geta allir orðið betri. Stjórn á útgjöldum T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Almars Guðmundssonar framkvæmdastjóra eignastýringar Íslandsbanka Fjármálalæsi fyrir komandi kynslóðir Íslandsbanki og Háskólinn í Reykjavík héldu á dögunum ráðstefnu um fjármálalæsi. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni voru sérfræðingar frá Banda- ríkjunum, sem teljast í fremstu röð þegar kemur að fjármálalæsi. Hjálmar Blöndal hlustaði á fyrirlestra og kynnti sér samstarf aðilanna tveggja. GESTIR Á RÁÐSTEFNU ÍSLANDSBANKA OG HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK Fjöldi fólks lagði leið sína á ráðstefnuna en þar töluðu nokkr- ir af helstu sérfræðingum í Bandaríkjunum í fjármálalæsi auk þess sem kynntar voru niðurstöður könnunar Íslandsbanka á viðhorfi almenn- ings til fjármála. Fr ét ta bl að ið /E .Ó L Þar kom meðal annars í ljós að tæplega sextíu prósent aðspurðra sögðust hafa mikinn áhuga á fjármálum en þegar sömu aðilar voru spurðir hvort þeir höfðu þekkingu á fjármálum sögðust aðeins rúmlega þrjátíu prósent hafa mikla þekk- ingu á fjármálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.